Bréfasendingar hækka og pakkasendingar vaxa

Íslandspóstur tapaði 42 milljónum árið 2014, en það er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins.

img_3075_raw_1807130200_10016381175_o.jpg
Auglýsing

Póst- og fjar­skipta­stofnun hefur sam­þykkt beiðni Íslands­pósts um hækkun á gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins fyrir bréf sem vega 0-50 grömm. Ástæðan er sú að sífellt færri not­ast við bréfa­send­ing­ar, og þá hafa launa­hækk­anir hjá fyr­ir­tæk­inu, vegna umsam­inna hækk­ana í kjara­samn­ing­um, áhrif á grunn­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins.

Gert er ráð fyrir að hækk­unin taki gildi 1. júní næst­kom­andi.

Auglýsing

Hækk­an­irnar eru eft­ir­far­andi:

  • A: hækkar úr 170 kr. í 175 kr.
  • B: hækkar úr 155 kr. í 160 kr.
  • AM: hækkar úr 130 kr. í 135 kr.
  • BM: hækkar úr 110 kr. í 114 kr.

Rekstur Íslands­póst hefur gengið frekar erf­ið­lega síð­ustu ár, en tap hefur verið á rekstr­inum árin 2013 og 2014, sam­kvæmt birtum árs­reikn­ingum félags­ins. Tapið var 42 millj­ónir 2014 en 118 millj­ónir 2013.

Eins og sést á þessari mynd, þá hefur reksturinn versnað síðustu ár, Skýringin er meðal annars breyttar venjur fólks við að koma á milli upplýsingum. Í inn­gangs­orðum for­stjór­ans, Ingi­mundar Sig­ur­páls­son­ar, í árs­skýrslu fyrir árið 2014 segir að hryggjar­stykkið í rekstri Íslands­pósts sé dreif­ing­ar­netið um allt land. Það er nú í meira mæli en áður borið uppi með pakka­send­ing­um. „Dreif­ing­ar­netið er í minnk­andi mæli ­borið uppi af bréfa­send­ingum og í vax­andi mæli af ­pakka­send­ing­um. Árit­uðum bréfum hefur fækkað um 51 pró­sent frá árinu 2000 en á sama tíma hefur heim­ilum og ­fyr­ir­tækjum og þar með póst­lúgum fjölgað umtals­vert. Þannig eykst kostn­aður við dreif­ing­ar­netið jafn­hliða því sem hann dreif­ist á færri bréf ef annað kæmi ekki til, svo sem fjölgun pakka­send­inga og hag­ræð­ing í rekstri. Íslands­póstur hefur stofnað og keypt fyr­ir­tæki í tengdum og virð­is­auk­andi rekstri og gerst umboðs­að­il­i ­fyrir nokkur sölu- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Til­gangur þess er að ná betri nýt­ingu á þeim rekstr­ar­þáttum sem grunn­starf­semi Íslands­pósts er byggð á. Sá rekstur er að mestu utan skil­greindrar alþjón­ustu Íslands­pósts og skil­aði hann félag­inu um 1.700 millj­óna króna tekj­u­m og um 240 millj­óna króna hagn­aði á árinu 2014,“ segir Ingi­mund­ur. 

Tekjur af hefð­bund­inni póst­þjón­ustu námu 6,2 millj­örðum króna árið 2014, en aðrar tekj­ur, þá er frá rekstri sem ekki til­heyrir póst­þjón­ust­unni, námu rúm­lega einum millj­arði. Rekstr­ar­af­koma fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatt var jákvæð um 479 millj­ónir króna. 

Íslenska ríkið er eig­andi Íslands­pósts.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None