Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar innan kirkjunnar

Fagráði þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot barst eitt erindi árið 2014 og varðaði það æskulýðsstarf. Þrjú erindi varðandi ráðgjöf bárust á árinu. Þetta er mikil fækkun fá árinu áður, þegar fimm erindi bárust.

Dómkirkjan og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur.
Dómkirkjan og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur.
Auglýsing

Eitt erindi tengt kyn­ferð­is­broti innan æsku­lýðs­starfs kirkj­unnar var til­kynnt til fagráðs þjóð­kirkj­unnar um kyn­ferð­is­brot árið 2014. Mál­inu var vísað til barna­vernd­ar­nefnd­ar. Fagráð­inu bár­ust einnig þrjú erindi 2014 þar sem óskað var eftir ráð­gjöf, hvar eitt erindið var frá fyrra ári. Þetta kemur fram í árbók þjóð­kirkj­unnar fyrir árið 2014 til 2015.

Þar kemur einnig fram að eitt af erind­unum var ósk um ráð­gjöf vegna fyr­ir­spurna fjöl­miðla um mál sem starfs­maður kirkju hafði komið að sem stuðn­ings­að­ili þolenda. Í öðru til­viki óskaði biskup aðkomu fagráðs vegna erindis sem varð­aði gam­alt heim­il­is­of­beld­is­mál. Ger­andi í því til­viki hafði gegnt ábyrgð­ar­hlut­verki innan kirkj­unn­ar. 

Þriðja til­vikið varð­aði fyr­ir­spurn um útlán kirkju og sam­starf safn­aðar við utan­að­kom­andi aðila um tón­leika­hald, eftir að upp kom að einn for­svars­manna tón­leik­anna hefur verið dæmdur fyrir kyn­ferð­is­brot gegn barn­i. 

Auglýsing

Fimm til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot 2013

Fagráð þjóð­kirkj­unnar um með­ferð kyn­ferð­is­brota var stofnað árið 1998. Næstu 11 ár eftir það bár­ust ein­ungis þrjár til­kynn­ing­ar. Þegar umræðan um kyn­ferð­is­brot innan kirkj­unnar komst í hámæli 2010 komu tíu til­kynn­ingar inn á borð fagráðs­ins. Til­kynnt var um fjóra starfs­menn kirkj­unnar 2011 og tvo 2012.

Árið 2013 bár­ust fagráð­inu fimm erindi sem vörð­uðu kyn­ferð­is­brot. Einu mál­inu var vísað til barna­vernd­ar­nefnd­ar, þremur var lokið á árinu og eitt var einn í vinnslu við lok árs­ins og er það málið sem vísað er í árið 2014. Tvö mál­anna voru ásökun um kyn­ferð­is­brot af hendi ein­stak­linga í þjón­ustu kirkj­unn­ar. Þá barst einnig eitt erindi þar sem sókn­ar­prestur og sókn­ar­nefnd­ar­for­maður báðu fagráðið um að fara yfir verk­lag sem þau höfðu við­haft í kjöl­far ábend­ingar um að dæmdur kyn­ferð­is­brota­maður starf­aði innan safn­að­ar­ins. Þetta kemur fram í árbók kirkj­unnar fyrir árin 2013 til 2014

Ekki var hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar fyrir árið 2015 fyrr en árbók kirkj­unnar verður gefin út í haust. Elína Hrund Krist­jáns­dóttir sókn­ar­prestur tók við sem for­maður fagráðs­ins síð­asta sumar af Gunn­ari Rún­ari Matth­í­assyn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None