Þriðjungur ungra kvenna með óheilbrigt viðhorf gagnvart mat

Konur eru tvöfalt líklegri til að hafa óheilbrigð viðhorf gagnvart mat heldur en karlar. Eftir því sem fólk er óánægðara með eigin líkamsþyngd eykur líkur á óheilbrigðu viðhorfi gagnvart eigin mataræði. Þetta eru niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar.

Ungar konur í yfirþyngd eru líklegastar til að hafa óheilbrigt viðhorf til eigin mataræðis.
Ungar konur í yfirþyngd eru líklegastar til að hafa óheilbrigt viðhorf til eigin mataræðis.
Auglýsing

Tvö­falt fleiri konur hafa óheil­brigt við­horf til matar­æðis heldur en karl­ar. 22 pró­sent kvenna hafa svokölluð hamlandi fæðu­við­horf, en ell­efu pró­sent karla. Óheil­brigð við­horf til matar eru algeng­ust meðal yngri kvenna á aldr­inum 18 til 29 ára, en 36 pró­sent þeirra falla undir skil­grein­ing­una, en aðeins 15 pró­sent karla á sama aldri. Tæp­lega 40 pró­sent kvenna sem eru ósáttar við eigin lík­ams­þyngd hafa óheil­brigt við­horf gagn­vart mat og 23 pró­sent karla. Þetta kemur fram í rann­sókn um við­horf Íslend­inga til eigin matar­æðis sem birt var í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Líðan og við­horf fólks í tengslum við eigið matar­æði hefur lítið verið rann­sakað meðal full­orð­inna Íslend­inga. Fram kemur í ágripi rann­sókn­ar­innar að í flestum vest­rænum sam­fé­lögum sé mikil áhersla lögð á granna og stælta lík­ama en á sama tíma þyngj­ast alltaf fleiri og fleiri. Slíkt getur haft slæm sál­fræði­leg áhrif, valdið kvíða og stuðlað að hamlandi við­horfum í tengslum við mat og fæðu­val. Ein ástæðan fyrir óheil­brigðu við­horfi gagn­vart fæðu gæti verið tengd fyrri reynslu af megr­un­ar­kúr­um.  

Þær Ólöf Dröfn Sig­ur­björns­dóttir lýð­heilsu­fræð­ing­ur, Jóhanna Eyrún Torfa­dótt­ir, nær­ing­ar- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur, Anna Sig­ríður Ólafs­dóttir nær­ing­ar­fræð­ingur og Laufey Stein­gríms­dóttir nær­ing­ar­fræð­ingur gerðu rann­sókn­ina og var hún birt í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. 

Auglýsing

Fram kemur í blað­inu að end­ur­tekin megrun geti orðið að við­var­andi ástandi og leitt til óheil­brigðs við­horfs til eigin matar­æð­is. Slíkt getur valdið kvíða og van­líðan ásamt átrösk­unum og öðrum alvar­legum kvill­um. Eins og áður segir eru konur í yfir­þyngd eru tvö­falt lik­legri til að hafa óheil­brigð við­horf gagn­vart mat heldur en konur í kjör­þyngd. Hins vegar er hættan á því þre­föld meðal karla í yfir­þyngd sam­an­borið við karla í kjör­þyngd.   

Rann­sóknin byggir á könnun Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins árið 2007 sem var lögð fyrir 5.861 ein­stak­ling á aldr­inum 18 til 79 ára. Í grein­inni er vitnað í skýrslu frá árinu 2012 þar sem fram kom að tæp 42 pró­sent kvenna hafi reynt að létta sig og tæp átta pró­sent á aldri­enum 18 til 44 ára hafi verið með átröskun á ein­hverjum tíma­punkti.

Í þeirri rann­sókn kom fram að helm­ingur kvenna er ósáttur við eigin lík­ams­þyngd og 35 pró­sent karla. Um 30 pró­sent beggja kynja fær sam­visku­bit þegar borðuð eru sæt­indi og meira en helm­ingur telur sig þurfa að hafa stjórn á því hvað er borð­að. 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar er sú ályktun dregin að hamlandi við­horf til eigin matar­æðis eru algeng­ari meðal kvenna en karla. Eftir því sem fólk er yngra, óánægð­ara með eigin lík­ams­þyngd og ofþyngd sýnir meiri tengls við hamlandi fæðu­við­horf hjá báðum kynj­um. Há lík­ams­þyngd, óánægja með eigin lík­ams­þyngd, ungur aldur og það að vera kona eykur lík­urnar á hamlandi fæðu­við­horf­um. Þetta end­ur­speglar nið­ur­stöður sam­bæri­legra rann­sókna sem gerðar hafa verið erlend­is.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None