Óeinkennisklæddur starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna skaut mann sem gekk að öryggishliði nærri Hvíta húsinu í Washington, fyrr í dag. Barack Obama Bandaríkjaforseti var ekki staddur í Hvíta húsinu, þegar atvikið varð, en Joe Biden varaforseti, og allt starfsfólkið í húsinu, fóru í skjól um leið og atvikið átti sér stað, samkvæmt fréttum New York Times.
Obama var að spila golf í Maryland þegar atvikið átti sér stað.
Karlmaður sem gekk að húsinu, vopnaður skotvopni, er sagður hafa neitað að leggja frá sér vopnið, eftir skipanir þar um, og síðan verið skotinn. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Hann er sagður í alvarlegu ástandi.
Auglýsing