Cameron við Corbyn: „Í guðanna bænum maður, farðu!“

Cameron og Corbyn
Auglýsing

Róð­ur­inn þyng­ist hjá Jer­emy Cor­byn, for­manni Verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, en æ fleiri áhrifa­menn bæt­ast nú í hóp þeirra sem vilja að hann segi af sér sem for­maður flokks­ins. Ed Mili­band, sem var for­maður flokks­ins á undan Cor­byn, bætt­ist í morgun í hóp þeirra sem vilja hann burt. Mili­band hefur hingað til stutt Cor­byn, en sagði að staða hans væri nú orðin óverj­andi, hann hefði misst til­trú þing­manna sinna. Gor­don Brown, annar fyrr­ver­andi leið­togi flokks­ins, lýsti því einnig yfir að honum þætti að Cor­byn ætti að hætta. 

Í gær lýsti mik­ill meiri­hluti þing­manna Verka­manna­flokks­ins yfir van­trausti á Cor­byn, og í dag hafa allir 20 Evr­ópu­þing­menn flokks­ins einnig lýst yfir van­trausti á hann. Cor­byn hefur hingað til neitað að hætta, þótt breskir fjöl­miðlar greini nú frá því að starfs­lið hans reyni nú að fá hann til að segja af sér frekar en að fara í for­manns­slag. Fjöl­miðlar segja þó frá sögu­sögnum af því að mik­ill fjöldi fólks hafi skráð sig í flokk­inn und­an­farna daga til stuðn­ings Cor­byn, og að ein­hver stóru verka­lýðs­fé­lögin ætli að lýsa yfir stuðn­ingi við hann. 

Vanga­veltur eru uppi um það hvort flokk­ur­inn muni hrein­lega klofna. Guar­dian greinir frá því að þing­menn, sem séu mót­fallnir Cor­byn, séu farnir að skoða laga­legan rétt til að nota nafnið Verka­manna­flokk­ur­inn. 

Auglýsing

David Cameron bætt­ist einnig í hóp­inn í dag þegar hann og Jer­emy Cor­byn tók­ust á í breska þing­inu. Cameron sagði við Cor­byn að það væri kannski Íhalds­flokknum í hag að Cor­byn yrði áfram for­maður Verka­manna­flokks­ins, en það væri ekki þjóð­inni fyrir bestu. „Í guð­anna bænum mað­ur, farð­u!“ sagði hann því við Cor­byn. 

Hér að neðan má sjá mynd­band af Cameron að segja Cor­byn að hætta. 

Í dag fund­uðu leið­togar hinna 27 Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna einnig í Brus­sel, í fyrsta sinn án Breta, og ræddu afleið­ingar ákvörð­unar bresku þjóð­ar­innar að segja sig úr sam­band­inu. Don­ald Tusk, for­seti leið­toga­ráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í yfir­lýs­ingu eftir fund­inn að engar við­ræður myndu eiga sér stað fyrr en Bretar til­kynna form­lega um úrsögn sína. „Leið­tog­arnir gerðu það skýrt í dag að aðgangur að sam­eig­in­lega mark­aðnum þarfn­ast þátt­töku í öllu fjór­frels­inu, þar með talið frjálsri för fólks.“ Það verði engar sér­lausnir í boði fyrir Breta. Einnig hafi leið­tog­arnir rætt það að of margir íbúar Evr­ópu séu óánægðir með gang mála og ætlist til þess að Evr­ópu­sam­bandið geri bet­ur. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None