Sigrún ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu Alþingiskosningum. Hún segir tímabært að einhver yngri taki við þeim góðu málum sem Framsóknarflokkurinn hefur verið að vinna að.

Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í lok árs 2014.
Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í lok árs 2014.
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra- og auð­linda­ráð­herra, ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að það sé tími til kom­inn að ein­hver yngri taki við þeim málum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur verið að vinna að. 

„Það er auð­vitað sterk löngun í mér að fram­fylgja sjálf okkar góðu mál­u­m," segir Sig­rún. „En ég held að aldur og fyrri störf segi mér að nú sé komið gott." 

Sig­rún hefur verið umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn síðan 31. des­em­ber 2014. 

Auglýsing

„Það fer vissu­lega um mig fiðr­ingur þegar ég hugsa til þess að fara í kosn­inga­bar­áttu með öll okkar góðu mál," segir hún. „En nú held ég að þetta sé komið gott hjá mér­." 

Sig­rún hefur verið þing­mað­ur Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður síðan árið 2013. Hún var vara­þing­maður Reyk­vík­inga mars til apríl 1980 og apríl til maí 1982. Sig­rún var þing­flokks­for­maður fram­sókn­ar­manna árin 2013 til 2015.

For­seti Alþingis hættir líka í haust

Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, til­kynnti um helg­ina að hann ætl­aði að hætta á þingi í kom­andi kosn­ing­um. Einar hefur setið á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í 25 ár. 

Einar sagð­ist hafa tekið þessa ákvörðun með fjöl­­skyldu sinni eftir vand­­lega íhug­un. Hann hafi fengið mikla hvatn­ingu und­an­farna daga og vikur um að gefa kost á sér til end­­ur­­kjörs. Hann sé ákaf­­lega þakk­látur fyrir þann hlý­hug og traust en það hafi ekki breytt nið­­ur­­stöðu hans um að hætta. 

„25 eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið þátt í kosn­­inga­bar­áttu í sæti þing­­manns eða vara­­þing­­manns. Því tel ég tíma­­bært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til end­­ur­­kjör­s,“ skrif­aði Ein­ar á Face­book síðu sína á laug­ar­dag

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None