Cameron birtir skattaskýrslur og tekur ábyrgð á upplýsingaklúðri

david cameron
Auglýsing

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að hann verði að taka á sig sök­ina á því hvernig tekið var á upp­ljóstr­unum um tengsl hans við aflands­fyr­ir­tæki föður hans. Hann ætlar að birta skatta­skýrslur sínar aftur í tím­ann til þess að vera „full­kom­lega gegn­sær og opinn með þessa hluti. Ég verð fyrsti for­sæt­is­ráð­herrann, fyrsti leið­togi stórs stjórn­mála­flokks, til þess að gera það, en ég held að það sé það rétta í stöð­unn­i.“ 

Þetta kom fram í ræðu Cameron á vor­fundi Íhalds­flokks­ins í morg­un. Hann við­ur­kenndi þar að vikan hefði ekki verið sér­stak­lega góð fyrir hann. „Ég veit að ég hefði átt að höndla þetta bet­ur. Ég hefði getað gert þetta bet­ur. Ég veit að ég hef lex­íur að læra og ég mun læra þær. Og ekki kenna Down­ing Stræti 10, eða nafn­lausum ráð­gjöf­um, um þetta. Kennið mér um þetta. Og ég mun læra mína lex­íu.“ 

Bæði Cameron og ráðu­neyti hans hafa verið gagn­rýnd harð­lega fyrir það hvernig tekið var á þessum málum eftir að greint var frá því að Ian Camer­on, faðir hans, stýrði fjár­fest­inga­sjóði sem kom sér undan að greiða skatt í Bret­landi. Sjóð­ur­inn var á Baham­a-eyjum og sá um stórar fjár­fest­ingar fyrir efna­miklar fjöl­skyldur í Bret­land­i. Meðal ann­ars voru gefnar út margar yfir­lýs­ingar þar sem því var neitað að for­sæt­is­ráð­herrann, kona hans eða börn, ættu nokkurn hlut í sjóðnum né að þau myndu hagn­ast á hon­um. Á blaða­manna­fundi á þriðju­dag­inn, full­yrti hann, og ítrek­aði raunar síðar um dag­inn sömu­leið­is, að hann „tengd­ist með engum hætti aflands­fé­lag­i“. 

Auglýsing

Cameron við­ur­kenndi þetta svo í fimmtu yfir­lýs­ing­unni, á fimmtu­dag, og er nú lentur undir mik­illi pressu í breska þing­inu, sem boðað hefur rann­sókn á öllum fjár­málum Cameron og ann­arra þing­manna sem tengj­ast aflands­fé­lögum með einum eða öðrum hætti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None