Hagkerfi Kaliforníu er nú orðið sjötta stærsta hagkerfi í heimi á kostnað Frakklands. Kröftugt efnahagslíf í Kaliforníu og sterkur Bandaríkjadalur er sagt vera ástæða þessa. Árið 2014 var hagkerfi Kaliforníu það áttunda stærsta í heimi. Reuters greinir frá þessu.
Irena Asmundson, aðahagfræðingur fjármálaráðuneytis Kaliforníu, sagði í samtali við Reuters að mjög vel hefði gengið í Kaliforníu árið 2015. Miðað er við verga landsframleiðslu í nýjustu opinberu gögnum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS).
Kalifornía stendur sig best allra ríkja í Bandaríkjunum þegar kemur að vexti í fjölda starfa, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti ríkisins. Landsframleiðsla Kaliforníu árið 2015 var 2,46 trilljónir dollara og óx hagkerfið um 4,1 prósent á milli ára. Landsframleiðsla Kaliforníu árið 2015 var 2,46 trilljónir dollara og jókst um 4,1 prósent á milli ára. Til samanburðar þá óx verg landsframleiðsla Bandaríkjanna um 2,4 prósent.
Bandaríkin öll eru sem fyrr stærsta hagkerfi í heimi. Kína kemur þar á eftir, þá Japan, Þýskaland og Bretland.