Umboðsmaður Alþingis skoðar meint vanhæfi Árna Sigfússonar

Kvörtun vegna úthlutunar úr Orkusjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar er til meðhöndlunar hjá umboðsmanni Alþingis. Kvörtunin er vegna þess að formaður nefndar sem ákveður styrkina er bróðir forstjóra miðstöðvarinnar. Það stangast mögulega á við stjórnsýslulög.

Árni Sigfússon
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis er með kvörtun fyr­ir­tæk­is­ins Valorku vegna ­styrk­veit­ingar Orku­sjóðs til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands í fyrra­haust til með­höndl­un­ar­. Valorka sendi upp­haf­lega kvörtun til iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins vegna ­styrk­veit­ing­ar­innar þann 24. sept­em­ber 2015 og í fram­hald­inu sendi fyr­ir­tæk­ið kvörtun til umboðs­manns Alþing­is.

Frétta­blað­ið ­greindi frá því í okt­o­ber 2015 að mið­stöðin hefði fengið fjórð­ung þeirra ­styrkja sem Orku­sjóður hafði nýverið úthlutað til alls ell­efu verk­efna í fyrra haust. Í umfjöllun blaðs­ins kom fram að for­maður nefnd­ar­innar sem velur hverjir fá styrki, Árni Sig­fús­son, er bróðir for­stjóra Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Þor­steins Inga Sig­fús­son­ar. Árni vék ekki sæti þegar fjallað var um styrk­veit­ing­una. Árn­i ­kall­aði umfjöllun Frétta­blaðs­ins „ljótan leik“ í sam­tali við Stund­ina. Hann hafn­aði því að eitt­hvað væri athuga­vert við úthlut­un­ina, enda væri hún til­ ­rík­is­stofn­un­ar, ekki per­sónu­lega til bróður hans.

Valdi­mar Öss­ur­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Valorku, sem sótt­i einnig um styrk til Orku­sjóðs en fékk ekki, taldi styrk­veit­ing­una ólög­mæta eins og að henni var stað­ið. Ástæðan væri sú að Árni og Þor­steinn Ingi væru bræður og þar með væri Árni van­hæfur til að veita styrk til­ Ný­sköp­un­ar­mið­stöðv­ar. Slík veit­ing stang­ist á við 2. kafla stjórn­sýslu­laga og hljóti því að dæm­ast ómerk, að mati Valdi­mars.

Auglýsing

Í 2. kafla stjórn­sýslu­laga segir að ­nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hefur verið mak­i að­ila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist ­fyr­ir­svars­manni eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess teljast ­nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru ­fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans í efa með rétt­u“.

Iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­ið svar­aði erindi Valorku með bréfi sem sent var til fyr­ir­tæk­is­ins 14. októ­ber 2015. ­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu sendi Valorka í fram­hald­inu kvörtun til umboðs­manns Alþingis sem sendi í kjöl­farið bréf til­ ráðu­neyt­is­ins með nokkrum spurn­ingum um mál­ið. Bréf umboðs­manns var sent 3. Nóv­em­ber 2015 og því svarað þann 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Að sögn ráðu­neyt­is­ins er ­málið enn í með­höndlun hjá emb­ætti umboðs­manns Alþing­is. 

Breyt­ingar gerðar á lögum um Orku­sjóð í árs­lok 2014

Orku­sjóður er í eigu rík­is­ins og er hlut­verk hans að stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu orku­linda lands­ins með styrkjum eða lán­um, einkum til aðgerða sem miða að því að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Yfir­um­sjón og ábyrgð með sjóðnum er hjá iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra.

Í des­em­ber 2014 sam­þykkti Alþingi að gera breyt­ingar á lögum um Orku­sjóð. Í þeim breyt­ingum fólst meðal ann­ars að Orku­ráð var lagt niður en í stað þess á iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að skipta þriggja manna ráð­gjafa­nefnd til fjög­urra ára sem hefur það hlut­verk að gera til­lögur til ráð­herra um lán­veit­ingar og ein­stakar greiðslur úr Orku­sjóði sam­kvæmt fjár­hags- og greiðslu­á­ætlun sjóðs­ins.

Laga­breyt­ingin tók gildi 1. jan­úar 2015 og í byrjun þess árs skip­aði Ragn­heiður Elín Árna­dóttir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, þrjá ein­stak­linga í ráð­gjafa­nefnd­ina. Þeir eru Árni Sig­fús­son, Franz Viðar Árna­son og Halla Hrund Loga­dótt­ir.

Árni var auk þess skip­aður for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Árni er vel­þekktur úr íslensku stjórn­mála­lífi. Hann var borg­ar­full­trúi í Reykja­vík fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í þrettán ár á níunda og tíunda ára­tugnum og var borga­stjóri höf­uð­borg­ar­innar í nokkra mán­uði árið 1994. Árn­i varð síðar bæj­ar­stjóri í Reykja­nesbæ í tólf ár fyrir hönd Sjálf­stæð­is­flokks­ins, frá árinu 2002 og fram að síð­ustu kosn­ing­um, vorið 2014, þegar flokkur hans tap­aði miklu fylgi og missti völdin í sveita­fé­lag­inu. Árni situr enn sem óbreyttur aðal­full­trúi í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar og er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar. Starf bæj­ar­full­trúa er hluta­starf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komið til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None