Ásakar Guðna Th. um árásir á Morgunblaðið

Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Guðni er með um 60 prósent en Davíð um 20 prósent. Davíð er ritstjóri Morgunblaðsins en er í leyfi á meðan að á forsetaframboði hans stendur.
Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Guðni er með um 60 prósent en Davíð um 20 prósent. Davíð er ritstjóri Morgunblaðsins en er í leyfi á meðan að á forsetaframboði hans stendur.
Auglýsing

Leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins ásakar for­seta­fram­bjóð­and­ann Guðna Th. Jó­hann­es­son um að hafa veist með árásum að Morg­un­blað­inu á fyr­ir­lestri sem hann hélt um þorska­stríðin í gær. Slíkt sé eins­dæmi í for­seta­kosn­ingum á Íslandi. Í leið­ar­anum er einnig rakið hvernig það hafi gagn­ast Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir því að verða for­seta­fram­bjóð­andi repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, að ráð­ast að fjöl­miðl­um.

Í fyr­ir­lestr­inum skýrði Guðni Th. Frá því að ummæli ­sem honum voru eignuð í frétt og skrifum í Stak­steinum Morg­un­blaðs­ins sem birt­ust í blað­inu á þriðju­dag um þorska­stríðin hefðu ann­ars vegar ekki ver­ið hans og hins vegar slitin úr sam­hengi. Leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins seg­ir: „En það var ekki aðeins að hann færi að þrasa við Stak­steina um stað­reyndir sem fyrir liggja, hann kaus líka að ráð­ast á Morg­un­blaðið fyrir að hafa ekki fjallað um að fjöru­tíu ár eru lið­in frá lokum þorska­stríð­anna. „Öðru­vísi mér áður brá,“ sagði fram­bjóð­and­inn hneyksl­aður á því að um þetta hefði ekki verið fjall­að.“

Leið­ara­höf­und­ur­inn, ­sem er ekki merktur fyrir skrif­unum líkt og venja er á Morg­un­blað­inu, seg­ir þetta þó ekki vera meg­in­at­riðið heldur hitt að for­seta­fram­bjóð­andi telja sér­ ­sæm­andi að veit­ast með slíkum hætti að fjöl­miðli. „Ætlar hann að taka aðra ­fjöl­miðla sömu tökum og finna að því fram að kosn­ingum að þeir skuli ekki hafa fjallað um þessi tíma­mót eða önn­ur? Eða er það aðeins sá fjöl­mið­ill sem leyf­ir­ ­sér að gagn­rýna fram­bjóð­and­ann sem fær yfir sig gusurn­ar? Og verður sami hátt­ur hafður á kom­ist Guðni alla leið á Bessa­staði? Fá þeir fjöl­miðlar sem þá mun­u hugs­an­lega leyfa sér að gagn­rýna for­set­ann eða for­seta­emb­ættið fá að kenna á reiði for­set­ans? Það getur orðið sér­kenni­leg staða, jafnt fyrir for­set­ann sem fjöl­miðl­ana.“

Auglýsing

Í nið­ur­lag­i ­leið­ar­ans er Háskóli Íslands síðan gagn­rýndur fyrir að blanda sér í kosn­inga­bar­áttu um for­seta­emb­ættið og sagt að það sé eins­dæmi. „Há­skól­inn á að vera hlut­laus vett­vangur til kennslu og vís­inda­starfa en ekki vett­vangur fyr­ir­ út­valda fram­bjóð­endur að koma sér á fram­færi. Jafn­vel þó að fram­bjóð­and­inn hefði haldið eigin kosn­inga­bar­áttu utan við fyr­ir­lest­ur­inn hefði þetta ver­ið ó­við­eig­andi. Þegar fyr­ir­lest­ur­inn er hins vegar not­aður - eða öllu held­ur mis­not­aður - í þágu fram­boðs­ins, er aug­ljóst að mikil mis­tök hafa verið gerð.“

Rit­stjór­ar Morg­un­blaðs­ins eru Davíð Odds­son og Har­aldur Johann­es­sen. Davíð er í leyfi frá­ ­störfum vegna for­seta­fram­boðs síns en sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans ­mælist hann með næst mest fylgi þeirra sem eru í fram­boði, um 20 pró­sent. Fyr­ir­ ofan hann er Guðni Th. Jóhann­es­son sem mælist með um 60 pró­sent fylgi.

Byrj­aði í Eyj­unni

Guðni Th. var spurður út í ummæli sín á fyr­ir­lestri sem hann hélt á Bif­röst árið 2013 í þætt­inum Eyj­unni, sem stýrt er af Birni Inga Hrafns­syni, á sunnu­dag. Þau ummæli vor­u: „Er fávís lýð­ur­inn aftur að pródúsera rangar sam­eig­in­legar minn­ing­ar?" 

Morg­un­blaðið fjall­aði svo um ummælin í frétt á þriðju­dag og í Stak­stein­um, þar sem Guðni Th. hefur ítrekað orðið fyrir harðri gagn­rýni að und­an­förnu. Auk þess var birt sam­an­klippt mynd­band sem fylgdi frétt um málið á frétta­vef Morg­un­blaðs­ins, mbl.is, á mánu­dag. 

Guðni Th. sagði í fyr­ir­lestr­inum í gær að ekki ætti að taka ummælin bók­staf­lega og að þau væru slitin úr sam­hengi. Auk þess væri um að ræða orð fyrr­ver­andi nem­anda hans um móður sína og að það hafi komið skýrt fram í fyr­ir­lestr­in­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None