Þriðjungi færri greiddu atkvæði í formannskjöri Samfylkingar en 2013

Oddný G. Harðardóttir þegar hún var kosinn nýr formaður Samfylkingarinnar í gær.
Oddný G. Harðardóttir þegar hún var kosinn nýr formaður Samfylkingarinnar í gær.
Auglýsing

Oddný G. Harð­ar­dóttir var kjör­inn nýr for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í gær. Hún hlaut 59,9 pró­sent af þeim 3.877 atkvæðum sem greidd voru í próf­kjör­inu í alls­herj­ar­kosn­ingu skráðra félags­manna. Þegar Árni Páll Árna­son var kjör­inn for­maður flokks­ins í alls­herj­ar­kosn­ingu árið 2013 greiddu 5.589 manns atkvæði. Því fækk­aði þeim sem tóku þátt í for­manns­kosn­ingum Sam­fylk­ing­ar­innar um 1.713 á milli alls­herj­ar­kosn­ing­anna, eða um 30 pró­sent. Í sig­ur­ræðu sinni sagði Odd­ný: „Brettum upp ermar kæru félag­ar, það er ekki eftir að neinu að bíða. Hrindum í fram­kvæmd 130 daga áætlun fyrir kosn­ing­ar. Við erum til í slag­inn“.

Magnús Orri Schram hlaut næst flest atkvæði í for­manns­kjör­inu, Helgi Hjörvar kom þar á eftir og fæst atkvæði fram­bjóð­enda hlaut Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son. 

Logi Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar á Akur­eyri, var kjör­inn vara­for­maður flokks­ins. Sú kosn­ing var ekki alls­herj­ar­kosn­ing heldur tóku ein­ungis lands­fund­ar­full­trúar þátt í henni. Logi fékk 106 atkvæði eða 48 pró­sent þeirra sem féllu. Það dugði honum til að sigra þær Mar­gréti Gauju Magn­ús­dóttur (66 atkvæði) og Semu Erlu Serdar (43 atkvæði) í bar­átt­unni um vara­for­manns­stól­inn.

Auglýsing

Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans mælist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar 7,6 pró­sent, sem er tölu­vert fyrir neðan kjör­fylgi flokks­ins frá árinu 2013, þegar hann fékk 12,9 pró­sent. Það var þó lang­versta kosn­inga­nið­ur­staða Sam­fylk­ing­ar­innar í sögu henn­ar. 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None