Hátt í 50 manns verið orðaðir við forsetann

Um fimmtíu manns hafa verið orðaðir við forsetaembættið í kring um komandi kosningar. Jafn margir eru nú í framboði og hafa íhugað, en ekki tekið slaginn. Tveir liggja enn undir feldi.

Allir
Auglýsing

Á bil­inu 40 til 50 manns hafa verið orð­aðir við for­seta­emb­ættið á einn eða annan síðan Ólafur Ragnar Gríms­son sagð­ist á nýj­árs­dag ekki ætla að bjóða sig fram aft­ur. Fyrst um sinn var nafn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, hvað mest í umræð­unni en hún gaf það úr síðar eftir tölu­verða umhugsun að hún ætli ekki að bjóða sig fram. Jón Gnarr lét líka bíða svo­lítið eftir sér þar til hann sagði nei. Ólafur Jóhann Ólafs­son mæld­ist lengi með yfir­burði í könn­un­um. En nöfn þeirra eiga ekki lengur við. 

ÆTLA EKKI: Berglind Ásgeirsdóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Davíð Þór Jónsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Ellen Calmon, Guðrún Nordal, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Linda Pétursdóttir, Ólafur Ólafsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorgrímur Þráinsson.

Nú eru það Guðni Th. Jóhann­es­son, Andri Snær Magna­son og Ólafur Ragnar Gríms­son sem lík­leg­ast eftir að berj­ast um fylgið í skoð­ana­könn­un­um. Halla Tóm­as­dóttir er eina konan sem hefur mælst með yfir tveggja pró­senta fylgi í könn­un­um. Guðni er að mæl­ast með meira fylgi heldur en Andri Snær, þó að hann hafi ein­ungis til­kynnt fram­boð sitt á fimmtu­dag. Mun fleiri hafa þó verið orð­aðir við emb­ættið án þess að hafa gefið það út að þeir hafi verið að hugsa málin á nokkurn hátt. 

Auglýsing

MAÐUR ER NEFNDUR: Baldur Þórhallsson, Davíð Oddsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðni Ágústsson, Jakob Frímann Magnússon, Kári Stefánsson, Össur Skarphéðinsson, Salvör Nordal og Þóra Arnórsdóttir.

Tím­inn er naumur

Eng­inn hefur enn skilað inn gildu fram­boði til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, en frestur til þess rennur út á mið­nætti 20. maí. Fyrir þann tíma þarf að vera búið að skila inn umsóknum og 1.500 gildum und­ir­skrift­um, skipt niður á milli lands­fjórð­unga. 

Í dag eru þrettán manns í fram­boði til for­seta. Fimm hafa dregið fram­boð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar skipti um skoðun og enn fleiri hafa íhugað alvar­lega, en ákveðið að taka ekki slag­inn. Mik­ill fjöldi hefur legið undir feld­inum fræga og ekki eru allir enn komnir undan hon­um, en Sig­rún Stef­áns­dóttir og Stefán Jón Haf­stein hafa ekki gefið upp ákvörðun sína. Síð­ustu viku hellt­ust þrjár konur úr lest­inni: Guð­rún Nor­dal, Ellen Calmon og Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir. Skoð­ana­kann­anir og umræður í fjöl­miðlum hafa þó ekki dregið allan vind úr fram­bjóð­end­um, sem eru hvergi af baki dottn­ir. 

Bjart­sýnir fram­bjóð­endur

Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir segir það ekki líta út þannig núna að hún gæti unnið slag­inn. „En ég trúi því að allt geti ger­st,” segir hún. Halla Tóm­as­dóttir hefur ekki verið í Reykja­vík í rúma viku og hefur ferð­ast um land­ið. „Ég fæ mjög góðar und­ir­tekt­ir,” segir hún. „Það er of snemmt að dæma um hvernig fer. Bar­áttan byrjar ekki fyrr en frest­ur­inn rennur út.” 

Hildur Þórð­ar­dóttir segir að allt sé á fullu og að hún sé að verða búin að safna und­ir­skrift­um. „Ég á alveg séns. Um leið og fólk fær að kynn­ast mér þá segja allir sem ég hitti: Þú ert mitt val, minn kost­ur. Ég vil sjá þig á Bessa­stöð­un. Ég finn mik­inn stuðn­ing,” segir Hild­ur. 

Sturla Jóns­son er að reyna að koma frá sér þeim und­ir­skriftum sem hann hefur safn­að. Hann er bjart­sýnn á fram­haldið þó að hann hafi ekki verið að mæl­ast hátt í stærri skoð­ana­könn­un­um. „Ég ætla að halda mig við könnun á Útvarpi Sögu, þá hafði ég 34 pró­sent. Ég er ekki hafður með í öllum skoð­ana­könn­un­um, að mér skil­st,” segir hann. 

Bene­dikt Krist­ján Mewes gerir sér engar vonir um sig­ur. „Ég held alls ekki að ég geti unn­ið, en mig langar ekki að gef­ast upp. Sam­keppnin er mjög hörð en það þýðir ekki að draga fram­boð mitt til baka og valda fólk­inu sem hefur skrifað undir von­brigð­u­m,” segir hann. Hann er kom­inn með um 100 und­ir­skrift­ir. 

Elísa­bet Kristín Jök­uls­dóttir er enn á fullu að safna und­ir­skriftum og gengur vel. „Ég held ótrauð áfram,” segir hún. „Þetta snýst um að kom­ast á næsta stig, inn í fram­boð­ið. Ann­ars er fjög­urra mán­aða vinna fyrir bý.” 

HVER VERÐUR NÆSTI FORSETI? Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Magnús Ingi Magnússon, Benedikt Mewes, Sturla Jónsson, Ari Jósepsson, Baldur Ágústsson, Hildur Þórðardóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Halla Tómasdóttir og Guðrún Margrét Pálsdóttir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None