Nítján prósent þeirra sem sóttu um vernd eru börn. Fimm voru fylgdarlaus ungmenni.
Nítján prósent þeirra sem sóttu um vernd eru börn. Fimm voru fylgdarlaus ungmenni.
Auglýsing

Marg­falt fleiri sóttu um alþjóð­lega vernd á Íslandi á fyrri helm­ingi þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. 274 ein­stak­lingar sóttu um vernd í ár, sam­an­borið við 86 ein­stak­linga á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Útlend­inga­stofn­un. Umsækj­endum um vernd fór að fjölga veru­lega í ágúst í fyrra, og sú þróun hefur haldið áfram. Útlend­inga­stofnun gerir ráð fyrir að á bil­inu 600 til 1000 ein­stak­lingar muni óska verndar á þessu ári. 

Flestir frá Balkanskaga 

Stór hluti þeirra sem sóttu um vernd hér­lendis er sem fyrr fólk frá ríkjum Balkanskag­ans. Stærsti hóp­ur­inn eru Alb­an­ir, en 69 Alb­anir sóttu um vernd á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Næst­fjöl­menn­asti hóp­ur­inn eru Makedón­ar, 35 sóttu um vernd. Sam­tals komu 43% umsækj­end­anna frá Balkanskag­an­um. 

25 ein­stak­lingar frá Írak sóttu hér um vernd, 19 frá Sýr­landi og 12 frá Palest­ínu. Ell­efu komu frá Níger­íu, átta frá Íran og sjö frá Afganist­an. 

Auglýsing

53 af 310 fengu vernd á Íslandi

310 mál umsækj­enda um vernd voru afgreidd á fyrri hluta árs­ins, sem eru næstum jafn­mörg mál og voru afgreidd allt árið í fyrra. Af þessum 310 málum var um helm­ing­ur, eða 159 mál, tek­inn til efn­is­legrar með­ferð­ar. 

Af þessum 159 var 106 synjað en 53 ein­stak­lingar fengu vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum hér á landi. Sautján ein­stak­lingar frá Írak fengu vernd hér, tíu frá Íran og níu frá Sýr­landi. Fimm Afg­anir fengu vernd á Íslandi. Af þeim sem var synjað um vernd hér­lendis voru 60 Alb­anir og 21 frá Makedón­íu. Fjórum Kósóvó-­búum og fjórum Serbum var neitað um vernd, sem og þremur Úkra­ínu­mönn­um. Ein­stak­lingum frá Tyrk­landi, Níger­íu, Marokkó, Króa­tíu, Íran og Afganistan var neitað um vernd á Íslandi, sem og einum rík­is­fangs­lausum ein­stak­ling­i. 

Þá vekur athygli að tveimur Banda­ríkja­mönn­um, tveimur Kanda­mönnum og einum Breta var synjað um vernd hér á land­i. 

103 vísað burt á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar

103 ein­stak­lingum var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, þannig að Evr­ópu­ríki sem þeir komu til áður en til Íslands var komið taki mál þeirra fyr­ir. Fjórtán ein­stak­lingar höfðu fengið vernd í öðru ríki og 34 drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu. 

Stærsti hóp­ur­inn sem var sendur til ann­ars Evr­ópu­ríkis á grund­velli reglu­gerð­ar­innar voru Írakar, 20 tals­ins. Sextán Alb­anir voru sendir úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og fimmtán Afg­an­ir. Fjórtán Gana-­búar voru sendir burt á þessum grund­velli og níu Níger­íu­menn. Sex Íranir voru á meðal þeirra sem voru sendir til ann­arra Evr­ópu­ríkja á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. 

Miklu fleiri karlar en kon­ur 

Miklu fleiri karlar en konu sótt­ust eftir vernd. 75% umsækj­enda voru karlar og 25% kon­ur. Í fjöl­menn­asta hópn­um, meðal Albana, voru 46 karlar og 13 kon­ur. Þá sóttu 20 karlar frá Írak um vernd en tvær kon­ur, og tólf karlar frá Sýr­landi en þrjár kon­ur. 

Þá voru 81% umsækj­enda full­orðnir en 19% börn. Fimm fylgd­ar­laus ung­menni sóttu um vernd á fyrri helm­ingi árs­ins. 

Kæru­nefnd útlend­inga­mála kvað upp 148 úrskurði á fyrri hluta árs­ins og var í 82-83% til­vika sam­mála ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­unar og stað­festi þær. 82% til­vika þar sem mál voru afgreidd á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 83%  þegar mál höfðu verið tekin til efn­is­með­ferð­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None