Tatiana Birgsson, 26 ára, er ein þeirra þrjátíu sem viðskipta- og nýsköpunarvefurinn Inc.com nefnir sem „svalan frumkvöðul“ á lista yfir þrjátíu frumkvöðla undir þrítugu (30 under 30).
Tatiana er meðal stofnanda fyrirtækisins Mati Energy, sem framleiðir heilsu/orku drykk undir samnefndu nafni. Drykkurinn hefur fengið afar góðar viðtökur, en rekja má stofnun fyrirtækisins til þess þegar Tatiana var að búa til drykki, þegar hún var nemandi við Duke háskóla.
Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Drykkurinn fæst í Whole Foods verslunum, samkvæmt sem fram kemur í umfjöllun Inc.com, en mun brátt einnig fást í Costco. Tatiana stýrir fyrirtækinu sem framkvæmdastjóri.
Fyrirtækið er metið á 5,5 milljónir Bandaríkjadala, um 700 milljónir króna, og er gert ráð fyrir fyrir að tekjur þess fari í fyrsta skipti yfir eina milljón Bandaríkjadala á þessu ári, eða sem nemur um 123 milljónum króna.