Helmingur komufluga WOW Air of sein

Helmingur komufluga WOW Air voru of sein í febrúar. Meðalseinkun var tæpur hálftími. Icelandair er stundvísasta félagið. Keflavíkurflugvöllur lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun.

Keflavíkurflugvöllur lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun og deildi sætinu meðal annars með Heathrow og Kaupmannahafnarflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun og deildi sætinu meðal annars með Heathrow og Kaupmannahafnarflugvelli.
Auglýsing

Helm­ingur komufluga hjá WOW Air kemur of seint, sam­kvæmt nýjum tölum frá Dohop. Icelandair er stund­vís­asta flug­fé­lagið í febr­ú­ar, en nokkrar breyt­ingar urðu á milli mán­aða. EasyJet, sem var stund­vís­asta flug­fé­lagið í jan­úar 2016, er nú óstund­vís­ast þegar kemur að brott­förum úr Kefla­vík, en er aftur á móti stund­vís­ast við lend­ing­ar. 

Icelandair stund­vís­ast heilt yfir

WOW Air kemur ekki vel út úr könnun Dohop, en helm­ingur komufluga fyr­ir­tæk­is­ins eru sein og er með­alseinkun tæpur hálf­tími, eða um 26 mín­út­ur. Þegar allt flug er skoðað eru 60 pró­sent véla WOW Air á réttum tíma. 

Tæp 80 pró­sent brott­fara hjá Icelandair eru á réttum tíma, tæp 70 pró­sent hjá WOW Air og rúm 65 pró­sent hjá EasyJet. 70 pró­sent lend­inga Icelandair er á réttum tíma og 80 pró­sent hjá EasyJet. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Dohop segir að þegar allt flug í febr­úar er skoðað sést að Icelandair er stund­vís­asta flug­fé­lagið og aðeins munar tveimur pró­sentum á Icelandair og EasyJet. Þó munar heilum 15 pró­sent á stund­vísi Icelandair og WOW Air. 

Ánægja með Leifs­stöð þrátt fyrir fram­kvæmd­ir 

Þó að hlut­fall óstund­vísra véla sé nokkuð hátt þegar á heild­ina er litið virð­ist það ekki koma mikið að sök því Kefla­vík­ur­flug­völlur lenti í þriðja sæti í alþjóð­legri þjón­ustukönnun fyrir árið 2015 sem gerð er á vegum alþjóða­sam­taka flug­valla, ACI. Í til­kynn­ingu frá Isa­via, sem send var fjöl­miðlum í morg­un, kemur fram að Kaupa­manna­hafn­ar­flug­völl­ur, Heat­hrow í London, flug­völl­ur­inn í Porto og Vín­ar­flug­völlur deila þriðja sæt­inu með Kefla­vík­ur­velli. Í fyrsta sæti voru þrír flug­vellir jafn­ir, Sher­em­etyevo flug­völlur í Moskvu, Pul­kovo flug­völlur í Pét­urs­borg og Sochi flug­völl­ur. 

Haft er eftir Birni Óla Hauks­syni, for­stjóra Isa­via, í til­kynn­ing­unni að árið 2015 hafi verið stærsta ár í sögu flug­vall­ar­ins og háanna­tímar sum­ars­ins hafi á stundum verið erf­iðir fyrir far­þega og starfs­fólk vegna mik­ils far­þega­fjölda og yfir­stand­andi fram­kvæmda. Gert er ráð fyrir 37 pró­sent fleiri far­þegum í ár en fóru um flug­völl­inn í fyrra. Því séu nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sér­stak­lega ánægju­leg­ar. 

Í könn­un­inni eru far­þegar spurðir um sína upp­lifun af þjón­ustu flug­vall­ar­ins og gefa ein­kunn í fjöl­mörgum flokk­um. Könn­unin nær yfir alla þætti ferð­ar­innar um flug­völl­inn, hvort sem er inn­rit­un, örygg­is­leit, þjón­usta í versl­unum og veit­inga­stöð­um, vega­bréfa­eft­ir­lit, toll­skoðun og aðra þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None