Skil sæstrengshóps frestast til júníloka

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, eftir fund þeirra í október.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, eftir fund þeirra í október.
Auglýsing

Vinnu­hópur sem skip­aður var til að kanna mögu­lega teng­ing­u Ís­lands og Bret­lands í gegnum sæstreng mun ekki skila af sér nið­ur­stöðum sínum fyrr en í lok júní. Þeg­ar hóp­ur­inn var skip­að­ur, í kjöl­far tví­hliða­fundar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra með Davið Cameron þann 28. októ­ber 2015, var grein­t frá því í frétta­til­kynn­ingu að hóp­ur­inn ætti að skila af sér nið­ur­stöðu inn­an­ ­sex mán­aða, eða fyrir apr­íl­lok.

Sam­kvæmt svörum frá atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem ­leiðir vinn­una fyrir Íslands hönd, hafa skilin nú dreg­ist um tvo mán­uði. Hóp­ur­inn hefur það hlut­verk að finna út verð og magn raf­orku sem hægt væri að selja í gegnum sæstreng frá Íslandi til Bret­lands. DV greindi frá því í nóv­em­ber að Bene­dikt Gísla­son sé full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í íslensku verk­efna­stjórn­inni sem hafi það verk­efni að eiga í við­ræð­unum við Breta. Þar ­sitji einnig Bene­dikt Árna­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og ­fyrr­ver­andi efna­hags­ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs. Auk þeirra sitja í verk­efna­stjórn­inni þau Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­un­ar, Þórður Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Lands­nets, og Ingvar Már Páls­son, skrif­stofu­stjóri iðn­að­ar- og orku­mála í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu.

Í til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins frá októ­ber í fyrra sagð­i að Sig­mundur Davíð hefði fyr­ir­vara um lagn­ingu sæstrengs. „For­senda fyrir mögu­legri lagn­ingu sæstrengs í fram­tíð­inni væri að raf­orku­verð til heim­ila og fyr­ir­tækja hækki ekki. Eðli­leg­t er þó að eiga við­ræður við Breta um þau efna­hags­legu og félags­legu áhrif sem lagn­ing sæstrengs á milli land­anna gæti haft í för með sér.

Auglýsing

Katrín Lilja Jóns­dótt­ir, meist­ara­nemi í blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands, skrif­aði ítar­lega frétta­skýr­ingu um ­mögu­legan sæstreng milli Íslands og Bret­lands á Kjarn­ann í mars síð­ast­liðn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None