Örvæntingarfullir repúblikanar reyna að stöðva Trump

Donald Trump
Auglýsing

Hópur banda­rískra repúblik­ana reynir nú í örvænt­ingu að koma í veg fyrir að Don­ald Trump verði fram­bjóð­andi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber.

Í dag og á morgun verða haldnir fundir í und­ir­bún­ings­nefnd­inni sem ákveður starfs­reglur flokks­þings repúblik­ana sem hefst á mánu­dag. Þótt fátt virð­ist geta komið í veg fyrir að Don­ald Trump verði fram­bjóð­andi flokks­ins í bar­átt­unni um Hvíta húsið eru margir repúblikanar mjög ósáttir við fram­boð hans. Þeir mega vart til þess hugsa að Trump geti hugs­an­lega orðið næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Don­ald Trump hef­ur, í for­kosn­ingum flokks­ins, tryggt sér stuðn­ing 2472 kjör­manna á flokks­þing­inu, sam­kvæmt núgild­andi regl­um. Það eru þessar reglur sem örvænt­ing­ar­fullir full­trúar í und­ir­bún­ings­nefnd flokks­þings­ins vilja breyta á þann veg að kjör­menn­irnir verði ekki bundnir af nið­ur­stöðum for­kosn­ing­anna. Slík breyt­ing hefði í för með sér að full­trúar á flokks­þing­inu gætu valið annan ein­stak­ling sem fram­bjóð­anda flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum í haust. 

Auglýsing

Þótt þetta hljómi kannski ekki bein­línis lýð­ræð­is­lega og slík atburða­rás þyki ef til vill eiga betur heima í sjón­varps­þáttum á borð við „House of Cards“ (Spila­borg) er rétt að hafa í huga að Repúblikana­flokk­ur­inn er í raun félag. Það þýðir að félags­menn geta bæði sett, og breytt reglum félags­ins. Þess vegna væri það ekki ólög­legt þótt regl­unum um val for­seta­fram­bjóð­anda yrði breytt á flokks­þing­in­u. 

Þeir sem berj­ast gegn fram­boði Don­ald Trump hafa með sér sam­tök „Free the Del­egates“ og einn félagi í sam­tök­unum höfð­aði mál til að láta á það reyna hvort hann væri bund­inn af úrslitum for­kosn­ing­anna. Nið­ur­staða dóm­ar­ans var að þessi félagi, sem er í hópi kjör­manna, væri ekki bund­inn af for­kosn­ing­unum þegar að því kemur að flokks­þingið útnefni for­seta­fram­bjóð­anda. 

Í áður­nefndri und­ir­bún­ings­nefnd sitja 112 full­trú­ar. Ekki er talið lík­legt að meiri­hluti nefnd­ar­manna styðji breyt­ingar á starfs­reglum flokks­þings­ins. En, ef fjórð­ungur nefnd­ar­manna, tutt­ugu og átta, styðja slíkar breyt­ingar hefði það í för með sér að allir full­trúar á flokks­þing­inu yrðu að kjósa um það hvort regl­unum skuli breytt. Ef  slík breyt­ing yrði sam­þykkt á flokks­þing­inu gætu full­trú­arnir kosið annan ein­stak­ling sem fram­bjóð­anda flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um.

Stuðn­ings­menn Don­ald Trump reyna hvað þeir geta að sjá til þess að þessar hug­myndir um breyt­ingar á kosn­inga­regl­unum verði ekki að veru­leika. Þeir segja að ef full­trúar á flokks­þing­inu snúi baki við Don­ald Trump myndi það kljúfa Repúblikana­flokk­inn. Banda­rískir fjöl­miðlar segja að ef svo færi að Don­ald Trump yrði ekki fram­bjóð­andi repúblik­ana jafn­gilti það því að kjarn­orku­sprengju hefði verið varpað á flokk­inn, sem myndi sundr­ast. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None