Ísland á að krefjast markaðsvirðis fyrir nýtingu náttúruauðlinda

Íslensk stjórnvöld þurfa að endurskoða alla samninga um nýtingu náttúruauðlinda til að tryggja að orkufyrirtæki greiði markaðsverð.

Nesjavallavirkjun
Auglýsing

Íslensk stjórnvöld þurfa að setja lög sem krefjast þess að alltaf sé greitt markaðsverð þegar orkufyrirtækjum eru veitt réttindi til að nýta náttúruauðlindir í almannaeigu. Þetta er niðurstaða ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. 

ESA kveður einnig á um að íslensk stjórnvöld verði að endurskoða alla gildandi samninga um nýtingu náttúruauðlinda til að tryggja að orkufyrirtæki greiði markaðsverð það sem eftir lifir af gildistíma samninganna. 

Þetta á að gera til þess að tryggja megi sanngjarna og virka samkeppni á íslenska raforkumarkaðnum. ESA telur nauðsynlegt að til að tryggja samkeppni þurfi orkufyrirtæki að greiða markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar í fjölmörgum tilvikum veitt orkufyrirtækjum aðgang að náttúruauðlindum til að framleiða raforku úr vatnsafli eða jarðvarma án þess að nokkur löggjöf sé til um efni slíkra samninga. Það er hvorki skýr lagaskylda til að fara fram á greiðslu markaðsverðs né opinber mælikvarði á það hvernig ákvarða eigi endurgjald á Íslandi. 

Auglýsing

ESA vill að sett verði lög til að tryggja að öll tilfærsla náttúruauðlinda vegna raforkuframleiðslu fari fram á markaðsforsendum og að slík kvöð yrði bindandi fyrir bæði ríki og sveitarstjórnir. 

„Setja þarf lög sem fela í sér að ávallt sé farið fram á greiðslu markaðsverðs þegar orkufyrirtækjum eru veitt réttindi til að nýta nátturauðlindir í almannaeigu. Til að ganga úr skugga um að aðilar njóti jafnræðis þurfa íslensk stjórnvöld auk þess að hafa skýra aðferðafræði um hvernig markaðsverð náttúruauðlinda verður ákvarðað,” segir Sven Erik Svedman, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA í fréttatilkynningu frá stofnuninni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None