Höskuldur: Aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að hann hafi aldrei orðið vitni við­líkri ­for­ingja­dýrkun og virð­ist vera hjá „fá­mennum en dug­legum hópi inn­an­ Fram­sókn­ar­flokks­ins“. Það sé þó tölu­verð und­ir­alda í flokknum og hörð gagn­rýn­i hafi komið fram á for­manns hans, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, á mið­stjórn­ar­fund­i á laug­ar­dag. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Hösk­uld­ur, sem tap­aði for­manns­kosn­ingum gegn Sig­mundi Dav­íð árið 2009 og síðan leið­toga­sæt­inu í Norð­aust­ur­kjör­dæmi fyrir kosn­ing­arnar 2013, ­segir hafa miklar áhyggjur af stöðu flokks­ins. Hugsa þurfi um hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætli að eyða kosn­inga­bar­átt­unni framundan í vörn og í að ræða Panama­skjöl­in, eða hvort hann vilji ganga til kosn­inga og ræða góð mál. Hann svarar því ekki skýrt hvort hann hyggi á for­manns­fram­boð. Hann hafi þó hugsað sér að bjóða sig aftur fram til Alþing­is. 

Aðrir þing­menn flokks­ins sem Frétta­blaðið ræddi við ­segja að þeir hafi upp­lifað fund­inn þannig að Sig­mundur Davíð muni leiða ­flokk­inn í næstu kosn­ing­um.

Auglýsing

Í Morg­un­blað­inu er greint frá því að ekki hafi ver­ið ­borin fram til­laga um að flýta haust­fundi mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins á fund­inum á laug­ar­dag, en haust­fund­ur­inn þarf sam­kvæmt lögum flokks­ins að boða til flokks­þings. Þar er haft eftir Karl Garð­ar­syni, þing­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, að lítil sem engin umræða hafi verið um þetta efni á fund­inum á laug­ar­dag. Hann segir marga þeirrar skoð­unar að eðli­legt væri að halda flokks­þing fyrir kosn­ing­ar, sem ætl­aðar eru í haust. „Þar er ekki aðeins for­manns- og stjórn­ar­kjör heldur er líka stefnan mótuð og sett fyrir kosn­ing­ar. Þess vegna eru flestir þeirr­ar ­skoð­unar að það sé nauð­syn­legt að halda flokks­þing, svo þau mál séu á hrein­u.“

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, vara­­for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og for­­sæt­is­ráð­herra, sagði í gær að hann ætli ekki að bjóða sig fram gegn Sig­­mundi Davíð ef sá síð­­­ar­­nefnd­i á­kveður að bjóða sig aftur fram til for­­manns. Þetta sagði Sig­­urður Ingi í útvarps­­þætt­in­um ­Sprengisandi í gær­morg­un.

Sig­­urð­ur­ Ingi sagði þar að það væri ekk­ert laun­ung­­ar­­mál að ýmsar raddir væru upp­i­ innan flokks­ins um hvað skyldi gera varð­andi flokks­­for­yst­una, en Sig­­mund­ur Da­víð sagði af sér sem for­­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far þess að opin­berað var að hann hefði átt aflands­­fé­lagið Wintris, skráð á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­um, ­með eig­in­­konu sinni. Félag­ið, sem yfir millj­­arð króna í eign­um, lýst­i ­kröfum í slitabú föllnu bank­anna. Það er í dag skráð ein­ungis í eigu eig­in­­kon­u ­Sig­­mundar Dav­­íðs.

Eig­in­­kona ­Sig­­mundar Dav­­íðs sagði frá til­­vist Wintris á Face­­book í mars. Nokkrum dög­um áð­ur, þann 11. mars, hafði þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra verið spurður út í fé­lagið í frægu við­tali við sænskan sjón­­varps­­mann. Það við­­tal var síð­an ­sýnt í sér­­­stökum Kast­­ljós­þætti 3. apríl sem fjall­aði um aflands­­fé­laga­­eign ­kjör­inna full­­trúa á Íslandi. Sig­­urður Ingi sagði í Sprengisandi að það hefð­i verið betra ef Sig­­mundur Davíð hefði stigið strax fram og skýrt mál­ið. Hann hefði getað upp­­lýst flokk­inn og þjóð­ina alla.

For­­sæt­is­ráð­herr­ann ­sagði það væri alveg öruggt að kosið yrði í haust. Það væri ekki hægt að hætta við kosn­­ingar við þær aðstæður sem uppi væru. Þá dragi eng­inn fram­­sókn­­ar­­mað­ur­ það í efa að mik­il­vægt væri að halda flokks­­þing fyrir kosn­­ingar í haust og kjósa for­ystu flokks­ins. Sig­­urður Ingi sagð­ist styðja Sig­­mund Davíð til­ á­fram­hald­andi for­­mennsku og að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn honum ef ­Sig­­mundur Davíð ákveður að bjóða sig aftur fram.  

Sig­­mund­ur Da­víð flutti yfir­­lits­ræðu á mið­­stjórn­­­ar­fundi Fram­­sókn­­ar­­manna á laug­ar­dag. Þar ræddi hann Wintris-við­talið og sagði m.a. að hann hefð­i verið leiddur í gildru af fjöl­miðla­­­mönnum og að um óþokka­bragð hefð­i verið að ræða sem snérist um að koma höggi á hann og Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­inn. Sig­­­mundur Davíð sagði einnig í ræðu sinn að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­­­­legri ­merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dag­blöðin bara til að klekkja á Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokkn­­­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None