Ólafur Ragnar Grímsson vill vera áfram á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son ætlar að sækj­ast eftir end­ur­kjöri til for­seta Íslands. 

Ólafur sagði á blaða­manna­fundi á Bessa­stöðum síð­degis í dag, sem sjón­varpað var bein­t, að und­an­farin ár hafi verið tími erf­iðrar glímu, öldu mót­mæla og stjórn­ar­skipta. Fjölda­að­gerðir og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Nýlega söfn­uð­ust þús­undir saman við alþing­is­húsið til að krefj­ast afsagnar for­sæt­is­ráð­herra og nýrra þing­kosn­inga. 

Ólafur sagði: „Þó að okkur hafi að mörgu leyti miðað vel eftir banka­hrun­ið, þá voru mót­mæli og ákveðið að flýta kosn­ing­um, er ástandið enn við­kvæmt. Stjórn­völd verða að vanda sig. 

Auglýsing

Í þessu umróti óvissu og mót­mæla og í kjöl­far nýlið­inna atburða hefur fjöldi fólks víða að höfðað til skyldu minn­ar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að end­ur­skoða ákvörð­un­ina sem ég til­kynnti í nýársávarp­inu. Um að gefa kost á mér á ný til emb­ættis for­seta Íslands. 

Sam­búð þings og þjóðar getur verið erfið stuttu eftir kosn­ing­ar. Ýmsir höfðu borið upp slíkt erindi. Eftir atburði síð­ustu vikna og óviss­una framund­an, hefur sú alda þrýst­ings orðið æði þung. Þessi þróun hefur sett mig í vanda. Það er frelsið frá dag­legum önn­um, tog­ast á við skyld­una. Óskir fólks­ins í land­inu höfða til þess. 

Það eru ekki allir á þess­ari skoð­un. Að tími sé kom­inn til að annar skipi þetta emb­ætti. En ég hef engu að síður þurft að horfast í augu við fjöld­ann sem lagt hefur hart að mér og höfðað til ábyrgð­ar­innar sem for­set­inn ber og traustið sem það sýnir mér."

Leynd­ar­dóms­fullur blaða­manna­fund­ur 

For­set­inn boð­aði til blaða­manna­fund­ar­ins í morg­un, en ekki fékkst upp­gefið hvert efni fund­ar­ins var. Miklar vanga­veltur sköp­uð­ust í kjöl­far­ið, bæði á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðl­u­m. 

Ólafur Ragnar sagð­ist í nýársávarpi sínu 1. jan­úar síð­ast­lið­inn að hann ætl­aði ekki að bjóða sig fram til emb­ættis í sjötta sinn. Hann sagði þá að óvissan sem var fyrir hendi fyrir fjórum árum, og leiddi til áskor­ana um að hann yrði áfram for­­seti, móti ekki lengur stöðu Íslend­inga.  Búið væri að leggja til hliðar aðild að ESB, upp­­­gjör föllnu bank­anna og afnám hafta væri senn í höfn og deilur um stjórn­­­ar­­skrána hefðu vikið fyrir sátt.

Í for­seta­kosn­ing­unum 2012 hafði Ólafur áður gefið sterk­lega í skyn að hann ætl­aði ekki að bjóða sig fram á ný. Hann skipti hins vegar um skoðun og um vorið þá ákvað hann að gefa kost á sér og sigr­aði með yfir­burð­um.

Ólafur Ragnar tók við emb­ætti for­seta Íslands árið 1996 og hefur setið í 20 ár á Bessa­stöð­um. Hann hefur hlotið mikið fylgi í skoð­ana­könn­unum upp á síðkast­ið, þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér til end­ur­kjör­s. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None