Hátt í 50 manns verið orðaðir við forsetann

Um fimmtíu manns hafa verið orðaðir við forsetaembættið í kring um komandi kosningar. Jafn margir eru nú í framboði og hafa íhugað, en ekki tekið slaginn. Tveir liggja enn undir feldi.

Allir
Auglýsing

Á bil­inu 40 til 50 manns hafa verið orð­aðir við for­seta­emb­ættið á einn eða annan síðan Ólafur Ragnar Gríms­son sagð­ist á nýj­árs­dag ekki ætla að bjóða sig fram aft­ur. Fyrst um sinn var nafn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, hvað mest í umræð­unni en hún gaf það úr síðar eftir tölu­verða umhugsun að hún ætli ekki að bjóða sig fram. Jón Gnarr lét líka bíða svo­lítið eftir sér þar til hann sagði nei. Ólafur Jóhann Ólafs­son mæld­ist lengi með yfir­burði í könn­un­um. En nöfn þeirra eiga ekki lengur við. 

ÆTLA EKKI: Berglind Ásgeirsdóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Davíð Þór Jónsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Ellen Calmon, Guðrún Nordal, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Linda Pétursdóttir, Ólafur Ólafsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorgrímur Þráinsson.

Nú eru það Guðni Th. Jóhann­es­son, Andri Snær Magna­son og Ólafur Ragnar Gríms­son sem lík­leg­ast eftir að berj­ast um fylgið í skoð­ana­könn­un­um. Halla Tóm­as­dóttir er eina konan sem hefur mælst með yfir tveggja pró­senta fylgi í könn­un­um. Guðni er að mæl­ast með meira fylgi heldur en Andri Snær, þó að hann hafi ein­ungis til­kynnt fram­boð sitt á fimmtu­dag. Mun fleiri hafa þó verið orð­aðir við emb­ættið án þess að hafa gefið það út að þeir hafi verið að hugsa málin á nokkurn hátt. 

Auglýsing

MAÐUR ER NEFNDUR: Baldur Þórhallsson, Davíð Oddsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðni Ágústsson, Jakob Frímann Magnússon, Kári Stefánsson, Össur Skarphéðinsson, Salvör Nordal og Þóra Arnórsdóttir.

Tím­inn er naumur

Eng­inn hefur enn skilað inn gildu fram­boði til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, en frestur til þess rennur út á mið­nætti 20. maí. Fyrir þann tíma þarf að vera búið að skila inn umsóknum og 1.500 gildum und­ir­skrift­um, skipt niður á milli lands­fjórð­unga. 

Í dag eru þrettán manns í fram­boði til for­seta. Fimm hafa dregið fram­boð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar skipti um skoðun og enn fleiri hafa íhugað alvar­lega, en ákveðið að taka ekki slag­inn. Mik­ill fjöldi hefur legið undir feld­inum fræga og ekki eru allir enn komnir undan hon­um, en Sig­rún Stef­áns­dóttir og Stefán Jón Haf­stein hafa ekki gefið upp ákvörðun sína. Síð­ustu viku hellt­ust þrjár konur úr lest­inni: Guð­rún Nor­dal, Ellen Calmon og Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir. Skoð­ana­kann­anir og umræður í fjöl­miðlum hafa þó ekki dregið allan vind úr fram­bjóð­end­um, sem eru hvergi af baki dottn­ir. 

Bjart­sýnir fram­bjóð­endur

Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir segir það ekki líta út þannig núna að hún gæti unnið slag­inn. „En ég trúi því að allt geti ger­st,” segir hún. Halla Tóm­as­dóttir hefur ekki verið í Reykja­vík í rúma viku og hefur ferð­ast um land­ið. „Ég fæ mjög góðar und­ir­tekt­ir,” segir hún. „Það er of snemmt að dæma um hvernig fer. Bar­áttan byrjar ekki fyrr en frest­ur­inn rennur út.” 

Hildur Þórð­ar­dóttir segir að allt sé á fullu og að hún sé að verða búin að safna und­ir­skrift­um. „Ég á alveg séns. Um leið og fólk fær að kynn­ast mér þá segja allir sem ég hitti: Þú ert mitt val, minn kost­ur. Ég vil sjá þig á Bessa­stöð­un. Ég finn mik­inn stuðn­ing,” segir Hild­ur. 

Sturla Jóns­son er að reyna að koma frá sér þeim und­ir­skriftum sem hann hefur safn­að. Hann er bjart­sýnn á fram­haldið þó að hann hafi ekki verið að mæl­ast hátt í stærri skoð­ana­könn­un­um. „Ég ætla að halda mig við könnun á Útvarpi Sögu, þá hafði ég 34 pró­sent. Ég er ekki hafður með í öllum skoð­ana­könn­un­um, að mér skil­st,” segir hann. 

Bene­dikt Krist­ján Mewes gerir sér engar vonir um sig­ur. „Ég held alls ekki að ég geti unn­ið, en mig langar ekki að gef­ast upp. Sam­keppnin er mjög hörð en það þýðir ekki að draga fram­boð mitt til baka og valda fólk­inu sem hefur skrifað undir von­brigð­u­m,” segir hann. Hann er kom­inn með um 100 und­ir­skrift­ir. 

Elísa­bet Kristín Jök­uls­dóttir er enn á fullu að safna und­ir­skriftum og gengur vel. „Ég held ótrauð áfram,” segir hún. „Þetta snýst um að kom­ast á næsta stig, inn í fram­boð­ið. Ann­ars er fjög­urra mán­aða vinna fyrir bý.” 

HVER VERÐUR NÆSTI FORSETI? Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Magnús Ingi Magnússon, Benedikt Mewes, Sturla Jónsson, Ari Jósepsson, Baldur Ágústsson, Hildur Þórðardóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Halla Tómasdóttir og Guðrún Margrét Pálsdóttir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None