Hvorki forseti né ráðherrar geta afsalað sér launum frá ríkinu

Hvorki ráðherrar né forseti Íslands geta afsalað sér launum fyrir vinnu sína. Skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins segir að ríkinu beri að greiða embættismönnum laun. Ögmundur Jónasson segist hafa afsalað sér ráðherralaunum í fjögur ár.

Davíð Oddsson getur ekki afsalað sér launum sem forseti Íslands. Hann ræður hins vegar hvað hann gerir við launin sín, nái hann kjöri.
Davíð Oddsson getur ekki afsalað sér launum sem forseti Íslands. Hann ræður hins vegar hvað hann gerir við launin sín, nái hann kjöri.
Auglýsing

Embættismenn á vegum ríkisins og eru á launaskrá þess, þar með taldir ráðherrar í ríkisstjórn og forseti Íslands, geta ekki afsalað sér launum frá ríkinu. Þetta staðfestir Fjársýsla ríkisins. Það sama segir Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Gunnar segir að laun embættismanna á vegum ríkisins séu lögákveðin og ríkinu beri að greiða þau til viðkomandi. Það sé bundið í lög og stjórnarskrá. 

„Starfsmenn þurfa að standa skil á sköttum og skyldum og telja fram launin,” segir Gunnar í samtali við Kjarnann. „En hvað starfsmenn ákveða svo að gera við þau, er þeim algjörlega frjálst.” 

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, hefur sagst ætla að afsala sér forsetalaunum nái hann kjöri. Hann ætli að halda sig við eftirlaunagreiðslur sínar, sem séu um það bil 40 prósent af launum forseta.

Auglýsing

Ögmundur afsalaði sér samt launum

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðis- og innanríkisráðherra Vinstri grænna. Ögmundur Jónasson, fráfarandi þingmaður Vinstri grænna, segist hafa afsalað sér ráðherralaunum þegar hann varð heilbrigðisráðherra árið 2009 og einnig þegar hann tók við embætti innanríkisráðherra árið 2010 og fram til ársins 2013. Hann þáði á þeim tíma einungis þingfararkaup fyrir störf sín. 

Hins vegar, eins og áður segir, mega embættismenn ríkisins ekki afsala sér launum og eiga í raun ekki að geta það. Lögum samkvæmt ber ríkinu að greiða þeim sem sinnir starfi á vegum þess laun. Viðkomandi hefur ekki val hvort hann þiggi þau laun eða ekki, því á launagreiðslunum eru aðrar kvaðir. 

Launaleysi geti haft áhrif á skattlagningu

Embættismenn ríkisins þurfa að telja tekjur sínar fram til skatts og greiða í lífeyrissjóð, sem og aðrir. Gunnar segir það geta haft áhrif á heildarskattlagningu þegar metið er hvort viðkomandi embættismenn hafi aðrar tekjur. Eðli málsins samkvæmt séu það réttindi og skyldur launagreiðanda og launþega að fólk þiggi laun samkvæmt kjarasamningum. 

„Það er ekki alveg svona einfalt að menn geti bara afsalað sér launum,” segir hann. „Laun eru endurgjald fyrir vinnu. Þegar þú færð greidd laun verður þú að vinna á móti og öfugt.” 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None