Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Fram kemur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum að hópur fólks hafi að undanförnu skorað á Ellen að bjóða sig fram og hefur hún nú ákveðið að taka sér nokkra daga til umhugsunar. Ákvörðunar er því að vænta á allra næstu dögum.
„Ellen er 42 ára gömul og er gift Johani Tegelblom flugvirkja. Saman eiga þau fjögurra ára gamlan son . Ellen er kennari að mennt og með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu og hefur lagt stund á meistaranám í því fagi. Hún hefur starfað sem kennari, í opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu m.a. sem ritari borgarstjóra og fræðslu- og menningarfulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ. Þá var hún framkvæmdastjóri ADHD samtakanna þar sem hún er nú stjórnarmaður," segir í tilkynningunni.
Ellen er annar mögulegi frambjóðandinn sem komið hefur fram í dag, en í morgun var greint frá því að Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sé einnig að íhuga framboð.
Á annan tug einstaklinga íhuga framboð og svipður fjöldi hefur tilkynnt að þau vilji komast á Bessastaði.