Nítján prósent þeirra sem sóttu um vernd eru börn. Fimm voru fylgdarlaus ungmenni.
Nítján prósent þeirra sem sóttu um vernd eru börn. Fimm voru fylgdarlaus ungmenni.
Auglýsing

Marg­falt fleiri sóttu um alþjóð­lega vernd á Íslandi á fyrri helm­ingi þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. 274 ein­stak­lingar sóttu um vernd í ár, sam­an­borið við 86 ein­stak­linga á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Útlend­inga­stofn­un. Umsækj­endum um vernd fór að fjölga veru­lega í ágúst í fyrra, og sú þróun hefur haldið áfram. Útlend­inga­stofnun gerir ráð fyrir að á bil­inu 600 til 1000 ein­stak­lingar muni óska verndar á þessu ári. 

Flestir frá Balkanskaga 

Stór hluti þeirra sem sóttu um vernd hér­lendis er sem fyrr fólk frá ríkjum Balkanskag­ans. Stærsti hóp­ur­inn eru Alb­an­ir, en 69 Alb­anir sóttu um vernd á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Næst­fjöl­menn­asti hóp­ur­inn eru Makedón­ar, 35 sóttu um vernd. Sam­tals komu 43% umsækj­end­anna frá Balkanskag­an­um. 

25 ein­stak­lingar frá Írak sóttu hér um vernd, 19 frá Sýr­landi og 12 frá Palest­ínu. Ell­efu komu frá Níger­íu, átta frá Íran og sjö frá Afganist­an. 

Auglýsing

53 af 310 fengu vernd á Íslandi

310 mál umsækj­enda um vernd voru afgreidd á fyrri hluta árs­ins, sem eru næstum jafn­mörg mál og voru afgreidd allt árið í fyrra. Af þessum 310 málum var um helm­ing­ur, eða 159 mál, tek­inn til efn­is­legrar með­ferð­ar. 

Af þessum 159 var 106 synjað en 53 ein­stak­lingar fengu vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum hér á landi. Sautján ein­stak­lingar frá Írak fengu vernd hér, tíu frá Íran og níu frá Sýr­landi. Fimm Afg­anir fengu vernd á Íslandi. Af þeim sem var synjað um vernd hér­lendis voru 60 Alb­anir og 21 frá Makedón­íu. Fjórum Kósóvó-­búum og fjórum Serbum var neitað um vernd, sem og þremur Úkra­ínu­mönn­um. Ein­stak­lingum frá Tyrk­landi, Níger­íu, Marokkó, Króa­tíu, Íran og Afganistan var neitað um vernd á Íslandi, sem og einum rík­is­fangs­lausum ein­stak­ling­i. 

Þá vekur athygli að tveimur Banda­ríkja­mönn­um, tveimur Kanda­mönnum og einum Breta var synjað um vernd hér á land­i. 

103 vísað burt á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar

103 ein­stak­lingum var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, þannig að Evr­ópu­ríki sem þeir komu til áður en til Íslands var komið taki mál þeirra fyr­ir. Fjórtán ein­stak­lingar höfðu fengið vernd í öðru ríki og 34 drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu. 

Stærsti hóp­ur­inn sem var sendur til ann­ars Evr­ópu­ríkis á grund­velli reglu­gerð­ar­innar voru Írakar, 20 tals­ins. Sextán Alb­anir voru sendir úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og fimmtán Afg­an­ir. Fjórtán Gana-­búar voru sendir burt á þessum grund­velli og níu Níger­íu­menn. Sex Íranir voru á meðal þeirra sem voru sendir til ann­arra Evr­ópu­ríkja á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. 

Miklu fleiri karlar en kon­ur 

Miklu fleiri karlar en konu sótt­ust eftir vernd. 75% umsækj­enda voru karlar og 25% kon­ur. Í fjöl­menn­asta hópn­um, meðal Albana, voru 46 karlar og 13 kon­ur. Þá sóttu 20 karlar frá Írak um vernd en tvær kon­ur, og tólf karlar frá Sýr­landi en þrjár kon­ur. 

Þá voru 81% umsækj­enda full­orðnir en 19% börn. Fimm fylgd­ar­laus ung­menni sóttu um vernd á fyrri helm­ingi árs­ins. 

Kæru­nefnd útlend­inga­mála kvað upp 148 úrskurði á fyrri hluta árs­ins og var í 82-83% til­vika sam­mála ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­unar og stað­festi þær. 82% til­vika þar sem mál voru afgreidd á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 83%  þegar mál höfðu verið tekin til efn­is­með­ferð­ar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None