Framsóknarflokkurinn myndi tapa fjórtán þingmönnum

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í Reykjavík, Sjálfstæðismenn og Vinstri græn bæta við sig og Píratar yrðu stærsti þingflokkurinn. Samfylkingin tapar þingsætum og Björt framtíð hverfur. Svona yrði staðan ef kosið yrði í dag, samkvæmt könnun 365.

Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson eru leiðtogar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn næði ekki inn manni í hvorugu þeirra.
Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson eru leiðtogar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn næði ekki inn manni í hvorugu þeirra.
Auglýsing

Framsóknarflokkurinn myndi tapa fjórtán þingsætum ef kosið yrði í dag og yrði minnsti þingflokkurinn. Hann fengi einungis fimm þingmenn en er með 19 sem stendur. Miðað við framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2013 yrðu einu þingmennirnir sem myndu halda sæti sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Flokkurinn fengi engan þingmann í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úrvinnslu á skoðanakönnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Þar mælist Framsóknarflokkurinn mælist með 8,3 prósent fylgi samkvæmt henni en fékk 24,4 prósent í kosningunum 2013. Ríkisstjórnin væri kolfallinn ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Hún fengi 26 þingmenn en er í dag með 38.

Samfylkingin er annar flokkur á þingi sem myndi tapa þingmönnum. Í dag er flokkurinn með níu þingmenn en myndi einungis fá sex ef kosið væri í dag. Fylgi flokksins mælist 8,4 prósent og því ekki marktækur munur á fylgi hans og Framsóknar. Björt Framtíð mælist með fjögur prósent fylgi og næði ekki inn manni. Flokkurinn er með sex þingmenn í dag.

Píratar mælast stærsti flokkur landsins með 31,8 prósent fylgi. Það myndi tryggja þeim 22 þingmenn en þeir hafa þrjá í dag. Því er ljóst að þorri þeirra þingmanna ofangreindir þrír flokkar tapa myndu fara til þeirra. Næst stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn með 29,9 prósent fylgi. Yrði það niðurstaða kosninga myndi flokkurinn bæta við sig frá því síðasta og fá tvö ný þingsæti, 21 alls. Einungis Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn.

Auglýsing

Vinstri græn virðast vera að fá aukin meðbyr samkvæmt síðustu könnunum og mælast nú með 14 prósent fylgi. Það myndi þýða að flokkurinn fengi níu þingmenn en hann er með sjö í dag.

Síðustu kannanir sem hafa verið birtar hafa allar sýnt mikla hreyfingu á fylgi. Helst hafa það verið Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn sem hafa verið að bæta við sig en Píratar að missa lítillega af því mikla fylgi sem mælst hefur við þá undanfarið rúmt ár.

Könnunin var framkvæmd 2. og 3. maí. Hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfall var 68,6 prósent en 59,9 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None