Vefsíðan Dagsljós á að varpa frekara ljósi á Al Thani málið

Áhugamenn um réttlæti í Al Thani málinu hafa opnað síðu sem nefnist Dagsljós. Sakborningarnir eru á bak við síðuna en Freyr Einarsson er verkefnisstjóri. „Við ætlum að setja inn öll gögn málsins til að þau komi fram í dagsljósið,“ segir Freyr.

Dagsljós er titlað sem verkefni áhugamanna um réttlæti í Al Thani málinu. Kaupþingsmenn standa að baki verkefninu.
Dagsljós er titlað sem verkefni áhugamanna um réttlæti í Al Thani málinu. Kaupþingsmenn standa að baki verkefninu.
Auglýsing

Fjór­menn­ing­arnir sem sitja inni fyrir Al Thani málið hafa sett af stað verk­efni „áhuga­manna um rétt­læti í svo köll­uðu Al Thani máli sem nú er til rann­sóknar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu.“ Verk­efnið ber heitið Dags­ljós og hefur Face­book síða verið stofn­uð. Vef­síðan opnar með haustin­u. 

Hugsað sem gagna­veita

Freyr Ein­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður sjón­varps, frétta og íþrótta hjá 365, sér utan um verk­efnið fyrir fjór­menn­ing­ana, þá Ólaf Ólafs­son, Sig­urð Ein­ars­son, Hreiðar Má Sig­urðs­son og Magnús Guð­munds­son.  

„Þetta verður hugsað sem gagna­veita. Við erum að byggja upp ákveð­inn gagna­grunn með þeim mikla fjölda gagna sem til­heyra í mál­inu og von­ast til þess í leið­inni að ný gögn líti dags­ins ljós,“ segir Freyr í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er ljóst að sak­born­ingar fengu aldrei aðgengi að öllum gögnum máls­ins, eins og spurt er í spurn­inga­lista frá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um. Við ætlum að setja inn öll gögn máls­ins til að þau komi fram í dags­ljós­ið.“ Þaðan komi heiti síð­unn­ar, Dags­ljós. 

Freyr Einarsson

Face­book-­síðan mun bara birta fréttir tengdar mál­inu 

„Frétta­flutn­ingur af mál­inu hefur alla tíð verið rang­ur,“ segir Freyr. „Það er algengur mis­skiln­inugr að ein­hver hafi tap­að, það tap­aði eng­inn á þessu. Bank­inn græddi. Það tap­aði eng­inn nema sjeik­inn, Al Than­i.“ 

Auglýsing

Vann að sam­an­tekt um málið í jan­úar

Að sögn Freys opnar síðan með haustinu. Í jan­úar greindi Kjarn­inn frá því að Freyr væri að vinna að sam­an­tekt um Al Thani málið fyrir Almenna bóka­fé­lag­ið. Þá var ekki ljóst hvort úr verði bók eða skýrsla, en Freyr þvertók fyrir það þá að vera að vinna fyrir Kaup­þings­menn og und­ir­strik­aði að sam­an­tektin væri fyrir Almenna bóka­fé­lag­ið. 

Lénið www.­dagsljos.is var skráð þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn og á nafni Freys. 

dagsljós

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None