Cameron við Corbyn: „Í guðanna bænum maður, farðu!“

Cameron og Corbyn
Auglýsing

Róð­ur­inn þyng­ist hjá Jer­emy Cor­byn, for­manni Verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, en æ fleiri áhrifa­menn bæt­ast nú í hóp þeirra sem vilja að hann segi af sér sem for­maður flokks­ins. Ed Mili­band, sem var for­maður flokks­ins á undan Cor­byn, bætt­ist í morgun í hóp þeirra sem vilja hann burt. Mili­band hefur hingað til stutt Cor­byn, en sagði að staða hans væri nú orðin óverj­andi, hann hefði misst til­trú þing­manna sinna. Gor­don Brown, annar fyrr­ver­andi leið­togi flokks­ins, lýsti því einnig yfir að honum þætti að Cor­byn ætti að hætta. 

Í gær lýsti mik­ill meiri­hluti þing­manna Verka­manna­flokks­ins yfir van­trausti á Cor­byn, og í dag hafa allir 20 Evr­ópu­þing­menn flokks­ins einnig lýst yfir van­trausti á hann. Cor­byn hefur hingað til neitað að hætta, þótt breskir fjöl­miðlar greini nú frá því að starfs­lið hans reyni nú að fá hann til að segja af sér frekar en að fara í for­manns­slag. Fjöl­miðlar segja þó frá sögu­sögnum af því að mik­ill fjöldi fólks hafi skráð sig í flokk­inn und­an­farna daga til stuðn­ings Cor­byn, og að ein­hver stóru verka­lýðs­fé­lögin ætli að lýsa yfir stuðn­ingi við hann. 

Vanga­veltur eru uppi um það hvort flokk­ur­inn muni hrein­lega klofna. Guar­dian greinir frá því að þing­menn, sem séu mót­fallnir Cor­byn, séu farnir að skoða laga­legan rétt til að nota nafnið Verka­manna­flokk­ur­inn. 

Auglýsing

David Cameron bætt­ist einnig í hóp­inn í dag þegar hann og Jer­emy Cor­byn tók­ust á í breska þing­inu. Cameron sagði við Cor­byn að það væri kannski Íhalds­flokknum í hag að Cor­byn yrði áfram for­maður Verka­manna­flokks­ins, en það væri ekki þjóð­inni fyrir bestu. „Í guð­anna bænum mað­ur, farð­u!“ sagði hann því við Cor­byn. 

Hér að neðan má sjá mynd­band af Cameron að segja Cor­byn að hætta. 

Í dag fund­uðu leið­togar hinna 27 Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna einnig í Brus­sel, í fyrsta sinn án Breta, og ræddu afleið­ingar ákvörð­unar bresku þjóð­ar­innar að segja sig úr sam­band­inu. Don­ald Tusk, for­seti leið­toga­ráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í yfir­lýs­ingu eftir fund­inn að engar við­ræður myndu eiga sér stað fyrr en Bretar til­kynna form­lega um úrsögn sína. „Leið­tog­arnir gerðu það skýrt í dag að aðgangur að sam­eig­in­lega mark­aðnum þarfn­ast þátt­töku í öllu fjór­frels­inu, þar með talið frjálsri för fólks.“ Það verði engar sér­lausnir í boði fyrir Breta. Einnig hafi leið­tog­arnir rætt það að of margir íbúar Evr­ópu séu óánægðir með gang mála og ætlist til þess að Evr­ópu­sam­bandið geri bet­ur. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None