birgitta jónsdóttir
Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, er fyrsti flutn­ings­maður að nýju frum­varpi um breyt­ingu á lögum um samn­ings­veð, sem oft hefur verið kallað lykla­frum­varp í opin­berri umræðu. Með­flutn­ings­menn hennar eru Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, og Sig­ur­björg Erla Egils­dótt­ir, vara­þing­maður flokks­ins. Í frum­varpi segir m.a.: Lán­veit­andi, sem í atvinnu­skyni veitir ein­stak­lingi lán til kaupa á fast­eign sem ætluð er til búsetu og tekur veð í eign­inni til trygg­ingar end­ur­greiðslu láns­ins, getur ekki leitað fulln­ustu kröfu sinnar í öðrum verð­mætum veð­sala en veð­inu. Krafa lán­veit­anda á hendur lán­taka skal falla niður þegar lán­veit­andi hefur gengið að veð­inu, enda þótt and­virði þess við nauð­ung­ar­sölu dugi ekki til greiðslu upp­haf­legu kröf­unn­ar. Ó­heim­ilt er að semja á annan veg en greinir í ákvæði þessu." 

Verði frum­varpið að lögum verður lán­tak­anda heim­ilt að skila ein­fald­lega lyklunum af fast­eign sem hann hefur fengið lán fyrir og lán­veit­and­inn getur ekki gengið að honum að öðru leyti en að leysa til sín und­ir­liggj­andi veð láns­ins, fast­eign­ina sem keypt var fyrir það. 

Á blogg­síðu Pírata segir að frum­varpið byggi á eldra frum­varpi Lilju Mós­es­dótt­ur, fyrrum þing­manns Vinstri grænna og síðar stofn­anda Sam­stöðu, sem hún lagði nokkrum sinnum fram á síð­asta kjör­tíma­bili. Píratar telja frum­varpið mik­il­vægan lið í því að dreifa áhættu­töku í fast­eigna­lánum og færa hér­lenda lána­starf­semi úr því horfi að áhætta sé ein­hliða á hendi lán­taka."

Auglýsing

Píratar eru langstærsta stjórn­mála­afl lands­ins sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum og hafa verið það frá því snemma á síð­asta ári. Frá apr­íl­mán­uði 2015 hefur fylgi flokks­ins mælst yfir 30 pró­sent og í könnun Gallup sem greint var frá í gær mæld­ist það hærra en nokkru sinni áður, eða 35,9 pró­sent.  Neikvæð umræða und­an­farið um inn­an­flokksá­tök hjá Píröt­u­m, þar sem sál­fræð­ingur var meðal ann­ars feng­inn til þess að hjálpa til við stilla til friðar, virð­ist ekki hafa áhrif á fylgi þeirra. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None