Tíu staðreyndir um Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon gefur kost á sér til embættis forseta Íslands.
Ástþór Magnússon gefur kost á sér til embættis forseta Íslands.
Auglýsing

1. Ást­þór Magn­ús­son Wium fædd­ist í Reykja­vík þann 4. ágúst árið 1953. Eig­in­kona hans heitir Natalia Wium og er fædd í Moskvu í Rúss­landi árið 1975. Þau kynnt­ust á styrkt­ar­tón­leikum fyrir Mæðra­styrks­nefnd á Gauknum í Reykja­vík jólin 2001 og giftu sig í Þing­valla­kirkju rúmum tveimur árum síð­ar. Ást­þór á eina dóttur frá fyrra hjóna­bandi, tvö barna­börn og það þriðja á leið­inni.

2. Árið 1979 stofn­aði Ást­þór fyrsta kredit­korta­fyr­ir­tæki lands­ins, Kredit­kort hf. Hann hefur meðal ann­ars unnið sem ljós­mynd­ari og getið sér gott orð sem slík­ur. Hann stofn­aði alþjóða­sam­tökin Friður 2000 árið 1995 með alheims­frið að mark­mið­i. 

3. Ást­þór heldur reglu­lega fram­boðs­fundi sem streymt er í beinni útsend­ingu á Face­book síðu hans undir kjör­orð­inu Virkjum Bessa­stað­i. 

Auglýsing

4. Hann vill að á Íslandi rísi heimsmið­stöð lýð­ræð­is­þró­un­ar, frið­ar­mála og stjórn­stöð alþjóð­legrar frið­ar­gæslu. Nái hann kjöri mun hann beita sér fyrir því sem for­set­i. 

5. Árið 1998 var Ást­þór meðal þeirra sem stofn­uðu Lýð­ræð­is­hreyf­ing­una, þverpóli­tísk sam­tök sem vinna að auk­inni lýð­ræð­is­þátt­töku almenn­ings. Hann hefur aldrei til­heyrt stjórn­mála­flokki og aldrei starfað með neinum þeirra. 

6. Þetta er fimmta til­raun Ást­þórs til for­seta­fram­boðs. Hann bauð sig fyrst fram árið 1996 og kynnti hann þá hug­myndir sínar með bók­inni Virkjum Bessa­staði, sem dreift var inn á öll heim­ili í land­inu. Fjórum árum síð­ar, árið 2000, ætl­aði hann aftur fram, en fram­boð hans var dæmt ógilt þar sem nægi­legan fjölda með­mæl­enda vant­aði. Í næstu kosn­ingum á eft­ir, árið 2004, bauð hann sig einnig fram, en Ólafur Ragnar var einn í fram­boði árið 2008 og var því sjálf­kjör­inn. Ást­þór ætl­aði að taka slag­inn aftur að fjórum árum liðn­um, árið 2012, en fram­boð hans var einnig dæmt ógilt þar sem ekki fékkst lög­boðið vott­orð yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. 

7. Ást­þór mætti í rétt­ar­sal Hér­aðs­dóms Reykja­víkur úta­t­aður í tómatsósu í apríl 2003 til að mót­mæla stríð­inu í Írak. Ári síð­ar, í for­seta­kosn­ing­unum 2004, var Ást­þór ósáttur með þá litlu athygli sem fjöl­miðlar höfðu veitt honum og færði því Mark­úsi Erni Ant­ons­syni útvarps­stjóra tómatsósu.

8. Ást­þór hefur verið að mæl­ast með í kring um eitt pró­senta fylgi í skoð­ana­könn­unum und­an­far­ið.

9. Hann er krist­inn og er skráður í Óháða söfn­uð­inn. 

10. Ást­þór seg­ist ítrekað hafa verið sann­spár um það sem hann kallar stríðsæs­inga­stefnu Banda­ríkj­anna og að hann hafi spáð fyrir um hryðju­verkin 11. sept­em­ber 2001 í sjón­varps­við­tali á Stöð 2 mörgum mán­uðum áður en þau gerð­ust.  

Fram­boðs­síða Ást­þórs - Face­book­síða Ást­þórs 

Ástþór og Natalía á Bessastöðum

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None