Tíu skiluðu undirskriftum

Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu undirskriftum meðmælenda til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Frestur til þess rann út klukkan 15. Þrír frambjóðendur skiluðu ekki og einn hefur dregið framboð sitt til baka.

Davíð Oddsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Sturla Jónsson, Andri Snær Magnason, Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ástþór Magnússon skiluðu í ráðhúsið dag. Magnús I. Jónsson skilaði á Suðurlandi.
Davíð Oddsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Sturla Jónsson, Andri Snær Magnason, Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ástþór Magnússon skiluðu í ráðhúsið dag. Magnús I. Jónsson skilaði á Suðurlandi.
Auglýsing

Níu for­seta­fram­bjóð­endur skil­uðu inn und­ir­skriftum með­mæl­enda til yfir­kjör­stjórnar í Ráð­húsi Reykja­víkur í dag. Einn skil­aði í suð­ur­kjör­dæmi. Byrjað var að taka á móti und­ir­skriftum klukkan 13. Frestur til að skila inn fram­boði til emb­ættis for­seta Íslands rennur út á mið­nætti föstu­dag­inn 20. maí.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá yfir­kjör­stjórn voru þeir fram­bjóð­endur sem skil­uðu inn þau Hildur Þórð­ar­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Ást­þór Magn­ús­son, Guðni Th. Jóhann­es­son, Andri Snær Magna­son, Sturla Jóns­son, Davíð Odds­son, Elísa­bet Kristín Jök­uls­dóttir og Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir. Magnús Ingi­berg Jóns­son skil­aði und­ir­skriftum í suð­ur­kjör­dæmi. 

Ari Jós­eps­son dró fram­boð sitt til baka í dag. Þeir fram­bjóð­endur sem ekki skil­uðu und­ir­skriftum eru þau Baldur Ágústs­son, Bene­dikt Krist­ján Mewes, Magnús Ing­berg Jóns­son og Magnús Ingi Magn­ús­son. 

Auglýsing

Þessi frétt var upp­færð klukkan 17:30. Upp­runa­lega stóð í grein­inni að frestur til að skila inn fram­boði væri runn­inn út. Það er ekki rétt. Hann er til 20. maí. Beðist er afsök­unar á þessu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None