„Það sem fólk óttaðist hefur gerst“

Fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu, Neelie Kroes, náðist á mynd þegar hún fékk fregnir af hryðjuverkunum í Brussel í morgun.
Fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu, Neelie Kroes, náðist á mynd þegar hún fékk fregnir af hryðjuverkunum í Brussel í morgun.
Auglýsing

Að minnsta kosti 34 eru látnir og 200 særðir eftir hryðju­verka­árás­irnar í Brus­sel í morg­un. For­sæt­is­ráð­herra Belgíu varar við frek­ari árás­um. Útgöngu­banni hefur verið lýst yfir í borg­inni og eru allar sam­göngur og opin­berar bygg­ingar lok­að­ar.  

Tvær spreng­ing­ar, sem taldar eru hafa verið sjálfs­morðs­sprengju­árás­ir, urðu í brott­far­ar­sal Zavan­tem flug­vell­inum í Brus­sel um klukkan 8 að stað­ar­tíma í morg­un, nálægt inn­rit­un­ar­borði Amer­ican Air­lines. 14 lét­ust í þeirri árás og um hund­rað særð­ust. Stuttu síðar var þriðja sprengjan í neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi Brus­sel, þar sem að minnsta kosti 20 lét­ust og yfir hund­rað særðust, þar af margir lífs­hættu­lega. 

Charles Michel, for­sæt­is­ráð­herra Belg­íu, segir dag­inn myrka stund fyrir belgísku þjóð­ina. Hann biðlar til fólks að sýna still­ingu og sam­stöðu á þessum erf­iðu tím­um. 

Auglýsing

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að þjóðir heims þurfi að standa saman með belgísku þjóð­inni þar sem árásir geta gerst hvar sem er. 

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, segir á fundi í Kúbu, að hugur sinn sé hjá belgísku þjóð­inni. Hann segir Banda­rík­in, ásamt öðrum þjóðum heims, munu bregð­ast við árás­un­um. 

Frétta­þulur Sky sjón­varps­stöðv­ar­innar segir að „það sem fólk ótt­að­ist hefur gerst.” Vitni lýsa fyrir Sky að öskur á arab­ísku hafi heyrst rétt fyrir spreng­ing­arnar á flug­vell­in­um. 

Hús­leitir eru hafnar í Brus­sel vegna hryðju­verk­anna. Eng­inn hefur lýst árásinni á hendur sér enn sem komið er. Fyrir fjórum dögum hand­tók lög­reglan í Belgíu Salah Abdeslam, mann­inn sem skipu­lagði hryðju­verka­árás­irnar í París í fyrra. 

Fjöldi Íslend­inga í Brus­sel hefur merkt sig „ör­ugga” á sam­fé­lags­miðlum í morgun. Utan­rík­is­ráðu­neytið beinir því til fólks í Brus­sel að nota frekar sam­fé­lags­miðla og SMS til að láta vita af sér þar sem gríð­ar­legt álag er á sím­kerf­inu. Öll borgin er nán­ast lok­uð, að sögn Hall­gríms Odds­son­ar, frétta­rit­ara Kjarn­ans í Brus­sel. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None