Katrín Jakobsdóttir býður sig ekki fram til forseta

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, mun ekki bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book rétt í þessu. Þar seg­ir:

„Kæru vin­ir!

Fjöl­margir hafa haft sam­band að und­an­förnu og hvatt mig til að bjóða mig fram sem for­seta Íslands. Fólk sem ég þekki vel og fólk sem ég þekki ekk­ert, fólk hvaðanæva af land­inu, fólk af öllum stétt­um, konur og karl­ar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafa birst kann­anir þar sem ein­hverjir virt­ust telja mig heppi­lega í þetta emb­ætti.

Af þessum sökum fannst mér ekki geta annað en hug­leitt málið alvar­lega í nokkra daga. Ég hef líka tekið eftir gagn­rýni frá ein­staka mönnum sem eru dug­legir að tjá sig, virð­ast ótt­ast fram­boð mitt meira en góðu hófi gegnir og ráða ekki almenni­lega við þá hug­mynd að konur taki eigin ákvarð­an­ir.

Það sem stendur hins vegar upp úr eru mörg góð orð frá stórum og fjöl­breyttum hópi fólks sem ég ber virð­ingu fyrir og vil þakka hvatn­ing­una.

Óháð þessum jákvæðu við­brögðum en einnig algjör­lega burt­séð frá þeim nei­kvæðu hef ég hins vegar tekið þá ákvörðun að skipta ekki um skoð­un. Ég mun ekki bjóða mig fram til emb­ættis for­seta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosn­inga­bar­átta þeirra ein­stak­linga sem gefa kost á sér í þetta emb­ætti verði mál­efna­leg og inni­halds­rík og í þetta emb­ætti velj­ist góður þjónn þjóð­ar­innar sem beiti sér fyrir mann­rétt­indum og lýð­ræð­isum­bót­um, vernd nátt­úru og umhverfis og stöðu íslenskrar tung­u."

Auglýsing

Í síð­ustu viku greindi Stundin frá því að Katrín væri að velta fyrir sér að bjóða sig fram til for­seta Íslands, í kjöl­far þess að hún hefði verið að fá áskor­anir um slíkt. Þar sagði einnig að Katrín hefði mælst með mestan stuðn­ing í emb­ætti for­seta Íslands í nýrri skoð­ana­könnun sem MMR gerði fyrir Stund­ina. Alls sögð­ust 37,5 pró­sent svar­enda að þeir teldu að Katrín kæmi til greina sem næsta for­seti Íslands og 23 pró­sent sögð­ust lík­legir til að kjósa hana. Katrín sagði í við­tali við Stund­ina að for­seti ætti að leggja áherslu á umhverf­is­vernd, mann­rétt­indi, menn­ingu og lýð­ræði.

Skoð­ana­könnun Stund­ar­innar sýndi sjö til átta pró­senta stuðn­ing við ýmsa aðra fram­bjóð­end­ur. Þeir eru Davíð Odds­son, Stefán Jón Haf­stein, Sal­vör Nor­dal, Ólafur Jóhann Ólafs­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir og Andri Snær Magna­son. 23 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja Davíð Odds­son, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem næsta for­seta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None