Dómur fallinn - Ríkið á að láta loka neyðarbrautinni

Ólöf Nordal
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur féllst í dag á kröfur Reykja­vík­ur­borgar um að svo­kall­aðri neyð­ar­braut Reykja­vík­ur­flug­vallar verði lok­að. Sömu­leiðis var inn­an­rík­is­ráð­herra gert að breyta skipu­lagi flug­vall­ar­ins til sam­ræmis við það. 

Í mál­inu krafð­ist Reykja­vík­ur­borg þess að Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, fyrir hönd íslenska rík­is­ins, yrði gert að loka NA/SV-flug­braut (flug­braut 06/24), sem oft er kölluð neyð­ar­braut­in, á Reykja­vík­ur­flug­velli og end­ur­skoða skipu­lags­reglur fyrir völl­inn. Meg­in­á­grein­ingur aðila laut að túlkun og þýð­ingu skjals sem þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Hann Birna Krist­jáns­dótt­ir, og borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Jón Gnarr, und­ir­rit­uðu 25. októ­ber 2013. Reykja­vík­ur­borg taldi að skjalið hafi falið í sér bind­andi lof­orð af hálfu stefnda um að loka umræddri flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vallar . Af hálfu rík­is­ins var því hins vegar hafnað af ýmsum ástæðum að skjalið hafi falið í sér lof­orð af hans hálfu eða skuld­bind­andi samn­ing. 

Nú hefur hér­aðs­dómur Reykja­víkur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að loka eigi braut­inni. Í dóms­orði segir enn fremur að inn­an­rík­is­ráð­herra eigi að end­ur­skoða skipu­lags­reglur til sam­ræmis við þá lok­un. Inn­an­rík­is­ráð­herra hefur 16 vikur frá dóms­upp­kvaðn­ingu til að bregð­ast við nið­ur­stöð­unni, ann­ars þarf ríkið að greiða eina milljón króna á dag í dag­sektir til Reykja­vík­ur.

Auglýsing

Við aðal­með­ferð máls­ins gáfu skýrslu Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Krist­ján Ásgeirs­son arki­tekt, Ingólfur Giss­ur­ar­son, verk­efna­stjóri hjá rétt­ar­gæslu­stefnda og Jón Karl Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs rétt­ar­gæslu­stefnda.

Lokun hefur lengi staðið til

Lokun braut­ar­innar hefur staðið árum sam­an. Árið 2005 und­ir­rit­uðu þá­ver­andi borg­ar­stjóri Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dóttir og þáver­andi sam­göngu­ráð­herra Sturla Böðv­ars­son sam­komu­lag um sam­göngu­mið­stöð sem rísa skyldi í Vatns­mýr­inni. Hún átti að rísa þar sem braut 06/24 er. Árið 2009 und­ir­rit­uðu Krist­ján L. Möll­er, þáver­andi sam­göngu­ráð­herra, og Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi borg­ar­stjóri, sam­komu­lag um að brautin ætti að loka, en þó var sá fyr­ir­vari á því sam­komu­lagi að það myndi rísa sam­göngu­mið­stöð við enda brautar 06/24. 

Í októ­ber 2013 und­ir­rit­aði Hanna Birna, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, og Jón Gnarr, þáver­andi borg­ar­stjóri, sam­þykkt um að ljúka vinnu við end­ur­skoðun á deiliskipu­lagi fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl. Þegar því yrði lokið átti að til­kynna um lokun braut­ar­inn­ar. Í des­em­ber 2013 óskaði inn­an­rík­is­ráðu­neytið eftir því að und­ir­bún­ingur yrði hafin að lokun flug­braut­ar­inn­ar, með þeim fyr­ir­vara að ekk­ert yrði gert fyrr en að Rögnu­nefndin svo­kall­aða myndi skila nið­ur­stöðum sín­um. Skýrslu henn­ar var skilað í fyrra og nið­ur­staða nefnd­ar­innar leysti ekki deilur um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar á nokkurn hátt. Ákvörðun á grund­velli til­lagna hennar liggur enn ekki fyr­ir.

Hanna Birna skuld­batt ríkið

Í dómi hér­aðs­dóms sem féll í dag segir m.a. að á það verði fall­ist með Reykja­vík­ur­borg að þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Hann Birna Krist­jáns­dótt­ir, hafi að lögum skuld­bundið sig, fyrir hönd stefnda, með þeirri yfir­lýs­ingu sem hún und­ir­rit­aði 25. októ­ber 2013 ásamt borg­ar­stjóra stefn­anda, Jóni Gnarr. Verður yfir­lýs­ingin jafn­framt ekki túlkuð á aðra leið en að meg­in­skylda ráð­herr­ans hafi falist í því að loka umræddri flug­braut. Jafn­framt verður á það fall­ist að efnda­tími að þessu leyti hafi verið nægi­lega ákveð­inn. Svo sem fyrr greinir var ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að ráð­herr­ann lof­aði því að skipu­lags­reglur Reykja­vík­ur­flug­vallar skyldu end­ur­skoð­aðar til sam­ræmis við breytta stærð vall­ar­ins, enda þótt ráð­herr­ann gæti ekki skuld­bundið um nán­ari og end­an­leg atriði regln­anna. Var meg­in­efni skyldu stefnda því einnig nægi­lega skýrt að þessu leyti.

Að íslenskum rétti gildir sú grunn­regla að gerða samn­inga skuli halda. Sam­kvæmt því sem nú hefur verið rakið er ekk­ert komið fram í mál­inu sem leitt getur til þess að víkja beri frá þess­ari reglu. Verður því efn­is­lega fall­ist á aðal­kröfu stefn­anda. Með hlið­sjón af eðli þeirra ráð­staf­ana sem kröfu­gerð stefn­anda lýtur að þykir óraun­hæft að stefn­andi leiti atbeina sýslu­manns til fulln­ustu skyldu stefnda. Verður því fall­ist á að eðli­legt sé að kveða á um að stefndi efni skyldu sína gagn­vart stefn­anda að við­lögðum dag­sekt­um, svo sem kraf­ist er af stefn­anda."

Íslenska ríkið getur áfrýjað ákvörð­un­inni til Hæsta­rétt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None