Björg Eva Erlendsdóttir, fráfarandi stjórnarmaður RÚV, segir Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning stofnunarinnar til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það sé háalvarlegt. Björg Eva ætlar að segja sig úr stjórninni á aðalfundi síðar í mánuðinum. Þetta skrifar hún á Facebook-síðu sína.
„Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn."
Auglýsing