Helmingur komufluga WOW Air of sein

Helmingur komufluga WOW Air voru of sein í febrúar. Meðalseinkun var tæpur hálftími. Icelandair er stundvísasta félagið. Keflavíkurflugvöllur lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun.

Keflavíkurflugvöllur lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun og deildi sætinu meðal annars með Heathrow og Kaupmannahafnarflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun og deildi sætinu meðal annars með Heathrow og Kaupmannahafnarflugvelli.
Auglýsing

Helm­ingur komufluga hjá WOW Air kemur of seint, sam­kvæmt nýjum tölum frá Dohop. Icelandair er stund­vís­asta flug­fé­lagið í febr­ú­ar, en nokkrar breyt­ingar urðu á milli mán­aða. EasyJet, sem var stund­vís­asta flug­fé­lagið í jan­úar 2016, er nú óstund­vís­ast þegar kemur að brott­förum úr Kefla­vík, en er aftur á móti stund­vís­ast við lend­ing­ar. 

Icelandair stund­vís­ast heilt yfir

WOW Air kemur ekki vel út úr könnun Dohop, en helm­ingur komufluga fyr­ir­tæk­is­ins eru sein og er með­alseinkun tæpur hálf­tími, eða um 26 mín­út­ur. Þegar allt flug er skoðað eru 60 pró­sent véla WOW Air á réttum tíma. 

Tæp 80 pró­sent brott­fara hjá Icelandair eru á réttum tíma, tæp 70 pró­sent hjá WOW Air og rúm 65 pró­sent hjá EasyJet. 70 pró­sent lend­inga Icelandair er á réttum tíma og 80 pró­sent hjá EasyJet. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Dohop segir að þegar allt flug í febr­úar er skoðað sést að Icelandair er stund­vís­asta flug­fé­lagið og aðeins munar tveimur pró­sentum á Icelandair og EasyJet. Þó munar heilum 15 pró­sent á stund­vísi Icelandair og WOW Air. 

Ánægja með Leifs­stöð þrátt fyrir fram­kvæmd­ir 

Þó að hlut­fall óstund­vísra véla sé nokkuð hátt þegar á heild­ina er litið virð­ist það ekki koma mikið að sök því Kefla­vík­ur­flug­völlur lenti í þriðja sæti í alþjóð­legri þjón­ustukönnun fyrir árið 2015 sem gerð er á vegum alþjóða­sam­taka flug­valla, ACI. Í til­kynn­ingu frá Isa­via, sem send var fjöl­miðlum í morg­un, kemur fram að Kaupa­manna­hafn­ar­flug­völl­ur, Heat­hrow í London, flug­völl­ur­inn í Porto og Vín­ar­flug­völlur deila þriðja sæt­inu með Kefla­vík­ur­velli. Í fyrsta sæti voru þrír flug­vellir jafn­ir, Sher­em­etyevo flug­völlur í Moskvu, Pul­kovo flug­völlur í Pét­urs­borg og Sochi flug­völl­ur. 

Haft er eftir Birni Óla Hauks­syni, for­stjóra Isa­via, í til­kynn­ing­unni að árið 2015 hafi verið stærsta ár í sögu flug­vall­ar­ins og háanna­tímar sum­ars­ins hafi á stundum verið erf­iðir fyrir far­þega og starfs­fólk vegna mik­ils far­þega­fjölda og yfir­stand­andi fram­kvæmda. Gert er ráð fyrir 37 pró­sent fleiri far­þegum í ár en fóru um flug­völl­inn í fyrra. Því séu nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sér­stak­lega ánægju­leg­ar. 

Í könn­un­inni eru far­þegar spurðir um sína upp­lifun af þjón­ustu flug­vall­ar­ins og gefa ein­kunn í fjöl­mörgum flokk­um. Könn­unin nær yfir alla þætti ferð­ar­innar um flug­völl­inn, hvort sem er inn­rit­un, örygg­is­leit, þjón­usta í versl­unum og veit­inga­stöð­um, vega­bréfa­eft­ir­lit, toll­skoðun og aðra þjón­ustu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None