Leiðtogar stjórnarandstöðu óttast uppgang öfgaafla í Evrópu

Stjórnarandstöðuleiðtogar óttast uppgang öfgaafla í Evrópu eftir Brexit. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir niðurstöðuna engin áhrif hafa á Ísland, sem sé besta þjóð í heimi og standi hvort eð er utan ESB.

Katrín Jakobsdóttir, Oddný Harðardóttir, Benedikt Jóhannesson og Birgitta Jónsdóttir
Katrín Jakobsdóttir, Oddný Harðardóttir, Benedikt Jóhannesson og Birgitta Jónsdóttir
Auglýsing

Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna óttast uppgang öfgaafla í Evrópu eftir Brexit kosninguna í nótt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ekki eins svartsýnir. 

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa neinar áhyggjur af afleiðingum fyrir Ísland eftir að Bretar kusu um að ganga út úr Evrópusambandinu (ESB). Í hádegisfréttum RÚV sagði Gunnar Bragi: 

Gunnar Bragi Sveinsson.„Nei, ég hef engar áhyggjur. Ísland er utan Evrópusambandsins, við erum besta þjóð í heimi, bestir í fótbolta og allt.“

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í morgun að þó að fólk hefði miklar áhyggjur af stöðu mála megi ekki gleyma því að sam­keppn­is­staða geti líka styrkst með úrsögn. Það sé jákvætt að gefa fólki tæki­færi á að kjós­a. 

„Það varð ákveðið bil á milli hins venju­lega manns og ESB, maður sér hvernig atkvæðin dreifast,“ sagði hún. „Það er lands­byggðin sem vill ekki vera í ESB.“

Niðurstaðan ekki skaðleg fyrir Ísland

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sama skapi að niðurstaðan muni ekki hafa skaðleg áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Nauðsynlegt sé að leyfa tímanum að líða til að sjá hvernig Bretar vilji snúa sér í því samstarfi. Hann segir aðild Íslands að ESB nú fjarlægari hugmynd heldur en áður. 

Auglýsing

Óttast að Evrópa sé að brotna

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, óttast að Evrópa sé að brotna. Öfgamenn í Hollandi vilji þjóðaratkvæðagreiðslu og það sama megi segja um Frakka. 

„Ég óttast mest uppgang öfgaafla í Evrópu og stuðning við óttann. Ég hef alltaf verið mjög gagnrýnin á skrifræði í Evrópu og það þarf að laga valdahlutföllin og færa valdið nær fólkinu,“ segir Birgitta. „Þetta ætti að vera mjög sterk vísbending að ef fólki er umhugað um frið í Evrópu þarf að fara í miklar breytingar á ESB. Ég held að þetta hafi rosalega mikil áhrif og skynja það hjá vinum mínum Bretlandi. Fólk er bara svolítið hrætt og mikið óvissuástand. Það þarf að fara mjög varlega.“ 

Íslandi betur borgið utan ESB

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Kjarnann að Brexit niðurstaðan skapi mikla óvissu fyrir Breta og erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. 

„Það lítur út fyrir að þetta hafi mjög mikil áhrif á Bretland, Skotar ætla að kjósa aftur um sjálfstæði og það eru hreyfingar í Norður Írlandi. Það er ljóst að ESB þarf að skoða sína stöðu,” segir Katrín. 

Að mati Katrínar er Íslandi betur borgið utan ESB. 

„Það er ekki okkar hagur að sækja um aðild,” segir hún. „En ef það á að sækja um aðild verður það ekki gert án aðkomu þjóðarinnar og þingsins.“  

Katrín segir það áhyggjuefni hversu áberandi rök um þjóðernishyggju og ótta við innflytjendur hafa verið í umræðunni um Brexit. „Allir verða að leggjast á eitt að leiða þessi mál í friðsaman farveg. Ég hef auðvitað áhyggjur af stöðunni,“ segir hún.

Áhyggjur af hægri öfgahópum og rasisma

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir þessi stórtíðindi flókið mál og afar vandasamt fyrir Bretland. 

„Niðurstöðurnar kljúfa þjóðina í tvennt. Það verður verkur að sameina fylkingar og ekki síst unga fólkið sem vildi að Bretland yrði áfram opið og alþjóðlegt,“ segir Oddný. „Svo breytir þetta ESB og samvinnu innan Evrópu. Það kemur í ljós á næstu tveimur árum hvernig það verður.“

Oddný hefur verulegar áhyggjur af því að niðurstaðan ýti undir öfgahópa, öfgahægriöfl og rasisma. „Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll,“ segir hún. Íslendingum sé betur borgið innan ESB, með efnahagsbandalagi við Evrópulöndin og ekki síst myntbandalagi. Það eigi þó aldrei að hefja samningaferli að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu. 

„Við þurfum að meta okkar efnahagslegu stöðu við þessar breytingar. Og fylgjast með því hvaða áhrif þetta hefur á ESB,“ segir hún. „En við munum tala við því að fara aftur í samningaferli.“

Vond niðurstaða fyrir alla Evrópu

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sem ætlar að bjóða fram í komandi Alþingiskosningum og mælist með tæp tíu prósent í skoðanakönnunum, segir niðurstöðuna áfall fyrir Breta og önnur Evrópuríki, þar með talið Ísland. 

„Ég hef mestar áhyggjur af því ef þetta breiðist út. ESB var stofnað til að varðveita mannréttindi, frið og frelsi, sem manni finnst einskis virði eins og vatn og loft, nema þegar mann vantar það.“ 

Ekki náðist í Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None