69 prósent myndu kjósa Guðna Th. – 14 pósent vilja Davíð

forsetaframbjóðendur
Auglýsing

Alls segj­ast 69 pró­sent þeirra sem taka afstöðu til þess hver eigi að vera næsti for­seti lands­ins að þeir vilji Guðna Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ing í emb­ætt­ið. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, mælist með 13,7 pró­sent fylgi og rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son með 10,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri könnun Frétta­blaðs­ins sem fram­kvæmd var á mánu­dags­kvöld, og er þar með fyrsta könn­unin sem gerð er eftir að Davíð til­kynnti fram­boð sitt á sunnu­dag. 

Aðrir fram­bjóð­endur mæl­ast með mun minna fylgi. Ólafur Ragnar Gríms­son, sitj­andi for­seti, mælist með 3,2 pró­sent fylgi í könn­un­inni en hann til­kynnti á mánu­dag að hann væru hættur við að bjóða sig fram á ný, eftir að hafa hætt við að hætta við þann 18. apríl síð­ast­lið­inn. Halla Tóm­as­dótt­ir, sem mælst hefur með nokk­urt fylgi í könn­unum til þessa, mælist nú ein­ungis með eitt pró­sent fylgi. Aðrir voru með minna. 

Í Frétta­blað­inu kemur fram að stuðn­ingur við efstu þrjá fram­bjóð­end­urna sé ólíkur eftir kyni og aldri. Guðni Th. nýtur meiri stuðn­ings á meðal kvenna en karla þótt ekki muni miklu. Það á einnig við um Andra Snæ en Davíð nýtur hins vegar mun meiri stuðn­ings meðal karla en kvenna, 18,8 pró­sent karla styðja hann en 8,6 pró­sent kvenna.

Auglýsing

Fylgi Guðna er nokkuð jafnt meðal ald­urs­hópa en Andri Snær sækir umtals­vert meira af sínu fylgi til fólks undir fimm­tugu en til þeirra sem eldri eru. Davíð er á hinn bóg­inn mun vin­sælli hjá eldra fólk­inu en því yngra.

Aðferð­ar­fræði könn­un­ar­innar var þannig að hringt var í 1.019 manns þar til náð­ist í 799 manns. Svar­hlut­fallið var 78,4 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Svar­endur skipt­ust jafnt eftir kyni, og hlut­falls­lega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73,9 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None