Ferðaþjónustan í forgrunni ákvörðunar um lög á flugumferðarstjóra

ólöf nordal olof nordal
Auglýsing

Nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ust­una á Íslandi eru í for­grunni í útskýr­ingum Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra á því hvers vegna stjórn­völd hafa ákveðið að leggja fram frum­varp til laga til að stöðva yfir­vinnu­bann flug­um­ferð­ar­stjóra. Þing­fundur hófst rétt í þessu á Alþingi þar sem frum­varpið verður tekið fyr­ir. 

„Í fyrsta lagi er rík­in­u ó­mögu­legt að sinna lög­bundnum skyldum sínum og þjón­ustu, þ.m.t. alþjóð­legum skuld­bind­ing­um um trygga, hag­kvæma og örugga flug­um­ferð­ar­þjón­ustu. Í öðru lagi eru heild­ar­hags­mun­ir heillar atvinnu­greinar und­ir, þ.e. ferða­þjón­ust­unn­ar, og í þriðja lagi er mik­il­vægt að efna­hags­legum stöð­ug­leika verði ekki stefnt í voða með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ingum á vinnu­mark­að­i,“ segir í athuga­semdum við laga­frum­varp­ið. 

Áhrifin á rekstur og orð­spor ferða­þjón­ust­unnar mikil

Þá hafi tæp­lega 60 til­kynn­ingar um röskun á flug­um­ferð­ar­þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli verið gefnar út vegna yfir­vinnu­banns­ins, og það komi sér­stak­lega niður á far­þegum og flug­fé­lög­um, sem ekki eru aðilar að kjara­deil­unn­i. 

Auglýsing

Fram hefur komið að aðgerðir flug­um­ferð­ar­stjóra hafa raskað 1.200 flug­ferðum Icelandair og haft áhrif á um 200.000 far­þega félags­ins. Seink­anir flug­véla WOW-air hafa haft áhrif á um 20.000 far­þega. Þá halda yfir 20 önnur flug­fé­lög uppi áætl­un­ar­flug­i til Kefla­vík­ur­flug­vallar á þessum árs­tíma og hafa aðgerð­irnar jafn­vel haft meiri á­hrif á þjón­ustu þeirra þar sem mörg þeirra fljúga hingað til lands í næt­ur­flugi. Mik­il­vægt er að sam­göngur til og frá land­inu séu í góðu horfi og eru flug­sam­göngur burða­rás í far­þega­flutn­ing­um og flutn­ingum með fersk mat­væli, svo sem sjáv­ar­fang.“ Ljóst sé að með auknum straumi ferða­manna hafi hlut­deild flug­starf­semi af vergri lands­fram­leiðslu auk­ist mik­ið, enda sé búist við 1,7 millj­ónum ferða­manna hingað til lands á þessu ári. 

Áhrifin af vinnu­deil­unni á rekstur íslenskrar ferða­þjón­ustu og orð­spor eru því mik­il, segir í frum­varp­inu. Um þriðj­ungur starfa sem skap­ast hafi í hag­kerf­inu frá 2010 til 2015 séu tengd ferða­þjón­ust­u. 

Ísland er einnig aðili að samn­ingi þar sem ríkið hefur tekið að sér að tryggja sam­fellda flug­leið­sögu­þjón­ustu á Norð­ur­-Atl­ants­hafi á hag­kvæman og öruggan hátt, en ljóst sé að aðgerðir Félags íslenska flug­um­ferð­ar­stjóra komi í veg fyrir að íslensk stjórn­völd geti staðið að fullu við þá skuld­bind­ingu. „Al­þjóðaasam­tök flug­fé­laga, IATA, hafa fylgst með mál­inu, lýst áhyggjum og leitað upp­lýs­inga um trufl­anir og stöðu mála frá Isa­via. Standi ríkið ekki við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt samn­ingnum er hætt við að starf­semin fari úr landi. Með því glat­ast 5 millj­arða kr. gjald­eyr­is­tekj­ur.“

Hækk­anir myndu stofna stöð­ug­leika í hættu

„Kjara­deilan hefur nú þegar valdið miklu tjóni á mörgum svið­um. Við­ræður aðila hafa ­reynst árang­urs­laus­ar. Aug­ljós hætta er á að launa­hækk­anir umfram það sem þegar hef­ur verið samið um á almennum vinnu­mark­aði hafi nei­kvæð áhrif á gild­andi kjara­samn­inga og ­stöð­ug­leika á vinnu­mark­að­i,“ segir jafn­framt í frum­varp­in­u. 

„Brýnt er að kjara­deilan komi ekki af stað víxl­hækk­unum verð­lags og launa sem aftur hefðu í för með sér­ aukna verð­bólgu og rýrnun kaup­máttar sem SALEK-­sam­komu­lag­inu er ætlað að koma í veg ­fyr­ir. Þessu frum­varpi er því ætlað að treysta for­sendur stöð­ug­leika á vinnu­mark­að­i.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None