Ferðaþjónustan í forgrunni ákvörðunar um lög á flugumferðarstjóra

ólöf nordal olof nordal
Auglýsing

Nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ust­una á Íslandi eru í for­grunni í útskýr­ingum Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra á því hvers vegna stjórn­völd hafa ákveðið að leggja fram frum­varp til laga til að stöðva yfir­vinnu­bann flug­um­ferð­ar­stjóra. Þing­fundur hófst rétt í þessu á Alþingi þar sem frum­varpið verður tekið fyr­ir. 

„Í fyrsta lagi er rík­in­u ó­mögu­legt að sinna lög­bundnum skyldum sínum og þjón­ustu, þ.m.t. alþjóð­legum skuld­bind­ing­um um trygga, hag­kvæma og örugga flug­um­ferð­ar­þjón­ustu. Í öðru lagi eru heild­ar­hags­mun­ir heillar atvinnu­greinar und­ir, þ.e. ferða­þjón­ust­unn­ar, og í þriðja lagi er mik­il­vægt að efna­hags­legum stöð­ug­leika verði ekki stefnt í voða með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ingum á vinnu­mark­að­i,“ segir í athuga­semdum við laga­frum­varp­ið. 

Áhrifin á rekstur og orð­spor ferða­þjón­ust­unnar mikil

Þá hafi tæp­lega 60 til­kynn­ingar um röskun á flug­um­ferð­ar­þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli verið gefnar út vegna yfir­vinnu­banns­ins, og það komi sér­stak­lega niður á far­þegum og flug­fé­lög­um, sem ekki eru aðilar að kjara­deil­unn­i. 

Auglýsing

Fram hefur komið að aðgerðir flug­um­ferð­ar­stjóra hafa raskað 1.200 flug­ferðum Icelandair og haft áhrif á um 200.000 far­þega félags­ins. Seink­anir flug­véla WOW-air hafa haft áhrif á um 20.000 far­þega. Þá halda yfir 20 önnur flug­fé­lög uppi áætl­un­ar­flug­i til Kefla­vík­ur­flug­vallar á þessum árs­tíma og hafa aðgerð­irnar jafn­vel haft meiri á­hrif á þjón­ustu þeirra þar sem mörg þeirra fljúga hingað til lands í næt­ur­flugi. Mik­il­vægt er að sam­göngur til og frá land­inu séu í góðu horfi og eru flug­sam­göngur burða­rás í far­þega­flutn­ing­um og flutn­ingum með fersk mat­væli, svo sem sjáv­ar­fang.“ Ljóst sé að með auknum straumi ferða­manna hafi hlut­deild flug­starf­semi af vergri lands­fram­leiðslu auk­ist mik­ið, enda sé búist við 1,7 millj­ónum ferða­manna hingað til lands á þessu ári. 

Áhrifin af vinnu­deil­unni á rekstur íslenskrar ferða­þjón­ustu og orð­spor eru því mik­il, segir í frum­varp­inu. Um þriðj­ungur starfa sem skap­ast hafi í hag­kerf­inu frá 2010 til 2015 séu tengd ferða­þjón­ust­u. 

Ísland er einnig aðili að samn­ingi þar sem ríkið hefur tekið að sér að tryggja sam­fellda flug­leið­sögu­þjón­ustu á Norð­ur­-Atl­ants­hafi á hag­kvæman og öruggan hátt, en ljóst sé að aðgerðir Félags íslenska flug­um­ferð­ar­stjóra komi í veg fyrir að íslensk stjórn­völd geti staðið að fullu við þá skuld­bind­ingu. „Al­þjóðaasam­tök flug­fé­laga, IATA, hafa fylgst með mál­inu, lýst áhyggjum og leitað upp­lýs­inga um trufl­anir og stöðu mála frá Isa­via. Standi ríkið ekki við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt samn­ingnum er hætt við að starf­semin fari úr landi. Með því glat­ast 5 millj­arða kr. gjald­eyr­is­tekj­ur.“

Hækk­anir myndu stofna stöð­ug­leika í hættu

„Kjara­deilan hefur nú þegar valdið miklu tjóni á mörgum svið­um. Við­ræður aðila hafa ­reynst árang­urs­laus­ar. Aug­ljós hætta er á að launa­hækk­anir umfram það sem þegar hef­ur verið samið um á almennum vinnu­mark­aði hafi nei­kvæð áhrif á gild­andi kjara­samn­inga og ­stöð­ug­leika á vinnu­mark­að­i,“ segir jafn­framt í frum­varp­in­u. 

„Brýnt er að kjara­deilan komi ekki af stað víxl­hækk­unum verð­lags og launa sem aftur hefðu í för með sér­ aukna verð­bólgu og rýrnun kaup­máttar sem SALEK-­sam­komu­lag­inu er ætlað að koma í veg ­fyr­ir. Þessu frum­varpi er því ætlað að treysta for­sendur stöð­ug­leika á vinnu­mark­að­i.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None