Framsóknarflokkurinn myndi tapa fjórtán þingmönnum

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í Reykjavík, Sjálfstæðismenn og Vinstri græn bæta við sig og Píratar yrðu stærsti þingflokkurinn. Samfylkingin tapar þingsætum og Björt framtíð hverfur. Svona yrði staðan ef kosið yrði í dag, samkvæmt könnun 365.

Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson eru leiðtogar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn næði ekki inn manni í hvorugu þeirra.
Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson eru leiðtogar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn næði ekki inn manni í hvorugu þeirra.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa fjórt­án ­þing­sætum ef kosið yrði í dag og yrði minnsti þing­flokk­ur­inn. Hann feng­i ein­ungis fimm þing­menn en er með 19 sem stend­ur. Miðað við fram­boðs­lista flokks­ins fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 2013 yrðu einu þing­menn­irnir sem myndu halda sæti sínu Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son, Hösk­uldur Þór­halls­son, Eygló Harð­ar­dótt­ir, Gunnar Brag­i ­Sveins­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra. Flokk­ur­inn fengi engan ­þing­mann í Reykja­vík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úrvinnslu á skoð­ana­könn­un 365 miðla sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. Þar mælist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ­mælist með 8,3 pró­sent fylgi sam­kvæmt henni en fékk 24,4 pró­sent í kosn­ing­un­um 2013. Rík­is­stjórnin væri kol­fall­inn ef þetta yrði nið­ur­staða kosn­inga. Hún fengi 26 þing­menn en er í dag með 38.

Sam­fylk­ingin er annar flokkur á þingi sem myndi tapa þing­mönn­um. Í dag er flokk­ur­inn með níu þing­menn en mynd­i ein­ungis fá sex ef kosið væri í dag. Fylgi flokks­ins mælist 8,4 pró­sent og því ekki mark­tækur munur á fylgi hans og Fram­sókn­ar. Björt Fram­tíð mælist með­ ­fjögur pró­sent fylgi og næði ekki inn manni. Flokk­ur­inn er með sex þing­menn í dag.

Píratar mæl­ast stærsti flokkur lands­ins ­með 31,8 pró­sent fylgi. Það myndi tryggja þeim 22 þing­menn en þeir hafa þrjá í dag. Því er ljóst að þorri þeirra þing­manna ofan­greindir þrír flokkar tapa ­myndu fara til þeirra. Næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni er ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 29,9 pró­sent fylgi. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga ­myndi flokk­ur­inn bæta við sig frá því síð­asta og fá tvö ný þing­sæti, 21 alls. Ein­ungis Píratar og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gætu myndað tveggja flokka ­rík­is­stjórn.

Auglýsing

Vinstri græn virð­ast vera að fá auk­in ­með­byr sam­kvæmt síð­ustu könn­unum og mæl­ast nú með 14 pró­sent fylgi. Það mynd­i þýða að flokk­ur­inn fengi níu þing­menn en hann er með sjö í dag.

Síð­ustu kann­anir sem hafa verið birt­ar hafa allar sýnt mikla hreyf­ingu á fylgi. Helst hafa það ver­ið ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn sem hafa verið að bæta við sig en Pírat­ar að missa lít­il­lega af því mikla fylgi sem mælst hefur við þá und­an­farið rúmt ár.

Könn­unin var fram­kvæmd 2. og 3. maí. Hringt var í 1.161 manns þar til náð­ist í 797 sam­kvæmt lag­skiptu úrtaki. Svar­hlut­fall var 68,6 pró­sent en 59,9 pró­sent tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None