Útfylling CFC-eyðublaða verður „ófrávíkjanleg“

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Auglýsing

Embætti ríkisskattstjóra er nú með í undirbúningi að véltaka CFC-eyðublöð sem aflandsfélagaeigendur eiga að fylla út og skila með skattframtölum sínum. „Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“ Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig í dag að vélræn yfirferð þeirra er ekki framkvæmanleg. Þetta kemur fram í svari Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra við fyrirspurn Kjarnans um skil á CFC-framtölum.

Kjarninn spurði Skúla Eggert annars vegar hvort leyfilegt væri við framtalsgerð að horfa í gegnum aflandsfélög eins og þau hafi aldrei verið til og skrá eignir þess sem beinar eignir framteljanda í stað þess að skila CFC-framtali, og hins vegar að ef framteljandi gerir slíkt, hafa skattayfirvöld þá einhverjar leiðir til að sannreyna að slík leið skili hærri skattgreiðslum til ríkisins en ef stuðst hefði verið við CFC-leiðina? 

Ástæða fyrirspurnarinnar var sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, birti í morgun bloggfærslu þar sem fram kom að framtal vegna aflandsfélagsins Wintris, sem er skráð á Bresk Jómfrúareyjunum, hafi ekki verið í samræmi við CFC-löggjöfina. Þar kom einnig fram að við fram­tals­gerð þeirra hjóna hafi „verið horft í gegnum félagið eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu frá því ári áður en svo kall­aðar CFC-­reglur tóku gildi. Sú var­færna leið að greiða skatta af öll­u­m ­eign­um, hverri fyrir sig, í stað þess að nýta félagið og líta á það sem ­fyr­ir­tæki í atvinnu­rekstri (og skila CFC-fram­tali) hefur skilað sér í hærri skatt­greiðslum til rík­is­ins en ef ­stuðst hefði verið við atvinnu­rekstr­ar­-/CFC-­leið­ina.

Auglýsing

Í færslu Sig­mundar Dav­íðs segir einnig að skatta­yf­ir­völd hafi aldrei ­gert athuga­semdir við með hvaða hætti talið var fram.

Í svari Skúla Eggerts, sem er almennt en fjallar ekki sértækt um skattskil fyrrverandi forsætisráðherra, segir að samkvæmt lögum beri að skila með skattframtali  einstaklinga CFC eyðublöðum ef tilefni er til þess og leiða skattstofna út eins og þar kemur fram. „Ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði með því án þess að fylla út CFC eyðublöð er ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi er á slíku er skorað á framteljanda að bæta úr og skila CFC eyðublöðunum ásamt fylgigögnum.

Skúli Eggert segir að í sjálfu sér sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélög og færa eignir og tekjur beint inn í framtöl í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt þótt tæknileg útfersla reglugerðar frá árinu 2013 sé eilítið frábrugðin. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskylduna, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti. Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis  eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None