Bæjarstjóri íhugar forsetaframboð

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, íhugar nú að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir formlega undirskriftarsöfnun ekki hafna en verið sé að tala við fólk til að skoða mögulegt bakland.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Auglýsing

„Við fjöl­skyldan höfum verið að skoða þetta alvar­lega með jákvæðu hug­ar­fari. Þetta er stór og mikil ákvörð­un," segir Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, í sam­tali við Kjarn­ann. Eiríkur íhugar að bjóða sig fram til for­seta Íslands. RÚV greindi frá þessu í morg­un.  

Eiríkur seg­ist hafa rætt und­an­farið við fjöl­skyldu sína og vini og þar sé málið statt. 

„Form­leg und­ir­skrift­ar­söfnun er ekki hafin en það er umræða í gangi og þar er málið statt. Við erum að velta þessu alvar­lega fyrir okk­ur, en það er ekki komin nein dag­setn­ing eða svo­leið­is," segir hann. „Við eigum mikið af góðu fólki og marga góða að. Þess vegna erum við að ræða við fólk til að heyra hvað því finnst. Þetta er það stórt og mikið emb­ætti og ákvörð­unin eftir því. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í að fara yfir þetta."  

Auglýsing

Eiríkur hefur verið bæj­ar­stjóri á Akur­eyri síðan árið 2010 og stendur utan flokka. 

Eiríkur bæt­ist nú í hóp þeirra fjöl­mörgu sem annað hvort íhuga að bjóða sig fram til for­seta eða hafa nú þegar til­kynnt fram­boð. Meðal þeirra sem liggja undir feldi eru Davíð Odds­son, Andri Snær Magna­son, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Davíð Þór Jóns­son og Linda Pét­urs­dótt­ir. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None