Þræla- og framkvæmdakóngurinn

Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.

Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Auglýsing

Belgía er ungt ríki, varð til árið 1831. Nafnið Belgía er þó mun eldra en Júl­íus Cesar sem hertók landið á 1. öld fyrir Krist kall­aði það Gall­ica Belg­ica. Þetta nafn hvarf þó á mið­öldum en þegar Belgía varð sjálf­stætt ríki árið 1831 varð hið opin­bera heiti þess Kon­ung­dæmið Belgí­a. 

Til­drög þess að Belgía varð sjálf­stætt ríki eru flókin og marg­þætt en sú saga verður ekki rakin hér. Þegar ákvörð­unin um að Belgía skyldi verða kon­ungs­ríki þurfti að finna þjóð­höfð­ingja. Sú leit end­aði með því að þýskur prins „tók starfið að sér“. Sá hét Leo­pold og eftir að hann var orð­inn kon­ungur nefndur Leo­pold I.  Það var klókt af Belgum að fá þennan þýska prins sem kon­ung, hann hafði verið giftur breskri prinsessu – hún lést af barns­förum – og var þess vegna tengdur Bret­um. Tengsl hans við Breta og Þjóð­verja urðu til þess að Frakk­ar, sem höfðu mik­inn áhuga á að ná Belgíu undir sig, þorðu ekki að haf­ast að í þeim efn­um.

Auglýsing

Leo­pold II

Leo­pold I lést í des­em­ber 1865 og sonur hans, Leo­pold II erfði krún­una. Hann var fæddur 1835, móð­irin var seinni kona föður hans, Lou­ise of Orléans. Frönsk eins og nafnið gefur til kynna. 

Leo­pold II var mik­ill fram­kvæmda­mað­ur. Það kom sér vel, enda í mörg horn að líta í ungu kon­ungs­ríki. Margar þeirra bygg­inga sem reistar voru í hans tíð eru enn í dag með þeim glæsi­leg­ustu í land­inu og sýna stór­hug kon­ungs­.  

Margir Belgar vilja gjarna muna þessa hlið á kóng­inum og kalla hann gjarna, með réttu, fram­kvæmda­kóng­inn. 

Leo­pold II lagði ríka áherslu á að efla varnir lands­ins, ótt­að­ist alla tíð að nágranna­rík­in, Frakk­land og Þýska­land myndu sæta færis og leggja „litlu Belg­íu“ eins og hann komst að orði, undir sig. Sá ótti reynd­ist þó ástæðu­laus.

Leopold II við ríkistöku þann 17. desember árið1865. Mynd: Wiki Commons

Afr­íka og Stanley

Þær fjöl­mörgu fram­kvæmdir sem Leo­pold II réðst í kost­uðu mikið fé. Hann hafði veitt því athygli að mörg Evr­ópu­ríki beindu sjónum sínum að Afr­íku og ákvað að Belgía skyldi bæt­ast í hóp þeirra. 

Árið 1876 hélt Leo­pold II ráð­stefnu í Brus­sel. Þangað mættu full­trúar margra ríkja og sömu­leiðis vís­inda­menn og land­könn­uð­ir. Kóng­ur­inn ræddi þar um nauð­syn þess að Afr­íku­menn færð­ust nær nútím­an­um, í við­skiptum og menn­ingu. Hann vildi gjarna leggja sitt af mörkum í þeim efn­um. Ráð­stefnu­gestum leist vel á þessar hug­mynd­ir, vissu ekki að hvað að baki bjó. 

