Sigrún ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu Alþingiskosningum. Hún segir tímabært að einhver yngri taki við þeim góðu málum sem Framsóknarflokkurinn hefur verið að vinna að.

Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í lok árs 2014.
Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í lok árs 2014.
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra- og auð­linda­ráð­herra, ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að það sé tími til kom­inn að ein­hver yngri taki við þeim málum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur verið að vinna að. 

„Það er auð­vitað sterk löngun í mér að fram­fylgja sjálf okkar góðu mál­u­m," segir Sig­rún. „En ég held að aldur og fyrri störf segi mér að nú sé komið gott." 

Sig­rún hefur verið umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn síðan 31. des­em­ber 2014. 

Auglýsing

„Það fer vissu­lega um mig fiðr­ingur þegar ég hugsa til þess að fara í kosn­inga­bar­áttu með öll okkar góðu mál," segir hún. „En nú held ég að þetta sé komið gott hjá mér­." 

Sig­rún hefur verið þing­mað­ur Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður síðan árið 2013. Hún var vara­þing­maður Reyk­vík­inga mars til apríl 1980 og apríl til maí 1982. Sig­rún var þing­flokks­for­maður fram­sókn­ar­manna árin 2013 til 2015.

For­seti Alþingis hættir líka í haust

Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, til­kynnti um helg­ina að hann ætl­aði að hætta á þingi í kom­andi kosn­ing­um. Einar hefur setið á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í 25 ár. 

Einar sagð­ist hafa tekið þessa ákvörðun með fjöl­­skyldu sinni eftir vand­­lega íhug­un. Hann hafi fengið mikla hvatn­ingu und­an­farna daga og vikur um að gefa kost á sér til end­­ur­­kjörs. Hann sé ákaf­­lega þakk­látur fyrir þann hlý­hug og traust en það hafi ekki breytt nið­­ur­­stöðu hans um að hætta. 

„25 eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið þátt í kosn­­inga­bar­áttu í sæti þing­­manns eða vara­­þing­­manns. Því tel ég tíma­­bært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til end­­ur­­kjör­s,“ skrif­aði Ein­ar á Face­book síðu sína á laug­ar­dag

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None