Ekki í andstöðu við EES að banna vistun eigna í skattaskjólum

Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar í lok síðustu viku.
Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar í lok síðustu viku.
Auglýsing

Samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) úti­lokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lág­skatt­ar­svæðum utan EES-­svæð­is­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A). Þar segir að grunn­reglan um frjálsa fjár­magns­flutn­inga sé sú að ekki séu tak­mark­anir á flutn­ingi fjár­magns milli ríkja sem eiga aðilda að EES-­samn­ingn­um. Ákvæði hans um frjálsa fjár­magns­flutn­inga gildi hins vegar ekki um önnur ríki.

Þetta er í and­stöðu við það sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son, nýr for­sæt­is­ráð­herra Íslands, sagði í við­tali við Morg­un­blaðið í gær. Þar sagð­i hann að sitt fyrsta verk sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að hann tók við starf­inu á fimmtu­dag, hafi verið að kanna hvort hægt væri að banna Íslend­ingum að vista ­pen­inga í lág­skatt­ar­ríkj­um. „Fyrstu svör sér­­fræð­inga eru þau að vegna m.a. jafn­­ræð­is­­reglu EES-­samn­ings­ins sé það ekki hægt. Mér­ hef­ur því þótt sér­­­kenn­i­­legt að heyra Evr­­ópu­­sam­­bands­­sinna, Sam­­fylk­ing­una og Bjarta fram­tíð og jafn­­vel Pírata, sem hafa aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu á stefn­u­­skrá, tala um að loka eigi á mög­u­­leika fólks að vista pen­ing­ana sína á af­l­ands­eyj­­um. Þetta er alþjóð­legt vanda­­mál,“ sagði Sig­­urður Ingi.

Sig­urður Ingi sagð­i einnig í við­tal­inu að sú umsýsla að Íslend­ingar skyldu áfram vista eigur sínar á aflandseyjum eftir hrunið sé vissu­lega ekki ólög­leg en ó­eðli­leg er hún­.[...]Ljóst er að það er lög­­­legt. Þannig er þetta fyrst og síð­ast sið­ferð­is­­­legt álita­efn­i."

Auglýsing

Á fimmtu­dag í síðust­u viku sagði hann Sig­urð­ur­ Ingi úr ræðu­stóli Alþingis að ekk­ert væri að því að eiga ­eignir á lág­skatta­svæðum ef þeir sem slíkar eigi greiði skatta af þeim eign­um. Það væri lög­legt á Íslandi og alþjóð­lega. Það sé hins vegar veru­lega mikið að því þegar menn noti slík félög til að kom­ast hjá greiðslu skatta og til að fela ­fé. Hann hvatti alla þá sem „orðið hafa fyrir því“ að fela pen­inga eða svíkja undan sköttum að gera hreint fyrir sínum dyr­um.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None