Bréfasendingar hækka og pakkasendingar vaxa

Íslandspóstur tapaði 42 milljónum árið 2014, en það er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins.

img_3075_raw_1807130200_10016381175_o.jpg
Auglýsing

Póst- og fjar­skipta­stofnun hefur sam­þykkt beiðni Íslands­pósts um hækkun á gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins fyrir bréf sem vega 0-50 grömm. Ástæðan er sú að sífellt færri not­ast við bréfa­send­ing­ar, og þá hafa launa­hækk­anir hjá fyr­ir­tæk­inu, vegna umsam­inna hækk­ana í kjara­samn­ing­um, áhrif á grunn­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins.

Gert er ráð fyrir að hækk­unin taki gildi 1. júní næst­kom­andi.

Auglýsing

Hækk­an­irnar eru eft­ir­far­andi:

  • A: hækkar úr 170 kr. í 175 kr.
  • B: hækkar úr 155 kr. í 160 kr.
  • AM: hækkar úr 130 kr. í 135 kr.
  • BM: hækkar úr 110 kr. í 114 kr.

Rekstur Íslands­póst hefur gengið frekar erf­ið­lega síð­ustu ár, en tap hefur verið á rekstr­inum árin 2013 og 2014, sam­kvæmt birtum árs­reikn­ingum félags­ins. Tapið var 42 millj­ónir 2014 en 118 millj­ónir 2013.

Eins og sést á þessari mynd, þá hefur reksturinn versnað síðustu ár, Skýringin er meðal annars breyttar venjur fólks við að koma á milli upplýsingum. Í inn­gangs­orðum for­stjór­ans, Ingi­mundar Sig­ur­páls­son­ar, í árs­skýrslu fyrir árið 2014 segir að hryggjar­stykkið í rekstri Íslands­pósts sé dreif­ing­ar­netið um allt land. Það er nú í meira mæli en áður borið uppi með pakka­send­ing­um. „Dreif­ing­ar­netið er í minnk­andi mæli ­borið uppi af bréfa­send­ingum og í vax­andi mæli af ­pakka­send­ing­um. Árit­uðum bréfum hefur fækkað um 51 pró­sent frá árinu 2000 en á sama tíma hefur heim­ilum og ­fyr­ir­tækjum og þar með póst­lúgum fjölgað umtals­vert. Þannig eykst kostn­aður við dreif­ing­ar­netið jafn­hliða því sem hann dreif­ist á færri bréf ef annað kæmi ekki til, svo sem fjölgun pakka­send­inga og hag­ræð­ing í rekstri. Íslands­póstur hefur stofnað og keypt fyr­ir­tæki í tengdum og virð­is­auk­andi rekstri og gerst umboðs­að­il­i ­fyrir nokkur sölu- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Til­gangur þess er að ná betri nýt­ingu á þeim rekstr­ar­þáttum sem grunn­starf­semi Íslands­pósts er byggð á. Sá rekstur er að mestu utan skil­greindrar alþjón­ustu Íslands­pósts og skil­aði hann félag­inu um 1.700 millj­óna króna tekj­u­m og um 240 millj­óna króna hagn­aði á árinu 2014,“ segir Ingi­mund­ur. 

Tekjur af hefð­bund­inni póst­þjón­ustu námu 6,2 millj­örðum króna árið 2014, en aðrar tekj­ur, þá er frá rekstri sem ekki til­heyrir póst­þjón­ust­unni, námu rúm­lega einum millj­arði. Rekstr­ar­af­koma fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatt var jákvæð um 479 millj­ónir króna. 

Íslenska ríkið er eig­andi Íslands­pósts.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None