Katrín Jakobsdóttir býður sig ekki fram til forseta

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, mun ekki bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book rétt í þessu. Þar seg­ir:

„Kæru vin­ir!

Fjöl­margir hafa haft sam­band að und­an­förnu og hvatt mig til að bjóða mig fram sem for­seta Íslands. Fólk sem ég þekki vel og fólk sem ég þekki ekk­ert, fólk hvaðanæva af land­inu, fólk af öllum stétt­um, konur og karl­ar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafa birst kann­anir þar sem ein­hverjir virt­ust telja mig heppi­lega í þetta emb­ætti.

Af þessum sökum fannst mér ekki geta annað en hug­leitt málið alvar­lega í nokkra daga. Ég hef líka tekið eftir gagn­rýni frá ein­staka mönnum sem eru dug­legir að tjá sig, virð­ast ótt­ast fram­boð mitt meira en góðu hófi gegnir og ráða ekki almenni­lega við þá hug­mynd að konur taki eigin ákvarð­an­ir.

Það sem stendur hins vegar upp úr eru mörg góð orð frá stórum og fjöl­breyttum hópi fólks sem ég ber virð­ingu fyrir og vil þakka hvatn­ing­una.

Óháð þessum jákvæðu við­brögðum en einnig algjör­lega burt­séð frá þeim nei­kvæðu hef ég hins vegar tekið þá ákvörðun að skipta ekki um skoð­un. Ég mun ekki bjóða mig fram til emb­ættis for­seta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosn­inga­bar­átta þeirra ein­stak­linga sem gefa kost á sér í þetta emb­ætti verði mál­efna­leg og inni­halds­rík og í þetta emb­ætti velj­ist góður þjónn þjóð­ar­innar sem beiti sér fyrir mann­rétt­indum og lýð­ræð­isum­bót­um, vernd nátt­úru og umhverfis og stöðu íslenskrar tung­u."

Auglýsing

Í síð­ustu viku greindi Stundin frá því að Katrín væri að velta fyrir sér að bjóða sig fram til for­seta Íslands, í kjöl­far þess að hún hefði verið að fá áskor­anir um slíkt. Þar sagði einnig að Katrín hefði mælst með mestan stuðn­ing í emb­ætti for­seta Íslands í nýrri skoð­ana­könnun sem MMR gerði fyrir Stund­ina. Alls sögð­ust 37,5 pró­sent svar­enda að þeir teldu að Katrín kæmi til greina sem næsta for­seti Íslands og 23 pró­sent sögð­ust lík­legir til að kjósa hana. Katrín sagði í við­tali við Stund­ina að for­seti ætti að leggja áherslu á umhverf­is­vernd, mann­rétt­indi, menn­ingu og lýð­ræði.

Skoð­ana­könnun Stund­ar­innar sýndi sjö til átta pró­senta stuðn­ing við ýmsa aðra fram­bjóð­end­ur. Þeir eru Davíð Odds­son, Stefán Jón Haf­stein, Sal­vör Nor­dal, Ólafur Jóhann Ólafs­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir og Andri Snær Magna­son. 23 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja Davíð Odds­son, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem næsta for­seta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None