Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri í Toronto, er látinn 46 ára að aldri. Hann lést úr krabbameini sem hann hafði barist við í átján mánuði.
Ford öðlaðist heimsfrægð vegna hegðunar sinnar í starfi, en meðal annars birtust af honum myndbönd þar sem hann sást reykja krakk í vafasömum félagsskap nafngreindra glæpamanna og hóta óþekktum einstaklingi hrottalegu lífláti. Hann bar iðulega fyrir sig ölæði vegna hneykslismála sinna en var samt áfram vinsæll stjórnmálamaður.
Hann var enn borgarstjóri þegar þetta átti sér stað og vildi ekki segja af sér embætti. Hann var hins vegar sviptur flestum skyldum sínum og völdum.
Auglýsing