Fréttaskrif hafa verið lögð af á vefmiðli fjölmiðilsins Hringbrautar og hefur vefsíðunni verið breytt í kynningarsíðu fyrir ljósvakamiðla miðilsins vegna aukinnar innlendrar dagskrár í sjónvarpi. Starf fréttastjórans, Björns Þorlákssonar, hefur verið lagt niður, en hann var ráðinn í starfið fyrir þremur vikum síðan.
Auglýsing
Í tilkynningu sem kom frá Hringbraut sagði einnig að Linda Blöndal hafi gengið til liðs við miðilinn og mun hún sinna dagskrárgerð í sjónvarpi í samstarfi við Sigurjón M. Egilsson og Sigmund Erni Rúnarsson. Björn Þorláksson segir á Facebook síðu sinni hafa fengið uppsagnarbréf vegna þessarra breytinga á mánudag, enda hafi starf hans verið lagt niður.