Árið 1878 samdi Leo­pold II við land­könn­uð­inn Henry Morton Stanley um að fara í leið­angur til Afr­íku, sem sér­legur full­trúi sinn. Stanley þekkti vel til víða í Afr­íku, hann hafði verið blaða­maður og ferð­ast um mörg svæði í þess­ari stóru heims­álfu. Árið 1871 hafði hann, eftir tveggja ára leit, uppi á land­könn­uð­inum og trú­boð­anum David Livingsto­ne, sem hafði farið til Afr­íku en eng­inn vissi hvar var nið­ur­kom­inn. Sam­kvæmt frá­sögn Stan­leys ávarp­aði hann Livingstone með orðum sem urðu víðs­fræg: „Doctor Livingsto­ne, I presum­e.“

Henry Morton Stanley horfir út um lestarglugga. Mynd: Wiki Commons

Frí­ríkið Kongó

Afr­íku­leið­angur Stan­leys hófst árið 1879 og stóð í fimm ár. Þegar honum lauk hafði hann, fyrir hönd Leo­polds kon­ungs und­ir­ritað fjöld­ann allan af samn­ingum um afnot af landi, lagt vegi og skipu­lagt versl­un­ar­staði (tra­d­ing posts) með­fram Kongó fljóti – eins og það heitir í dag – en það er næst lengsta fljót Afr­íku, um það bil 4400 kíló­metra lang­t. 

Rík­is­stjórn Belgíu hafði efa­semdir varð­andi fyr­ir­ætl­anir kóngs­ins um þessa risa­stóru nýlendu en það breytti engu. Kóng­inum tókst að fá stjórnir Banda­ríkj­anna og stærstu ríkja Evr­ópu til að sam­þykkja yfir­ráð Belga yfir svæði sem nær yfir 2.4 millj­ónir fer­kíló­metra – en Belgía er 31 þús­und fer­kíló­metr­ar. Leo­pold II bjó þannig um hnút­ana að að þessi nýlenda sem hann nefndi État Indépend­ant du Con­go, Frí­ríkið Kongó, yrði sín einka­eign. Þetta var árið 1885.

Fíla­bein og gúmmí 

Í upp­hafi nýlendu­tíma­bils­ins beind­ist áhugi kon­ungs fyrst og fremst að fíla­beini. Á þessum tíma var fíla­bein mjög eft­ir­sótt og fyrstu árin var það stærsta tekju­lind­in. Það stóð hins­vegar ekki lengi því um og uppúr 1890 voru vís­inda­menn búnir að upp­götva nýtt undra­efni – eins og það var gjarna nefnt – gúmmí. Bíla­öld var að hefj­ast og gúmmíið var þá – eins og í dag – besta efnið í hjól­barð­ana. 

Í stuttu máli sagt: það varð strax mikil eft­ir­spurn eftir þessu nýja efni sem unnið var úr trjá­kvoðu. Í nýlendu Belg­íu­kon­ungs voru býsnin öll af gúmmí­trjám, eins og þau voru kölluð eftir að efnið var upp­götv­að. Og Leo­pold II sá strax hví­lík auð­lind þetta myndi reyn­ast. Fjöl­mennt her­lið hans neyddi heima­menn í Frí­rík­inu Kongó til að vinna stærstan hluta sól­ar­hrings­ins. 

Grimmi­legar aðfarir

Ótal sögur eru til af grimmd her­manna kon­ungs­ins, sem hik­uðu ekki við að skjóta alla þá sem sýndu mót­þróa eða slógu slöku við, að mati her­mann­anna. Fræði­menn telja að árið 1880 hafi íbúar Kongó verið um það bil 20 millj­ón­ir. 40 árum síð­ar, 1920 hafi lands­mönnum fækkað um 50 pró­sent, 10 millj­ón­ir. Millj­ónir dóu úr hungri, fæð­ingum fækk­aði og svo féll gríð­ar­legur fjöldi fyrir byssu­kúlum her­manna. 

Aðrar nýlendu­þjóð­ir, Frakk­ar, Þjóð­verjar og Portú­galar tóku upp sömu vinnu­brögð og Belgar, með skelfi­legum afleið­ingum fyrir íbúa í nýlendum þeirra. 

