Kristinn Dagur segist ekki vera puntdúkka - Segir fjölmiðamenn hafa atað sig auri

rúv
Auglýsing

Krist­inn Dagur Giss­ur­ar­son, sem situr í stjórn RÚV fyrir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins, stendur við ummæli sín um dag­skrár­stefnu og -fólk RÚV sem hann lét falla í við­tali við Útvarp Sögu þann 3. mars síð­ast­lið­inn. Mál­flutn­ingur hans í við­tal­inu hafi verið hóf­stillt­ur. Hann segir að fáeinir fjöl­miðla­menn hafi kosið að ata sig auri með dylgjum og ill­mælgi í sinn garð. Það sé undr­un­ar­efni og segi meira um þá en sig.  Krist­inn Dagur seg­ist enn fremur ekki vera nein punt­dúkka sem sitji í stjórn RÚV til að þiggja stjórn­ar­laun, heldur beri honum að hafa hag RÚV að leið­ar­ljósi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu sem Krist­inn Dagur sendi frá sér í dag. 

 Í við­tal­inu við Útvarp Sögu kom Krist­inn Dagur því á fram­færi að honum hugn­að­ist ekki að „klám­sýn­ing“ eins og atriði Reykja­vík­ur­dætra í sjón­varps­þætti Gísla Mart­eins Bald­urs­sonar á föstu­dags­kvöld, að atriðið ætti ekki heima á rík­is­fjöl­miðli, að það væri með ein­dæmum að það hefði verið sýnt og að Gísli Mart­einn hefði farið „út af spor­inu“ með því að gera það. Þá sagði Krist­inn  Dagur það skrýtið að fjöl­miðla­menn opin­ber­uðu skoð­anir sínar á póli­tískum mál­efnum sam­hliða því að þeir störf­uðu við fjöl­miðl­un. Að hans mati ættu starfs­menn sem „eru að vinna á fjöl­miðli, tala nú ekki rík­is­fjöl­miðli[...]að gæta sín aðeins“.

Auglýsing

Krist­inn Dagur sagði einnig að stjórn RÚV gæti ekki dregið Gísla Mart­ein til ábyrgðar fyrir að sýna tón­list­ar­at­riði með ögrandi boð­skap, eða fyrir að hafa póli­tískar skoð­an­ir, en að hún gæti nátt­úru­lega „rekið útvarps­stjór­ann“.

Yfir­lýs­ingu hans er hægt að lesa í heild sinni hér að neð­an:

Vegna frétta­flutn­ings í fjöl­miðlum um mál­efni RUV þar sem ­til­efnið er við­tal við mig  á Útvarpi ­Sögu, þann 3. mar­s,  og í því sam­band­i vitnað í fés­bók­ar­færslu, 4. mars, Sig­mars Guð­mund­son­ar, dag­skrár­gerð­ar­manns hjá RUV, óska ég að eft­ir­far­andi komi fram og verði birt.

Ég, und­ir­rit­að­ur, er ekki ein­hver puntu­dúkka sem sit í stjórn­ RUV til þess eins að þiggja stjórn­ar­laun sem nema um 80 þús­undum króna á mán­uði, fyrir skatta. Mér ber að hafa hag RUV að leið­ar­ljósi og vinna eft­ir lögum um Rík­is­út­varpið ohf. Það að ég hafi á hóf­stilltan hátt rætt í þessu við­tali ýmis­legt sem ég teldi ekki sam­rým­ast dag­skrár­stefnu Rík­is­út­varps­ins og ­gildum þess, - hafi orðið til þess að fáeinir „fjöl­miðla­menn“ kjósa að ata mig auri og vera með dylgjur og ill­mælgi í minn garð er undr­un­ar­efni og segir meira um þá en mig. Tek skýrt fram að þetta á ekki við um allar fréttir af mál­in­u. Hvað varðar fés­bók­ar­færslu Sig­mars Guð­mund­son­ar, dag­skrár­gerð­ar­manns hjá RUV, hef ég svarað henni á þeim hinum sama vett­vangi.

En til þess að eng­inn velk­ist í vafa um afstöðu mína til RUV læt ég hér fylgja með nið­ur­lag greinar sem ég rit­aði síð­ast­liðið haust og birt­ist í Frétta­blað­inu 12. nóv­em­ber 2015. Ég stend við hvert orð sem þar er að f­inna.

RÚV er í þágu okkar allra. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur ætíð staðið vörð um þessa menn­ing­ar­stofnun sem hef­ur ­fylgt okkur lengi og meg­in­þorri þjóð­ar­innar vill hafa við hlið sér. Mik­ill ­mannauður og ómet­an­leg menn­ing­ar­verð­mæti eru fólgin í RÚV. Þekk­ing, reynsla og hæfi­leikar starfs­manna RÚV er gnægt­ar­brunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Und­ir­rit­aður mun sem stoltur fram­sókn­ar­maður og stjórn­ar­maður í RÚV beita sér­, hér eftir sem hingað til, fyrir öfl­ugum og hlut­lægum fjöl­miðli í almanna­eig­u.”

 

Krist­inn ­Dagur Giss­ur­ar­son, stjórn­ar­maður í RUV ohf.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None