Theresa May langefst í fyrstu umferð formannskjörs í Íhaldsflokknum

Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10.
Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10.
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, fékk miklu fleiri atkvæði en allir aðrir fram­bjóð­endur til for­mennsku í breska Íhalds­flokknum í fyrstu umferð for­manns­kjörs­ins. May hlaut stuðn­ing 165 þing­manna flokks­ins, en næst á eftir henni var Andrea Leadsom, sem hlaut stuðn­ing 66 þing­manna. 

Þriðji í kjör­inu var Mich­ael Gove, sem hlaut 48 atkvæði, og þar á eftir Stephen Crabb, sem fékk 34. Liam Fox rak lest­ina með 16 atkvæði, og það þýðir að hann dettur út úr kjör­inu sjálf­krafa. Stephen Crabb til­kynnti svo nú í kvöld að hann myndi líka draga sig út úr kjör­inu. Hann sagð­ist af öllu hjarta styðja Ther­esu May til for­manns. 

Önnur umferð for­manns­kjörs­ins hefst á fimmtu­dag. Ef þörf krefur verður svo kosið milli tveggja efstu fram­bjóð­end­anna næsta þriðju­dag, og þá munu gras­rót­ar­með­limir í flokknum geta kos­ið. 

Auglýsing

May sagð­ist vera ánægð og þakk­lát fyrir stuðn­ing­inn sem hún hlaut í fyrstu umferð­inni, en nán­ast algjör­lega tryggt er að hún verður annar þeirra fram­bjóð­enda sem kosið gæti verið um á þriðju­dag. „Það er mikið verk fyrir höndum hjá okk­ur, að sam­eina flokk­inn okkar og land­ið, að semja um besta mögu­lega samn­ing nú þegar við yfir­gefum ESB og að gera Bret­land að landi fyrir alla.“ 

Úrslitin eru hins vegar áfall fyrir Mich­ael Gove dóms­mála­ráð­herra sem brá fæti fyrir félaga sinn og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, Boris John­son, þegar hann til­kynnti í síð­ustu viku að hann hygð­ist sjálfur sækj­ast eftir for­mennsku í flokkn­um. Fram að því hafði verið talið að John­son færi fram og Gove yrði hans hægri hönd, mögu­lega sem fjár­mála- eða utan­rík­is­ráð­herra. Þeir voru báðir mjög áber­andi í bar­átt­unni fyrir því að Bret­land yfir­gæfi Evr­ópu­sam­band­ið. 

Ákvörðun Gove hefur verið sögð stunga í bak John­son, og atburða­rásinni líkt við House of Cards eða aðrar dramat­ískar sjón­varps­þátt­arað­ir. 

Boris John­son lýsti í gær form­lega yfir stuðn­ingi við Andreu Leadsom, og sagði hana hafa allt sem til þyrfti til að leiða Bret­land. Talið er að stuðn­ingur hans hafi hjálpað henni mikið og fylkt stuðn­ings­mönnum þess að yfir­gefa ESB að baki henn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None