Fleiri ungar mæður og minni háskólamenntun á Suðurnesjum

Börn
Auglýsing

Hlut­fall háskóla­menntraðra á Suð­ur­nesjum er næstum helm­ingi lægra en lands­með­al­talið. Alls eru 19,7 pró­sent íbúa á Suð­ur­nesjum með háskóla­próf en á land­inu öllu er það hlut­fall 36,2 pró­sent. Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, segir að lágt stig háskóla­mennt­unar sé að ein­hverju leyti afleið­ing af 50 ára veru varn­ar­liðs­ins á Suð­ur­nesj­un­um. Það hafi útvegað fólki vel launuð störf án hárrar mennt­un­ar­kröfu. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Þar kemur einnig fram að mæður undir tví­tugu eru þrisvar sinnum fleiri á Suð­ur­nesjum en á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu og rúm­lega tvisvar sinnum fleiri en með­al­tal slíkra mæðra á land­inu öllu. Þetta kemur fram í lýð­heilsu­vísum land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

Mikil vand­ræði eftir brott­hvarf hers­ins og hrunið

Suð­ur­nesin hafa gengið í gegnum ýmis­konar vand­ræði síð­ast­lið­inn ára­tug. Eftir hrunið var atvinnu­leysi á Suð­ur­nesjum lengi vel það mesta á land­inu, fór hæst upp i 14,5 pró­sent, og hlut­fall heim­ila sem voru í van­skilum þar var það hæsta á land­inu. Þá var hlut­fall örorku­þega hæst á svæð­inu og fleiri fyr­ir­tæki fóru þar í þrot eftir hrunið en á flestum öðrum stöðum á land­inu. Fast­eigna­verð féll einnig hratt og mark­aður fyrir fast­eignir þar var botn­fros­inn um margra ára skeið.

Auglýsing

Þar spil­aði inn í að her­inn hvarf frá fyrir ára­tug síðan og með honum fjöldi starfa án þess að nein ný kæmu í stað­inn. Til að takast á við þessa stöðu síð­ustu árin fyrir hrun reyndi stærsta sveit­ar­fé­lagið á Suð­ur­nesjum, Reykja­nes­bær, að liðka fyrir upp­bygg­ingu á stór­iðju í Helgu­vík, meðal ann­ars með lán­töku til að byggja upp höfn­ina þar og mik­illi eigna­sölu sem afrakst­ur­inn af var svo not­aður til fjár­fest­inga. Auk þess lagði sveit­ar­fé­lagið sig fram við að auka lóða­fram­boð og reyna með því að fjölga íbúum hratt. 

Þessar aðgerð­ir, ásamt braski með fast­eignir sveita­fé­lags­ins, skil­uðu því í hræði­legri fjár­hags­stöðu og á tólf ára tíma­bili var það rekið með rekstr­ar­tapi ell­efu sinn­um. Þótt að mikil til­tekt hafi átt sér stað í rekstri þess á und­an­förnum árum þá eru enn líkur á því að fjár­halds­stjórn verði skipuð yfir Reykja­nesbæ á næstu vik­um.

Ýmsar hag­tölur batnað hratt

Ýmsar aðrar hag­tölur hafa þó batnað hratt á Suð­ur­nesjum á und­an­förnum árum, sam­hliða gríð­ar­legri aukn­ingu í komu ferða­manna til lands­ins, en Kefla­vík­ur­flug­völlur og þjón­usta í kringum hann er stærsti vinnu­staður svæð­is­ins.

Í maí náði svæðið til að mynda þeim árangri að atvinnu­leysi er ekki lengur mest þar á land­inu i fyrsta sinn í árarað­ir. Nú mælist það ein­ungis 2,6 pró­sent. Fast­eigna­verið á Suð­ur­nesjum hefur einnig hækkað skarpt á allra síð­ustu árum og í nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2017, sem kynnt var í gær, kom fram að næst­mesta hækk­unin utan höfðu­borg­ar­svæð­is­ins væri á Suð­ur­nesj­un­um, eða 6,8 pró­sent.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None