Guðni Th. Jóhannesson fengi um tvo þriðju atkvæða, eða 65,6%, í forsetakosningum samkvæmt nýrri könnun MMR. Davíð Oddsson mælist með 18,1% fylgi. Andri Snær Magnason mælist með 11% fylgi og Halla Tómasdóttir 2,2%. Aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með þrjú prósent.
Davíð mælist með meira fylgi en í síðustu könnun MMR, en hún var að miklu leyti gerð áður en hann bauð sig fram. Honum var bætt inn á síðasta degi síðustu könnunar og mældist með 3,1% fylgi þá.
Guðni hefur hlutfallslega meira fylgi meðal kvenna og þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnarflokkanna, á meðan Davíð hefur meira fylgi meðal karlmanna, þeirra sem eldri eru og þeirra sem styðja Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Andri Snær er með hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem yngri eru.