Theresa May langefst í fyrstu umferð formannskjörs í Íhaldsflokknum

Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10.
Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10.
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, fékk miklu fleiri atkvæði en allir aðrir fram­bjóð­endur til for­mennsku í breska Íhalds­flokknum í fyrstu umferð for­manns­kjörs­ins. May hlaut stuðn­ing 165 þing­manna flokks­ins, en næst á eftir henni var Andrea Leadsom, sem hlaut stuðn­ing 66 þing­manna. 

Þriðji í kjör­inu var Mich­ael Gove, sem hlaut 48 atkvæði, og þar á eftir Stephen Crabb, sem fékk 34. Liam Fox rak lest­ina með 16 atkvæði, og það þýðir að hann dettur út úr kjör­inu sjálf­krafa. Stephen Crabb til­kynnti svo nú í kvöld að hann myndi líka draga sig út úr kjör­inu. Hann sagð­ist af öllu hjarta styðja Ther­esu May til for­manns. 

Önnur umferð for­manns­kjörs­ins hefst á fimmtu­dag. Ef þörf krefur verður svo kosið milli tveggja efstu fram­bjóð­end­anna næsta þriðju­dag, og þá munu gras­rót­ar­með­limir í flokknum geta kos­ið. 

Auglýsing

May sagð­ist vera ánægð og þakk­lát fyrir stuðn­ing­inn sem hún hlaut í fyrstu umferð­inni, en nán­ast algjör­lega tryggt er að hún verður annar þeirra fram­bjóð­enda sem kosið gæti verið um á þriðju­dag. „Það er mikið verk fyrir höndum hjá okk­ur, að sam­eina flokk­inn okkar og land­ið, að semja um besta mögu­lega samn­ing nú þegar við yfir­gefum ESB og að gera Bret­land að landi fyrir alla.“ 

Úrslitin eru hins vegar áfall fyrir Mich­ael Gove dóms­mála­ráð­herra sem brá fæti fyrir félaga sinn og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, Boris John­son, þegar hann til­kynnti í síð­ustu viku að hann hygð­ist sjálfur sækj­ast eftir for­mennsku í flokkn­um. Fram að því hafði verið talið að John­son færi fram og Gove yrði hans hægri hönd, mögu­lega sem fjár­mála- eða utan­rík­is­ráð­herra. Þeir voru báðir mjög áber­andi í bar­átt­unni fyrir því að Bret­land yfir­gæfi Evr­ópu­sam­band­ið. 

Ákvörðun Gove hefur verið sögð stunga í bak John­son, og atburða­rásinni líkt við House of Cards eða aðrar dramat­ískar sjón­varps­þátt­arað­ir. 

Boris John­son lýsti í gær form­lega yfir stuðn­ingi við Andreu Leadsom, og sagði hana hafa allt sem til þyrfti til að leiða Bret­land. Talið er að stuðn­ingur hans hafi hjálpað henni mikið og fylkt stuðn­ings­mönnum þess að yfir­gefa ESB að baki henn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None