1. Sturla Hólm Jónsson er fæddur í Reykjavík þann 4. nóvember 1966.
2. Hann ólst upp í Breiðholti og byrjaði að vinna 15 ára gamall. Hann titlar sig sem vörubílstjóra, en hefur unnið fjölbreytt störf í gegn um tíðina, meðal annars við rafvirkjun, húsasmíði, sjómennsku, járnsmíði og bifvélavirkjun.
3. Eiginkona Sturlu heitir Aldís Erna Helgadóttir og eiga þau þrjú börn.
4. Sturla var fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna að hann hafði safnað tilskyldum fjölda undirskrifta og gerði hann gott betur. Hann skilaði inn 2.729 undirskriftum en þurfti 1.500.
5. Honum finnst að forseta Íslands beri skylda til að senda mál í þjóðaratkvæði með 25.000 gildum undirskriftum.
6. Sturla bauð sig fram í Alþingiskosningunum 2013 með framboðinu Sturla Jónsson K-lista. Listinn bauð einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi suður og gat Sturla sjálfur því ekki kosið flokkinn þar sem hann var búsettur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann náði ekki kjöri.
7. Sturla var mikið í fjölmiðlum í kring um efnahagshrunið. Hann stóð fyrir Vörubílstjóramótmælunum vorið 2008 þegar atvinnubílstjórar lögðu bílum sínum á stórum umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu til að mótmæla háum olíusköttum og atvinnuaðstæðum vörubílstjóra. Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu og hið fræga „Gas, gas, gas! Af götunni!” var hrópað í þeim mótmælum.
8. Sturla missti mikla fjármuni í hruninu og fluttist til Noregs til að keyra þar vörubíl.
9. Sturla hefur mælst með á bilinu eins til tveggja prósenta fylgi í könnunum undanfarið.
10. Forseti Íslands á ekki að geta setið lengur í embætti en þrjú kjörtímabil, að mati Sturlu.