Draga þurfi úr losun næringarefna í Mývatn

Hreinsa þarf fráveituvatn, efla fræðslu til íbúa og ferðamanna og láta ferðamannatekjur renna til verndunaraðgerða. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu á vegum starfshóps sem skipaður var um málefni Mývatns.

Mývatn og Laxá eru talin með dýrmætustu náttúruperlum Íslands vegna margbrotinnar náttúrufegurðar og auðugs lífríkis.
Mývatn og Laxá eru talin með dýrmætustu náttúruperlum Íslands vegna margbrotinnar náttúrufegurðar og auðugs lífríkis.
Auglýsing

Hreinsa þarf bæði nitur og fos­fór úr frá­veitu­vatni til að minnka álag á Mývatn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem sam­starfs­hóp­ur sem skip­aður var um mál­efni Mývatns skil­aði af sér á dög­unumHóp­ur­inn varar þó við vænt­ingum um að hægt sé að snúa nei­kvæðri þróun líf­rík­is­ins á skömmum tíma. Nei­kvæðar breyt­ingar á líf­ríki Mývatns benda til nær­ing­ar­efna­auðg­unar að mati RAMÝ, Nátt­úru­rann­sókn­ar­stöðvar við Mývatn. Hóp­ur­inn segir að sporna þurfi við þess­ari þró­un. Í skýrsl­unni kemur fram að þótt ekki telj­ist sannað að nær­ing­ar­efna­auðgun sé helsta orsök vand­ans sé nauð­syn­legt að draga úr losun slíkra efna í vatn­ið. 

Sam­kvæmt starfs­hópnum þarf líka að auka rann­sóknir og vöktun á líf­ríki Mývatns og Laxár og hann telur að tekjur af ferða­manna­straum eigi að renna að ein­hverju leyti til þess­ara aðgerða. Efla þurfi einnig fræðslu til íbúa og ferða­manna.

Miklar umræður hafa skap­ast um ástand og líf­ríki vatns­ins und­an­far­ið. Kjarn­inn fjall­aði meðal ann­ars um ályktun Veiði­fé­lags Mývatns í maí, þar sem félags­menn skor­uðu einmitt á stjórn­völd að beita sér fyrir auknum fram­lögum til rann­sókna og aðgerða vegna áfalla í líf­ríki Mývatns og Lax­ár. 

Auglýsing

Ríkið og Skútu­staða­hreppur vinni að útbótum saman

Í skýrsl­unni segir að gera þurfi heild­stæða áætlun um úrbætur í frá­veitu­málum en þær þurfi að ná til nokk­urra staða við vatn­ið. Rétt sé að rík­is­valdið og Skútu­staða­hreppur vinni saman að umbótum við hreinsun vatns og öðrum aðgerðum til að draga úr inn­streymi nær­ing­ar­efna í Mývatn. Starfs­hóp­ur­inn mælir með að víð­tæk grein­ing á lausnum í frá­veitu­málum taki eins skamman tíma og unnt er.

Nauð­syn­legt að efla frek­ari rann­sóknir

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að nauð­syn­legt sé að efla rann­sóknir og vöktun á Mývatni og Laxá og líf­rík­inu þar. Í ljósi vand­ans nú sé mik­il­vægt að fá betri mynd af inn­streymi nær­ing­ar­efna, vexti þör­unga og blá­bakt­ería og ferlum í fæðu­keðjum vatns­ins. Einnig þurfi að huga að mögu­legum eit­urá­hrifum bakt­er­í­anna í Mývatni. Jafn­framt sé æski­legt að fylgj­ast með svip­uðum ferlum í öðrum vötnum á svæð­in­u. 

Mik­il­vægt sé að efla enn frekar sam­starf vís­inda­manna sem koma að vöktun og rann­sóknum og miðlun á nið­ur­stöðum þeirra til stjórn­valda, íbúa svæð­is­ins og almenn­ings. 

Ferða­manna­tekjur ættu að renna til aðgerða

Tekjur af stór­auknum ferða­manna­straumi ættu að renna að ein­hverju leyti til aðgerða til að vernda helstu nátt­úruperlur og tryggja aðdrátt­ar­afl þeirra og sýna fram á að Íslend­ingar hlúi vel að þeim, að mati skýrslu­höf­unda. Fjölgun ferða­manna séu taldar auka álag á líf­ríki Mývatns og ljóst sé að Mývatn og Laxá eru meðal helstu og þekkt­ustu nátt­úruperla Íslands. Sem slíkar hafi þær mikið fjár­hags­legt virði fyrir þjóð­ar­bú­ið, auk ómet­an­legs gildis ein­stakrar nátt­úru og líf­ríkis á heims­vís­u. 

Efla þarf fræðslu

Æski­legt þykir að efla fræðslu til íbúa og ferða­manna sem getur reynst skjót­virk leið til bættrar umgengni og að halda áhrifum manna í lág­marki, að mati skýrslu­höf­unda. Fræðsla til íbúa um líf­rík­ið, vatns­spar­andi lausnir sem draga úr álagi á skólp­hreinsi­kerfi og um notkun vist­vænna hreinsi­efna séu dæmi um brýn mál­efni. Fræðsla til ferða­manna um umgengni og aukið eft­ir­lit með því að frið­lýs­ing­ar­skil­málum laga um Mývatn og Laxá sé fylgt leiði einnig til bættrar umgengni.

Hlut­verk hóps­ins að draga saman bestu fáan­lega þekk­ing­una

Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði sam­starfs­hóp­inn 17. maí síð­ast­lið­inn og óskaði eftir því að hann skil­aði sam­an­tekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugs­an­legar aðgerðir til að bæta þar úr. Hóp­inn skip­uðu átta full­trúar frá stofn­un­um, hags­muna- og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök­um, Skútu­staða­hreppi og ráðu­neyt­in­u. Þetta kemur fram í frétt Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins

Til­gangur sam­an­tekt­ar­innar var að aðstoða stjórn­völd við ákvarð­ana­töku varð­andi mögu­legar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á líf­ríki vatns­ins. Auk sam­an­tektar á þeim upp­lýs­ingum sem ráð­herra óskaði eftir setti hóp­ur­inn einnig fram nokkrar ábend­ingar sem stjórn­völd gætu haft til hlið­sjónar varð­andi næstu skref. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None