Trúboði með einum þolanda grimmdarverkanna sirka 1890 til 1910 Mynd: Wiki Commons

Frí­ríkið Kongó varð Belgíska Kongó

Árið 1908 neydd­ist Leo­pold II til að afhenda belgíska rík­inu nýlend­una, sem þá fékk nafnið Belgíska Kongó, og bar það nafn til árins 1960, þegar nýlendu­tíma­bil­inu lauk. Fyrir þess­ari breyt­ingu árið 1908 voru tvær ástæð­ur: kóngur var kom­inn í fjár­þröng, vegna mik­illa fram­kvæmda heima fyrir og sömu­leiðis var hann orð­inn óvin­sæll meðal landa sinna. 

Þær óvin­sældir tengd­ust lítt mál­efnum Kongó. Kóng­ur­inn tal­aði ekki flæmsku, annað aðala­tung­mál Belga, hann eyddi vetr­unum í blíð­unni á frönsku Mið­jarð­ar­hafs­strönd­inni. Áhugi hans á ungum konum var lit­inn horn­auga af löndum hans og þegar hann var 65 ára tók hann upp sam­band við unga fyrr­ver­andi vænd­is­konu sem ól honum tvö börn. Kóng­ur­inn var mikið fyrir að láta á sér bera og sá sjálfur til þess að af honum voru reistar margar styttur víðs­vegar í Belg­íu.

Fríríkið Kongó í kringum 1890 Mynd: Wiki Commons

Safnið í Tervuren og manna­dýra­garð­ur­inn

Árið 1897 haldin svo­nefnd Heims­sýn­ing í Brus­sel. Hana sóttu nær átta millj­ónir gesta og 27 ríki tóku þátt í sýn­ing­unni. Leo­pold II sá þarna kjörið tæki­færi til að kynna nýlend­una „sína“ fyrir umheim­inum og sett var upp sýn­ing í nýbyggðu stóru glæsi­hýsi í Tervuren, fyrir utan Brus­sel. Mesta athygli vakti afrískt þorp sem kóng­ur­inn hafði látið gera í garð­inum við safn­ið. Hann hafði enn­fremur látið flytja þangað 267 kongóbúa sem réru um í síkjum á svæð­inu. Þetta var svo end­ur­tekið á heims­sýn­ing­unni árið 1958, tveimur árum áður en nýlendu­tíma­bil­inu lauk, en var þá gagn­rýnt harð­lega.

Safnið hét upp­haf­lega Belgíska Kongósafn­ið, en árið 1952 var nafn­inu breytt í Kon­ung­lega safnið um Belgíska Kongó. Árið 1960 þegar nýlendu­tíma­bil­inu lauk fékk safnið þriðja nafnið og heitir nú Kon­ung­lega Mið-Afr­íku­safn­ið. 

Safn­inu var lokað árið 2013, þá hafði nán­ast engu verið breytt frá því  1950. Árið 2018 var svo opnað á ný, eftir gagn­gerar end­ur­bæt­ur. Safn­stjór­inn sagði í við­tali fyrir skömmu að með breyt­ing­unni væri ætl­unin að leggja áherslu á Afr­íku nútím­ans, án þess að gleyma for­tíð­inni. Safn­stjór­inn sagði að flestir Belgar hefðu, þangað til fyrir um 20 árum, verið sann­færðir um að nýlendu­tíma­bilið hefði í alla staði verið gott. Þeir hefðu lagt vegi, byggt sjúkra­hús og séð til þess að almenn­ingur í Kongó hefði notið skóla­göngu. „Nú við­ur­kenna allir að þannig var það ekki, nú tala margir um nýlendu­tíma­bilið sem svartan blett í sögu Belg­íu.“

Skvett hefur verið málningu á styttur af Leopold II í Brussel á undanförnum vikum. Mynd: EPA

Vilja stytt­urnar burt      

Eins og áður var nefnt eru fjöl­margar styttur af Leo­pold II víðs­vegar í Belg­íu. Und­an­farið hafa heyrst háværar raddir sem krefj­ast þess að þessar styttur verði fjar­lægð­ar, í ljós sög­unn­ar. Ein stytta hefur verið fjar­lægð, en ann­ars­staðar hefur kóng­ur­inn, steyptur í brons, hins­vegar fengið á sig marga máln­ing­argus­una. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar