Aðstoðarmaður innanríkisráðherra ætlar á þing

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, ætlar að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Magnús Lyngdal hefur verið sterklega orðaður við framboð fyrir flokkinn. Elliði Vignisson íhugar einnig framboð.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Magnús Lyngdal Magnússon og Elliði Vignisson hafa verið sterklega orðuð við framboð.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Magnús Lyngdal Magnússon og Elliði Vignisson hafa verið sterklega orðuð við framboð.
Auglýsing

Senn líður að kosn­ingum og eru línur innan flokk­anna óðum að taka á sig mynd. Á sama tíma og þing­menn til­kynna að þeir ætli ekki að halda áfram á kom­andi kjör­tíma­bili, stíga aðrir fram og gefa kost á sér. Aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að hún ætli að bjóða sig fram í annað sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Har­aldur Bene­dikts­son býður sig fram í fyrsta sæt­ið, þar sem Einar K. Guð­finns­son var áður. 

Rit­ari og aðstoð­ar­maður rekt­ors orðuð við fram­boð

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru allar líkur á að Magnús Lyng­dal Magn­ús­son, sagn­fræð­ingur og aðstoð­ar­maður rekt­ors Háskóla Íslands, bjóði sig fram fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, annað hvort í kom­andi þing­kosn­ingum eða í næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum fyrir annað hvort Reykja­vík­ur­kjör­dæm­ið. Einnig er búist við því að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bjóði sig fram, en hún hefur þó enga ákvörðun tek­ið. 

Bæj­ar­stjór­inn í Vest­mann­eyjum hugsar málið

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, hefur líka verið sterk­lega orð­aður við fram­boð. Hann seg­ist hafa fengið mörg sím­töl þess efn­is, bæði frá fjöl­miðlum og stuðn­ings­mönn­um. „Ég tók þá ákvörðun að vera sultu­slakur fram yfir for­seta­kosn­ing­ar. Hef ekki verið að stefna að þessu, ég er í mjög krefj­andi og góðri vinnu sem bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m,“ segir hann við Kjarn­ann. „En það væri hroka­fullt að íhuga ekki þegar maður fær svona mik­inn stuðn­ing. En lengra er ég ekki kom­inn í þessu.“

Auglýsing

Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til­kynnti í gær að hún ætl­aði ekki að gefa kost á sér áfram fyrir flokk­inn. Í kjöl­farið til­kynnti Elín Hirst að hún hugð­ist bjóða sig fram í sæti Ragn­heið­ar, 2. sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None