Bæjarstjóri íhugar forsetaframboð

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, íhugar nú að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir formlega undirskriftarsöfnun ekki hafna en verið sé að tala við fólk til að skoða mögulegt bakland.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Auglýsing

„Við fjöl­skyldan höfum verið að skoða þetta alvar­lega með jákvæðu hug­ar­fari. Þetta er stór og mikil ákvörð­un," segir Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, í sam­tali við Kjarn­ann. Eiríkur íhugar að bjóða sig fram til for­seta Íslands. RÚV greindi frá þessu í morg­un.  

Eiríkur seg­ist hafa rætt und­an­farið við fjöl­skyldu sína og vini og þar sé málið statt. 

„Form­leg und­ir­skrift­ar­söfnun er ekki hafin en það er umræða í gangi og þar er málið statt. Við erum að velta þessu alvar­lega fyrir okk­ur, en það er ekki komin nein dag­setn­ing eða svo­leið­is," segir hann. „Við eigum mikið af góðu fólki og marga góða að. Þess vegna erum við að ræða við fólk til að heyra hvað því finnst. Þetta er það stórt og mikið emb­ætti og ákvörð­unin eftir því. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í að fara yfir þetta."  

Auglýsing

Eiríkur hefur verið bæj­ar­stjóri á Akur­eyri síðan árið 2010 og stendur utan flokka. 

Eiríkur bæt­ist nú í hóp þeirra fjöl­mörgu sem annað hvort íhuga að bjóða sig fram til for­seta eða hafa nú þegar til­kynnt fram­boð. Meðal þeirra sem liggja undir feldi eru Davíð Odds­son, Andri Snær Magna­son, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Davíð Þór Jóns­son og Linda Pét­urs­dótt­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None