Nítján prósent þeirra sem sóttu um vernd eru börn. Fimm voru fylgdarlaus ungmenni.
Nítján prósent þeirra sem sóttu um vernd eru börn. Fimm voru fylgdarlaus ungmenni.
Auglýsing

Marg­falt fleiri sóttu um alþjóð­lega vernd á Íslandi á fyrri helm­ingi þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. 274 ein­stak­lingar sóttu um vernd í ár, sam­an­borið við 86 ein­stak­linga á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Útlend­inga­stofn­un. Umsækj­endum um vernd fór að fjölga veru­lega í ágúst í fyrra, og sú þróun hefur haldið áfram. Útlend­inga­stofnun gerir ráð fyrir að á bil­inu 600 til 1000 ein­stak­lingar muni óska verndar á þessu ári. 

Flestir frá Balkanskaga 

Stór hluti þeirra sem sóttu um vernd hér­lendis er sem fyrr fólk frá ríkjum Balkanskag­ans. Stærsti hóp­ur­inn eru Alb­an­ir, en 69 Alb­anir sóttu um vernd á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Næst­fjöl­menn­asti hóp­ur­inn eru Makedón­ar, 35 sóttu um vernd. Sam­tals komu 43% umsækj­end­anna frá Balkanskag­an­um. 

25 ein­stak­lingar frá Írak sóttu hér um vernd, 19 frá Sýr­landi og 12 frá Palest­ínu. Ell­efu komu frá Níger­íu, átta frá Íran og sjö frá Afganist­an. 

Auglýsing

53 af 310 fengu vernd á Íslandi

310 mál umsækj­enda um vernd voru afgreidd á fyrri hluta árs­ins, sem eru næstum jafn­mörg mál og voru afgreidd allt árið í fyrra. Af þessum 310 málum var um helm­ing­ur, eða 159 mál, tek­inn til efn­is­legrar með­ferð­ar. 

Af þessum 159 var 106 synjað en 53 ein­stak­lingar fengu vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum hér á landi. Sautján ein­stak­lingar frá Írak fengu vernd hér, tíu frá Íran og níu frá Sýr­landi. Fimm Afg­anir fengu vernd á Íslandi. Af þeim sem var synjað um vernd hér­lendis voru 60 Alb­anir og 21 frá Makedón­íu. Fjórum Kósóvó-­búum og fjórum Serbum var neitað um vernd, sem og þremur Úkra­ínu­mönn­um. Ein­stak­lingum frá Tyrk­landi, Níger­íu, Marokkó, Króa­tíu, Íran og Afganistan var neitað um vernd á Íslandi, sem og einum rík­is­fangs­lausum ein­stak­ling­i. 

Þá vekur athygli að tveimur Banda­ríkja­mönn­um, tveimur Kanda­mönnum og einum Breta var synjað um vernd hér á land­i. 

103 vísað burt á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar

103 ein­stak­lingum var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, þannig að Evr­ópu­ríki sem þeir komu til áður en til Íslands var komið taki mál þeirra fyr­ir. Fjórtán ein­stak­lingar höfðu fengið vernd í öðru ríki og 34 drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu. 

Stærsti hóp­ur­inn sem var sendur til ann­ars Evr­ópu­ríkis á grund­velli reglu­gerð­ar­innar voru Írakar, 20 tals­ins. Sextán Alb­anir voru sendir úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og fimmtán Afg­an­ir. Fjórtán Gana-­búar voru sendir burt á þessum grund­velli og níu Níger­íu­menn. Sex Íranir voru á meðal þeirra sem voru sendir til ann­arra Evr­ópu­ríkja á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. 

Miklu fleiri karlar en kon­ur 

Miklu fleiri karlar en konu sótt­ust eftir vernd. 75% umsækj­enda voru karlar og 25% kon­ur. Í fjöl­menn­asta hópn­um, meðal Albana, voru 46 karlar og 13 kon­ur. Þá sóttu 20 karlar frá Írak um vernd en tvær kon­ur, og tólf karlar frá Sýr­landi en þrjár kon­ur. 

Þá voru 81% umsækj­enda full­orðnir en 19% börn. Fimm fylgd­ar­laus ung­menni sóttu um vernd á fyrri helm­ingi árs­ins. 

Kæru­nefnd útlend­inga­mála kvað upp 148 úrskurði á fyrri hluta árs­ins og var í 82-83% til­vika sam­mála ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­unar og stað­festi þær. 82% til­vika þar sem mál voru afgreidd á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 83%  þegar mál höfðu verið tekin til efn­is­með­ferð­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None