Framsóknarflokkurinn myndi tapa fjórtán þingmönnum

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í Reykjavík, Sjálfstæðismenn og Vinstri græn bæta við sig og Píratar yrðu stærsti þingflokkurinn. Samfylkingin tapar þingsætum og Björt framtíð hverfur. Svona yrði staðan ef kosið yrði í dag, samkvæmt könnun 365.

Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson eru leiðtogar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn næði ekki inn manni í hvorugu þeirra.
Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson eru leiðtogar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn næði ekki inn manni í hvorugu þeirra.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa fjórt­án ­þing­sætum ef kosið yrði í dag og yrði minnsti þing­flokk­ur­inn. Hann feng­i ein­ungis fimm þing­menn en er með 19 sem stend­ur. Miðað við fram­boðs­lista flokks­ins fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 2013 yrðu einu þing­menn­irnir sem myndu halda sæti sínu Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son, Hösk­uldur Þór­halls­son, Eygló Harð­ar­dótt­ir, Gunnar Brag­i ­Sveins­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra. Flokk­ur­inn fengi engan ­þing­mann í Reykja­vík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úrvinnslu á skoð­ana­könn­un 365 miðla sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. Þar mælist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ­mælist með 8,3 pró­sent fylgi sam­kvæmt henni en fékk 24,4 pró­sent í kosn­ing­un­um 2013. Rík­is­stjórnin væri kol­fall­inn ef þetta yrði nið­ur­staða kosn­inga. Hún fengi 26 þing­menn en er í dag með 38.

Sam­fylk­ingin er annar flokkur á þingi sem myndi tapa þing­mönn­um. Í dag er flokk­ur­inn með níu þing­menn en mynd­i ein­ungis fá sex ef kosið væri í dag. Fylgi flokks­ins mælist 8,4 pró­sent og því ekki mark­tækur munur á fylgi hans og Fram­sókn­ar. Björt Fram­tíð mælist með­ ­fjögur pró­sent fylgi og næði ekki inn manni. Flokk­ur­inn er með sex þing­menn í dag.

Píratar mæl­ast stærsti flokkur lands­ins ­með 31,8 pró­sent fylgi. Það myndi tryggja þeim 22 þing­menn en þeir hafa þrjá í dag. Því er ljóst að þorri þeirra þing­manna ofan­greindir þrír flokkar tapa ­myndu fara til þeirra. Næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni er ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 29,9 pró­sent fylgi. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga ­myndi flokk­ur­inn bæta við sig frá því síð­asta og fá tvö ný þing­sæti, 21 alls. Ein­ungis Píratar og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gætu myndað tveggja flokka ­rík­is­stjórn.

Auglýsing

Vinstri græn virð­ast vera að fá auk­in ­með­byr sam­kvæmt síð­ustu könn­unum og mæl­ast nú með 14 pró­sent fylgi. Það mynd­i þýða að flokk­ur­inn fengi níu þing­menn en hann er með sjö í dag.

Síð­ustu kann­anir sem hafa verið birt­ar hafa allar sýnt mikla hreyf­ingu á fylgi. Helst hafa það ver­ið ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn sem hafa verið að bæta við sig en Pírat­ar að missa lít­il­lega af því mikla fylgi sem mælst hefur við þá und­an­farið rúmt ár.

Könn­unin var fram­kvæmd 2. og 3. maí. Hringt var í 1.161 manns þar til náð­ist í 797 sam­kvæmt lag­skiptu úrtaki. Svar­hlut­fall var 68,6 pró­sent en 59,9 pró­sent tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None