Örvæntingarfullir repúblikanar reyna að stöðva Trump

Donald Trump
Auglýsing

Hópur banda­rískra repúblik­ana reynir nú í örvænt­ingu að koma í veg fyrir að Don­ald Trump verði fram­bjóð­andi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber.

Í dag og á morgun verða haldnir fundir í und­ir­bún­ings­nefnd­inni sem ákveður starfs­reglur flokks­þings repúblik­ana sem hefst á mánu­dag. Þótt fátt virð­ist geta komið í veg fyrir að Don­ald Trump verði fram­bjóð­andi flokks­ins í bar­átt­unni um Hvíta húsið eru margir repúblikanar mjög ósáttir við fram­boð hans. Þeir mega vart til þess hugsa að Trump geti hugs­an­lega orðið næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Don­ald Trump hef­ur, í for­kosn­ingum flokks­ins, tryggt sér stuðn­ing 2472 kjör­manna á flokks­þing­inu, sam­kvæmt núgild­andi regl­um. Það eru þessar reglur sem örvænt­ing­ar­fullir full­trúar í und­ir­bún­ings­nefnd flokks­þings­ins vilja breyta á þann veg að kjör­menn­irnir verði ekki bundnir af nið­ur­stöðum for­kosn­ing­anna. Slík breyt­ing hefði í för með sér að full­trúar á flokks­þing­inu gætu valið annan ein­stak­ling sem fram­bjóð­anda flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum í haust. 

Auglýsing

Þótt þetta hljómi kannski ekki bein­línis lýð­ræð­is­lega og slík atburða­rás þyki ef til vill eiga betur heima í sjón­varps­þáttum á borð við „House of Cards“ (Spila­borg) er rétt að hafa í huga að Repúblikana­flokk­ur­inn er í raun félag. Það þýðir að félags­menn geta bæði sett, og breytt reglum félags­ins. Þess vegna væri það ekki ólög­legt þótt regl­unum um val for­seta­fram­bjóð­anda yrði breytt á flokks­þing­in­u. 

Þeir sem berj­ast gegn fram­boði Don­ald Trump hafa með sér sam­tök „Free the Del­egates“ og einn félagi í sam­tök­unum höfð­aði mál til að láta á það reyna hvort hann væri bund­inn af úrslitum for­kosn­ing­anna. Nið­ur­staða dóm­ar­ans var að þessi félagi, sem er í hópi kjör­manna, væri ekki bund­inn af for­kosn­ing­unum þegar að því kemur að flokks­þingið útnefni for­seta­fram­bjóð­anda. 

Í áður­nefndri und­ir­bún­ings­nefnd sitja 112 full­trú­ar. Ekki er talið lík­legt að meiri­hluti nefnd­ar­manna styðji breyt­ingar á starfs­reglum flokks­þings­ins. En, ef fjórð­ungur nefnd­ar­manna, tutt­ugu og átta, styðja slíkar breyt­ingar hefði það í för með sér að allir full­trúar á flokks­þing­inu yrðu að kjósa um það hvort regl­unum skuli breytt. Ef  slík breyt­ing yrði sam­þykkt á flokks­þing­inu gætu full­trú­arnir kosið annan ein­stak­ling sem fram­bjóð­anda flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um.

Stuðn­ings­menn Don­ald Trump reyna hvað þeir geta að sjá til þess að þessar hug­myndir um breyt­ingar á kosn­inga­regl­unum verði ekki að veru­leika. Þeir segja að ef full­trúar á flokks­þing­inu snúi baki við Don­ald Trump myndi það kljúfa Repúblikana­flokk­inn. Banda­rískir fjöl­miðlar segja að ef svo færi að Don­ald Trump yrði ekki fram­bjóð­andi repúblik­ana jafn­gilti það því að kjarn­orku­sprengju hefði verið varpað á flokk­inn, sem myndi sundr­ast. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None