Sigmundur Davíð segir RÚV hafa tekið afstöðu í Wintris-málinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leið úr þinginu í gær.
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þegar hann starfaði hjá RÚV til margra ára hefði það verið óhugsandi að RÚV tæki þátt í vinnubrögðum eins og þeim sem beitt var þegar fréttamennirnir Sven Bergman og Jóhannes Kr. Kristjánsson tóku nú heimsfrægt viðtal við hann. Það er upplifun Sigmundar Davíðs að RÚV hafi tekið afstöðu í málinu með umfjöllun sinni og að ætlunin hafi verið að setja viðmælandann, hann sjálfan, í sem allra verst ljós með því að segja ekki alla söguna. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð í Morgunblaðinu í dag. 

Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar var spurt hvort fólki hafi þótt umfjöllun Kastljóss um aflandsfélagaeign íslenskra ráðamanna fagleg. Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra, 78 prósent, sögðu að þeim hafi þótt umfjöllunin mjög eða frekar fagleg. Einungis 14 prósent sögðu að þeim hafi þótt hún ófagleg.

Í Morgunblaðinu kemur einnig fram að hann telji að svonefnd CFC-löggjöf nái einungis til rekstrarfélaga. Félagið Wintris, sem var í helmingseigu hans fram til loka árs 2009 þegar sá hluti var seldu til eiginkonu Sigmundar Davíðs á einn dal, sé ekki rekstrarfélag. CFC-löggjöfin tók gildi hérlendis daginn eftir að sala Sigmundar Davíðs á félaginu fór fram. CFC stendur fyrir Controlled Foreign Corporation, erlend fyrirtæki, félög eða sjóði í lágskattaríkjum, en lög um slík félög voru sett á Íslandi árið 2009 og löggjöfin innleidd í kjölfarið. Lögin kveða meðal annars á um að greiða skuli tekjuskatt hér á landi af hagnaði félags sem íslenskur skattaðili á en er í lágskattaríki. Íslendingar sem eiga félög á lágskattasvæðum eiga að skila sérstöku framtali með skattframtalinu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt greinargerð þar sem meðal annars eru sundurliðaðar tekjur, skattalegar leiðréttingar, arðsúthlutun og útreikningur á hlutdeild í hagnaði eða tapi á grundvelli ársreikninga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekjuskatt

Auglýsing

Sigmundur Davíð segir að endurskoðandi eiginkonu sinnar hafi unnið fyrir hana skattframtal með sundurliðað yfirlit yfir eignir félagsins frá því að áður en löggjöfin tók gildi. Því hafi skilyrði hennar verið uppfyllt og kona sín ætið greitt skatta í samræmi við lög. Sigmundur Davíð svarar því þó ekki beint í viðtalinu hvort hann hafi skilað CFC-skýrslu ásamt greinargerð, líkt og lög gera ráð fyrir. 

Sigmundur Davíð sagði eiginkonu sína reiðubúna til að birta frekari gögn um skattamál þeirra hjona ef aðrir forystumenn stjórnarflokkanna geri slíkt hið sama. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None