Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar innan kirkjunnar

Fagráði þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot barst eitt erindi árið 2014 og varðaði það æskulýðsstarf. Þrjú erindi varðandi ráðgjöf bárust á árinu. Þetta er mikil fækkun fá árinu áður, þegar fimm erindi bárust.

Dómkirkjan og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur.
Dómkirkjan og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur.
Auglýsing

Eitt erindi tengt kynferðisbroti innan æskulýðsstarfs kirkjunnar var tilkynnt til fagráðs þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot árið 2014. Málinu var vísað til barnaverndarnefndar. Fagráðinu bárust einnig þrjú erindi 2014 þar sem óskað var eftir ráðgjöf, hvar eitt erindið var frá fyrra ári. Þetta kemur fram í árbók þjóðkirkjunnar fyrir árið 2014 til 2015.

Þar kemur einnig fram að eitt af erindunum var ósk um ráðgjöf vegna fyrirspurna fjölmiðla um mál sem starfsmaður kirkju hafði komið að sem stuðningsaðili þolenda. Í öðru tilviki óskaði biskup aðkomu fagráðs vegna erindis sem varðaði gamalt heimilisofbeldismál. Gerandi í því tilviki hafði gegnt ábyrgðarhlutverki innan kirkjunnar. 

Þriðja tilvikið varðaði fyrirspurn um útlán kirkju og samstarf safnaðar við utanaðkomandi aðila um tónleikahald, eftir að upp kom að einn forsvarsmanna tónleikanna hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. 

Auglýsing

Fimm tilkynningar um kynferðisbrot 2013

Fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota var stofnað árið 1998. Næstu 11 ár eftir það bárust einungis þrjár tilkynningar. Þegar umræðan um kynferðisbrot innan kirkjunnar komst í hámæli 2010 komu tíu tilkynningar inn á borð fagráðsins. Tilkynnt var um fjóra starfsmenn kirkjunnar 2011 og tvo 2012.

Árið 2013 bárust fagráðinu fimm erindi sem vörðuðu kynferðisbrot. Einu málinu var vísað til barnaverndarnefndar, þremur var lokið á árinu og eitt var einn í vinnslu við lok ársins og er það málið sem vísað er í árið 2014. Tvö málanna voru ásökun um kynferðisbrot af hendi einstaklinga í þjónustu kirkjunnar. Þá barst einnig eitt erindi þar sem sóknarprestur og sóknarnefndarformaður báðu fagráðið um að fara yfir verklag sem þau höfðu viðhaft í kjölfar ábendingar um að dæmdur kynferðisbrotamaður starfaði innan safnaðarins. Þetta kemur fram í árbók kirkjunnar fyrir árin 2013 til 2014

Ekki var hægt að nálgast upplýsingar fyrir árið 2015 fyrr en árbók kirkjunnar verður gefin út í haust. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur tók við sem formaður fagráðsins síðasta sumar af Gunnari Rúnari Matthíassyni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None