Theresa May langefst í fyrstu umferð formannskjörs í Íhaldsflokknum

Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10.
Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10.
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, fékk miklu fleiri atkvæði en allir aðrir fram­bjóð­endur til for­mennsku í breska Íhalds­flokknum í fyrstu umferð for­manns­kjörs­ins. May hlaut stuðn­ing 165 þing­manna flokks­ins, en næst á eftir henni var Andrea Leadsom, sem hlaut stuðn­ing 66 þing­manna. 

Þriðji í kjör­inu var Mich­ael Gove, sem hlaut 48 atkvæði, og þar á eftir Stephen Crabb, sem fékk 34. Liam Fox rak lest­ina með 16 atkvæði, og það þýðir að hann dettur út úr kjör­inu sjálf­krafa. Stephen Crabb til­kynnti svo nú í kvöld að hann myndi líka draga sig út úr kjör­inu. Hann sagð­ist af öllu hjarta styðja Ther­esu May til for­manns. 

Önnur umferð for­manns­kjörs­ins hefst á fimmtu­dag. Ef þörf krefur verður svo kosið milli tveggja efstu fram­bjóð­end­anna næsta þriðju­dag, og þá munu gras­rót­ar­með­limir í flokknum geta kos­ið. 

Auglýsing

May sagð­ist vera ánægð og þakk­lát fyrir stuðn­ing­inn sem hún hlaut í fyrstu umferð­inni, en nán­ast algjör­lega tryggt er að hún verður annar þeirra fram­bjóð­enda sem kosið gæti verið um á þriðju­dag. „Það er mikið verk fyrir höndum hjá okk­ur, að sam­eina flokk­inn okkar og land­ið, að semja um besta mögu­lega samn­ing nú þegar við yfir­gefum ESB og að gera Bret­land að landi fyrir alla.“ 

Úrslitin eru hins vegar áfall fyrir Mich­ael Gove dóms­mála­ráð­herra sem brá fæti fyrir félaga sinn og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, Boris John­son, þegar hann til­kynnti í síð­ustu viku að hann hygð­ist sjálfur sækj­ast eftir for­mennsku í flokkn­um. Fram að því hafði verið talið að John­son færi fram og Gove yrði hans hægri hönd, mögu­lega sem fjár­mála- eða utan­rík­is­ráð­herra. Þeir voru báðir mjög áber­andi í bar­átt­unni fyrir því að Bret­land yfir­gæfi Evr­ópu­sam­band­ið. 

Ákvörðun Gove hefur verið sögð stunga í bak John­son, og atburða­rásinni líkt við House of Cards eða aðrar dramat­ískar sjón­varps­þátt­arað­ir. 

Boris John­son lýsti í gær form­lega yfir stuðn­ingi við Andreu Leadsom, og sagði hana hafa allt sem til þyrfti til að leiða Bret­land. Talið er að stuðn­ingur hans hafi hjálpað henni mikið og fylkt stuðn­ings­mönnum þess að yfir­gefa ESB að baki henn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
Kjarninn 20. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None