Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs og fyrrverandi fréttastjóri Hringbrautar, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til Alþingis fyrir Pírata í Norðausturkjördæmi. Prófkjör flokksins fer fram í næsta mánuði. Í færslu á Facebook segist hann ætla að gera það „sem maður fólksins."
Björn segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram ekki bara hafa verið ákvörðun hans og eiginkonu hans, heldur hafi „nokkrir Íslendingar úr ýmsum og ólíkum áttum sent mér tölvupósta og einkaskilaboð, margs konar brýningu um að það vanti nýja fulltrúa til að gæta hagsmuna fólksins í landinu. Keyrður áfram af réttlætishvöt blaðamannsins og löngun til að aðhafast í veröld sem sannarlega þarf að breyta til hins betra hafa áskoranir almennings um nýjar lausnir og nýtt og öðruvísi fólk inni á Alþingi orðið áleitnari."
Hægt er að lesa færslu Björns í heild sinni hér að neðan: